Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. janúar 2024 07:01 Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni, segir eðlilegt að í dagsins amstri séu mest áberandi þær fréttir sem endurspegla þær hamfarir sem eru að ganga yfir núna. Til dæmis jarðhræringar við Grindavík eða skógareldar erlendis. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um jákvæða þróun. Vísir/RAX „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. Og tekur dæmi. „Hnattræna losunin er annað hvort búin að ná hámarki, eða mun ná hámarki á næstu tveimur til þremur árum. Þetta er mjög stór og jákvæð frétt og ég mun eflaust leggja áherslu á hana á ráðstefnunni á morgun.“ Halldór er einn þeirra sem taka þátt í Janúarráðstefnu Festu, en hún verður haldinn í ellefta sinn á morgun. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Við skrifum mannskynssöguna,“ en í tilefni ráðstefnunnar fjallar Atvinnulífið um loftlagsmálin í dag og á morgun. Nýr veruleiki Eflaust hefðu fæst okkar giskað á það fyrir tíu til fimmtán árum síðan, hversu umfangsmiklar fréttir af veðri og öðrum aftakaatburðum yrðu í daglegu lífi. Eins og nú er raunin. Enda segir Halldór heiminn búa í nýjum veruleika. Þar sem gera þurfi ráð fyrir að veðurofsar og aftakaatburðir verði tíðari en við höfum áður kynnst. Í skýrslu sem sér skipuð Vísindanefnd skilaði af sér í október síðastliðnum, segir meðal annars: Aukin náttúruvá, svo sem vegna aftakaúrkomu, hvassviðra, hættu á flóðum í ám og úr jaðarlónum, skriðufalla, sjávarflóða, tíðari eldgosa og gróðurelda, kallar á að áhættustýring sé í stöðugri endurskoðun og taki tillit til sviðsmynda. Halldór er formaður umræddrar vísindanefndar, en hún var skipuð af ráðherra með það að leiðarljósi að kortleggja ástand þekkingar á loftlagsbreytingum og áhrifa þeirra hér á landi. Til dæmis hver eru helstu óvissuatriði eða hvaða vafamál er brýnt að skoða betur. En um hvað er verið að tala? Hvernig getur hinn almenni borgari, reynt að skilja hvað vísindamenn eru að boða? Hvers vegna er það til dæmis jákvætt ef hnattræn losun hefur náð hámarki? Jú Halldór skýrir þetta út fyrir okkur. Hingað til hefur losun verið að aukast ár frá ári, en nú gæti losunin farið minnkandi ár frá ári. Þetta er mikilvægur áfangi á leiðinni að kolefnishlutleysi. Til að ná þangað verður losun fyrst að ná hámarki og svo þarf hún að dragast saman, eins hratt og hægt er. Það skiptir öllu máli að það gerist hratt, því það sem er losað af gróðurhúsalofttegundum verður mjög lengi í lofthjúpnum. Markmiðið okkar þarf að vera að ná kolefnishlutleysi, því annars heldur styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofti bara áfram að aukast. Og þá heldur áfram að hlýna.“ Kapphlaupið við tímann er auðvitað töluvert. „Ég er ekki í neinum vafa um að við munum ná miklum árangri í því að draga verulega úr þessari losun. Hvort við náum kolefnishlutleysi á tuttugu árum ætla ég að segja sem minnst um. Það getur allt eins verið líklegra að við séum að tala um næstu fjörtíu ár“ segir Halldór og bætir við: „Aðalmálið er að þótt margt af þessu virðist ómögulegt, erum við nú þegar að sjá teikn um að lausnirnar sem dugi séu þegar til staðar og að þessu markmiði verði hægt að ná. Nú erum við komin upp í hámarkið og það þýðir að við erum líka að komast að mikilvægustu vörðunni. Oft virðast hlutir ómögulegir þangað til að búið er að framkvæma þá.“ Loftlagsþolið samfélag Halldór segir eitt af því sem kom honum nokkuð á óvart við störf og skýrslugerð vísindanefndarinnar, er hversu viðkvæmt Ísland er fyrir áföllum sem verða erlendis. „Við þekkjum það að náttúruvá á Íslandi telst mikil. Þar sem við munum í auknum mæli sjá hamfarir eins og eldgos, flóð og sjávarflóð. Aftakaveður verður algengara eins og miklar rigningar sem kannski munu vara í mun lengri tíma en við þekktum áður.“ Um þetta erum við nokkuð meðvituð. Hins vegar segir Halldór okkur gjörn á að fjarlægja okkur frá þeim atburðum sem eiga sér stað úti í heimi. En þar eru áhættuþættir sem geta haft áhrif á okkur og taka þarf tillit til. Nú þegar eru mörg dæmi um að aftakaveður í einu landi hafi áhrif á birgðastöðu og framleiðslu í öðru landi. Dæmi sem er nefnt í skýrslunni er um flóð í Bankok sem tafði tafði framleiðslu á tölvum í Japan. Slíkt getur síðan haft áhrif á verð á tilteknum tölvum í Bandaríkjunum. „Þarna er aðfangakeðja út í heimi að verða fyrir áhrifum af náttúruhamförum. Ísland býr við það að við flytjum mikið inn af vörum og erum því viðkvæmari en ella fyrir áhrifum þess sem gerist úti í heimi. Slík áhrif geta verið meira en við gerum okkur grein fyrir. “ Halldór segir okkur þó vera farin að upplifa smá nasaþef af þessu. Stórfyrirtæki eru til dæmis farin að boða það oft að mögulega þurfi viðskiptavinir að gera ráð fyrir á töfum sendinga. Þetta er dæmi um hvernig fyrirtæki er að aðlaga sig að breyttum veruleika, þar sem áhættuþáttur eins og þessi er að hafa áhrif á neytendur allt annars staðar í heiminum.“ Annað sem Halldór segir líka oft gleymast er hvernig við erum að hluta til viðkvæmari fyrir hamförum nú en áður. „Í dag erum við með rafmagnslínur, ljósleiðara og lagnir sem við þurfum að huga að og teljast sjálfsagðir hlutir í nútímasamfélagi. Ef þessir innviðir bresta í kjölfar náttúruhamfara, hefur það mikil áhrif á okkur og því sem við erum vön í nútíma samfélagi. Allt eru þetta því liðir sem við þurfum að huga að því hvernig við ætlum að verja.“ Sem aftur leiðir okkur að því hvernig best er að byggja upp loftlagsþolið samfélag. „Það þýðir meðal annars hvernig við þurfum að vinna að skipulagi byggða og innviða með öðrum hætti en áður. Þar sem óvissa og áhættuþættir tengdir veðri og loftlagsmálum þurfa að skoðast sérstaklega.“ Sá veruleiki sem við sjáum núna er kominn til að vera og ljóst að aftakaveður og náttúruhamfarir verða tíðari hér eftir, í samanburði við það sem við höfum upplifað áður. Halldór segir lausnirnar þó að miklu leyti fyrirliggjandi og mikilvægt sé að muna á tímum sem þessum, að það er alltaf dimmast í dagrenningu. Tækifærin séu líka mörg.Vísir/RAX Tækifærin líka til staðar Halldór er þó ekki svartsýnn á framhaldið. Þvert á móti kveður við mjög jákvæðan tón. „Það góða við stöðuna alla er að lausnirnar eru að miklu leyti fyrirliggjandi nú þegar. Svo ekki sé talað um tækifærin.“ Sem eðlilega er kannski erfitt að benda á nú, þegar staðan er eins og hún er vegna jarðhræringa við Grindavík. „En á slíkum stundum þurfum við líka að muna að það er alltaf dimmast fyrir dagrenningu. Við höfum farið í gegnum ótrúlegar erfiðar aðstæður áður. Það gerðum við til dæmis í Heimaey, svo dæmi sé nefnt. Dæmin eru fleiri, en Íslendingar búa yfir mikilli þekkingu í viðbrögðum og áhættustýringu. Við höfum reynslu og þekkingu á því að glíma við náttúruvá, bæði hvað varðar viðbrögð í rauntíma, og einnig skipulag innviða, s.s. varnargarða, trygginga og fleira.“ Þar sem loftlagsmálin eru aðkallandi verkefni á heimsvísu, segir Halldór þetta um leið geta skapað ný og spennandi tækifæri fyrir Ísland. „Sérstaklega ef við erum meðvituð um mikilvægi þess að efla þekkingu okkar á sviði til dæmis og föngunar og förgunar koldíoxíðs, eða uppbyggingu innviða fyrir orkuskiptim“ segir Halldór og bætir við: „Að beina kröftum okkar að því hvernig við getum skalað upp allar aðgerðir sem stuðla að hraðari samdrætti í losun, föngun og förgun koldíoxíðs getur skapað okkur mikil tækifæri. Sem þýðir að við verðum að styðja við nýsköpun og þróun, og ekki bara með stuðningi samkeppnissjóða. Tíminn skiptir máli og eins er eðlilegt að gera ráð fyrir að ekki öll nýsköpun takist, við lærum líka af því að hún takist ekki.“ Halldór segir allar aðgerðir skipta máli í baráttunni. Að draga úr matarsóun og fatasóun er dæmi um eitthvað sem vinna þurfi að. „En það er líka hægt að tala um auðlindasóun. Orkuvinnsla sem ekki er hagkvæm flokkast undir slíka sóun.“ Flestir upplifa það þó oft að Íslendingar séu lítil peð í stóru myndinni: Er það fyrir alvöru að skipta einhverju máli hvort við erum að flokka ruslið okkar vel eða skipta yfir í rafmagnsbíl? „Já. Það þurfa alltaf einhverjir að byrja og svo lengi sem við leggjum okkar að mörkum á réttum forsendum, þá er þetta alveg vinnandi vegur. Ég nefni sem dæmi rafmagnsbíla því nú erum við komin ágætlega á veg í orkuskiptum. Þarna ríða einhver á vaðið, óháð því hvað fólkið í næsta húsi er að gera og svo þegar boltin er farinn að rúlla þá fylgja þau og fá sér líka rafmagnsbíl. Við ákveðum fyrir okkur sjálf að þetta viljum við gera til þess að leggja okkar að mörkum.“ Ábyrgð stjórnvalda er samt mikil. „Fólk þarf að mynda pressu á stjórnvöld. Því stjórnmálaöflin mega ekki halda að í þessum málum sé bara hægt að varpa ábyrgðinni yfir á almenning. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig stjórnvöld beita sér.“ Þar sé að mörgu að taka. Í daglegu lífi megi til dæmis nefna áhrif þess að hvatar séu til staðar. „Ég nefni sem dæmi að fólk geti farið með plastflöskur í endurvinnslu og fengið greitt fyrir. Þarna er búið að búa til hvata sem skiptir máli og er liður í því að draga úr plastnotkun. Fyrir orkuskipti þarf hvata til að hraða breytingunum“ Halldór segir líka að í mörgu séum við mögulega lengra komin. Lausnirnar eru flestar til staðar nú þegar. Svo mikið getum við gert. Nýsköpun og framfarir í þekkingu á föngun og förgun koldíoxíðs, tækniframfarir og fleira geta síðan fleygt okkur langt. Ekki eru síðan allar breytingar neikvæðar. Hlýnun getur til dæmis haft jákvæð áhrif á gróðurfar. Vissulega er veruleikinn breyttur en það sem við erum að sjá og upplifa núna, er komið til að vera. En stóru tækifærin okkar liggja í því hvernig við sem þjóð bregðumst við og vinnum úr stöðunni.“ Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Grindavík Veður Vísindi Loftslagsmál Tengdar fréttir Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 8. desember 2022 08:44 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. 22. september 2022 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Og tekur dæmi. „Hnattræna losunin er annað hvort búin að ná hámarki, eða mun ná hámarki á næstu tveimur til þremur árum. Þetta er mjög stór og jákvæð frétt og ég mun eflaust leggja áherslu á hana á ráðstefnunni á morgun.“ Halldór er einn þeirra sem taka þátt í Janúarráðstefnu Festu, en hún verður haldinn í ellefta sinn á morgun. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Við skrifum mannskynssöguna,“ en í tilefni ráðstefnunnar fjallar Atvinnulífið um loftlagsmálin í dag og á morgun. Nýr veruleiki Eflaust hefðu fæst okkar giskað á það fyrir tíu til fimmtán árum síðan, hversu umfangsmiklar fréttir af veðri og öðrum aftakaatburðum yrðu í daglegu lífi. Eins og nú er raunin. Enda segir Halldór heiminn búa í nýjum veruleika. Þar sem gera þurfi ráð fyrir að veðurofsar og aftakaatburðir verði tíðari en við höfum áður kynnst. Í skýrslu sem sér skipuð Vísindanefnd skilaði af sér í október síðastliðnum, segir meðal annars: Aukin náttúruvá, svo sem vegna aftakaúrkomu, hvassviðra, hættu á flóðum í ám og úr jaðarlónum, skriðufalla, sjávarflóða, tíðari eldgosa og gróðurelda, kallar á að áhættustýring sé í stöðugri endurskoðun og taki tillit til sviðsmynda. Halldór er formaður umræddrar vísindanefndar, en hún var skipuð af ráðherra með það að leiðarljósi að kortleggja ástand þekkingar á loftlagsbreytingum og áhrifa þeirra hér á landi. Til dæmis hver eru helstu óvissuatriði eða hvaða vafamál er brýnt að skoða betur. En um hvað er verið að tala? Hvernig getur hinn almenni borgari, reynt að skilja hvað vísindamenn eru að boða? Hvers vegna er það til dæmis jákvætt ef hnattræn losun hefur náð hámarki? Jú Halldór skýrir þetta út fyrir okkur. Hingað til hefur losun verið að aukast ár frá ári, en nú gæti losunin farið minnkandi ár frá ári. Þetta er mikilvægur áfangi á leiðinni að kolefnishlutleysi. Til að ná þangað verður losun fyrst að ná hámarki og svo þarf hún að dragast saman, eins hratt og hægt er. Það skiptir öllu máli að það gerist hratt, því það sem er losað af gróðurhúsalofttegundum verður mjög lengi í lofthjúpnum. Markmiðið okkar þarf að vera að ná kolefnishlutleysi, því annars heldur styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofti bara áfram að aukast. Og þá heldur áfram að hlýna.“ Kapphlaupið við tímann er auðvitað töluvert. „Ég er ekki í neinum vafa um að við munum ná miklum árangri í því að draga verulega úr þessari losun. Hvort við náum kolefnishlutleysi á tuttugu árum ætla ég að segja sem minnst um. Það getur allt eins verið líklegra að við séum að tala um næstu fjörtíu ár“ segir Halldór og bætir við: „Aðalmálið er að þótt margt af þessu virðist ómögulegt, erum við nú þegar að sjá teikn um að lausnirnar sem dugi séu þegar til staðar og að þessu markmiði verði hægt að ná. Nú erum við komin upp í hámarkið og það þýðir að við erum líka að komast að mikilvægustu vörðunni. Oft virðast hlutir ómögulegir þangað til að búið er að framkvæma þá.“ Loftlagsþolið samfélag Halldór segir eitt af því sem kom honum nokkuð á óvart við störf og skýrslugerð vísindanefndarinnar, er hversu viðkvæmt Ísland er fyrir áföllum sem verða erlendis. „Við þekkjum það að náttúruvá á Íslandi telst mikil. Þar sem við munum í auknum mæli sjá hamfarir eins og eldgos, flóð og sjávarflóð. Aftakaveður verður algengara eins og miklar rigningar sem kannski munu vara í mun lengri tíma en við þekktum áður.“ Um þetta erum við nokkuð meðvituð. Hins vegar segir Halldór okkur gjörn á að fjarlægja okkur frá þeim atburðum sem eiga sér stað úti í heimi. En þar eru áhættuþættir sem geta haft áhrif á okkur og taka þarf tillit til. Nú þegar eru mörg dæmi um að aftakaveður í einu landi hafi áhrif á birgðastöðu og framleiðslu í öðru landi. Dæmi sem er nefnt í skýrslunni er um flóð í Bankok sem tafði tafði framleiðslu á tölvum í Japan. Slíkt getur síðan haft áhrif á verð á tilteknum tölvum í Bandaríkjunum. „Þarna er aðfangakeðja út í heimi að verða fyrir áhrifum af náttúruhamförum. Ísland býr við það að við flytjum mikið inn af vörum og erum því viðkvæmari en ella fyrir áhrifum þess sem gerist úti í heimi. Slík áhrif geta verið meira en við gerum okkur grein fyrir. “ Halldór segir okkur þó vera farin að upplifa smá nasaþef af þessu. Stórfyrirtæki eru til dæmis farin að boða það oft að mögulega þurfi viðskiptavinir að gera ráð fyrir á töfum sendinga. Þetta er dæmi um hvernig fyrirtæki er að aðlaga sig að breyttum veruleika, þar sem áhættuþáttur eins og þessi er að hafa áhrif á neytendur allt annars staðar í heiminum.“ Annað sem Halldór segir líka oft gleymast er hvernig við erum að hluta til viðkvæmari fyrir hamförum nú en áður. „Í dag erum við með rafmagnslínur, ljósleiðara og lagnir sem við þurfum að huga að og teljast sjálfsagðir hlutir í nútímasamfélagi. Ef þessir innviðir bresta í kjölfar náttúruhamfara, hefur það mikil áhrif á okkur og því sem við erum vön í nútíma samfélagi. Allt eru þetta því liðir sem við þurfum að huga að því hvernig við ætlum að verja.“ Sem aftur leiðir okkur að því hvernig best er að byggja upp loftlagsþolið samfélag. „Það þýðir meðal annars hvernig við þurfum að vinna að skipulagi byggða og innviða með öðrum hætti en áður. Þar sem óvissa og áhættuþættir tengdir veðri og loftlagsmálum þurfa að skoðast sérstaklega.“ Sá veruleiki sem við sjáum núna er kominn til að vera og ljóst að aftakaveður og náttúruhamfarir verða tíðari hér eftir, í samanburði við það sem við höfum upplifað áður. Halldór segir lausnirnar þó að miklu leyti fyrirliggjandi og mikilvægt sé að muna á tímum sem þessum, að það er alltaf dimmast í dagrenningu. Tækifærin séu líka mörg.Vísir/RAX Tækifærin líka til staðar Halldór er þó ekki svartsýnn á framhaldið. Þvert á móti kveður við mjög jákvæðan tón. „Það góða við stöðuna alla er að lausnirnar eru að miklu leyti fyrirliggjandi nú þegar. Svo ekki sé talað um tækifærin.“ Sem eðlilega er kannski erfitt að benda á nú, þegar staðan er eins og hún er vegna jarðhræringa við Grindavík. „En á slíkum stundum þurfum við líka að muna að það er alltaf dimmast fyrir dagrenningu. Við höfum farið í gegnum ótrúlegar erfiðar aðstæður áður. Það gerðum við til dæmis í Heimaey, svo dæmi sé nefnt. Dæmin eru fleiri, en Íslendingar búa yfir mikilli þekkingu í viðbrögðum og áhættustýringu. Við höfum reynslu og þekkingu á því að glíma við náttúruvá, bæði hvað varðar viðbrögð í rauntíma, og einnig skipulag innviða, s.s. varnargarða, trygginga og fleira.“ Þar sem loftlagsmálin eru aðkallandi verkefni á heimsvísu, segir Halldór þetta um leið geta skapað ný og spennandi tækifæri fyrir Ísland. „Sérstaklega ef við erum meðvituð um mikilvægi þess að efla þekkingu okkar á sviði til dæmis og föngunar og förgunar koldíoxíðs, eða uppbyggingu innviða fyrir orkuskiptim“ segir Halldór og bætir við: „Að beina kröftum okkar að því hvernig við getum skalað upp allar aðgerðir sem stuðla að hraðari samdrætti í losun, föngun og förgun koldíoxíðs getur skapað okkur mikil tækifæri. Sem þýðir að við verðum að styðja við nýsköpun og þróun, og ekki bara með stuðningi samkeppnissjóða. Tíminn skiptir máli og eins er eðlilegt að gera ráð fyrir að ekki öll nýsköpun takist, við lærum líka af því að hún takist ekki.“ Halldór segir allar aðgerðir skipta máli í baráttunni. Að draga úr matarsóun og fatasóun er dæmi um eitthvað sem vinna þurfi að. „En það er líka hægt að tala um auðlindasóun. Orkuvinnsla sem ekki er hagkvæm flokkast undir slíka sóun.“ Flestir upplifa það þó oft að Íslendingar séu lítil peð í stóru myndinni: Er það fyrir alvöru að skipta einhverju máli hvort við erum að flokka ruslið okkar vel eða skipta yfir í rafmagnsbíl? „Já. Það þurfa alltaf einhverjir að byrja og svo lengi sem við leggjum okkar að mörkum á réttum forsendum, þá er þetta alveg vinnandi vegur. Ég nefni sem dæmi rafmagnsbíla því nú erum við komin ágætlega á veg í orkuskiptum. Þarna ríða einhver á vaðið, óháð því hvað fólkið í næsta húsi er að gera og svo þegar boltin er farinn að rúlla þá fylgja þau og fá sér líka rafmagnsbíl. Við ákveðum fyrir okkur sjálf að þetta viljum við gera til þess að leggja okkar að mörkum.“ Ábyrgð stjórnvalda er samt mikil. „Fólk þarf að mynda pressu á stjórnvöld. Því stjórnmálaöflin mega ekki halda að í þessum málum sé bara hægt að varpa ábyrgðinni yfir á almenning. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig stjórnvöld beita sér.“ Þar sé að mörgu að taka. Í daglegu lífi megi til dæmis nefna áhrif þess að hvatar séu til staðar. „Ég nefni sem dæmi að fólk geti farið með plastflöskur í endurvinnslu og fengið greitt fyrir. Þarna er búið að búa til hvata sem skiptir máli og er liður í því að draga úr plastnotkun. Fyrir orkuskipti þarf hvata til að hraða breytingunum“ Halldór segir líka að í mörgu séum við mögulega lengra komin. Lausnirnar eru flestar til staðar nú þegar. Svo mikið getum við gert. Nýsköpun og framfarir í þekkingu á föngun og förgun koldíoxíðs, tækniframfarir og fleira geta síðan fleygt okkur langt. Ekki eru síðan allar breytingar neikvæðar. Hlýnun getur til dæmis haft jákvæð áhrif á gróðurfar. Vissulega er veruleikinn breyttur en það sem við erum að sjá og upplifa núna, er komið til að vera. En stóru tækifærin okkar liggja í því hvernig við sem þjóð bregðumst við og vinnum úr stöðunni.“
Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Grindavík Veður Vísindi Loftslagsmál Tengdar fréttir Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 8. desember 2022 08:44 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. 22. september 2022 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01
Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 8. desember 2022 08:44
Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01
Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00
Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. 22. september 2022 07:01