„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. mars 2024 07:01 Ástrós Traustadóttir er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Ástrós í heild sinni: Var bókstaflega draumaprinsinn Ástrós er í sambúð með Adam Helgasyni og saman eiga þau dóttur sína Nóru Náð. Ástin spyr ekki alltaf um rétta tímann. „Ég var á þeim stað í lífinu að ég var búin að eiga ákveðin sambönd og í ákveðnum samskiptum í mínu lífi á þessum tíma sem ýttu mér út í mikla sjálfsvinnu. Þetta var eitt af þessum stóru og erfiðu hlutum sem ég hef gengið í gegnum í lífinu. Þannig að ég er á þessum tíma í algjörri sjálfsvinnu, þrisvar í mánuði hjá sálfræðingi, er að læra á alla triggerana mína og læra á sjálfa mig. Ég var svona eiginlega komin á þann stað að ég var svo sátt við sjálfa mig eftir að hafa gengið í gegnum erfiða lífsreynslu og ég kynnist honum.“ Ástrós segist í fyrstu hafa verið harðákveðin í að hún ætti ekki að fara strax í samband. „Ég hugsaði bara að vera ein núna er það besta sem ég veit, ekki séns að það breytist. Þú þarft bókstaflega að vera draumaprinsinn til að ég breyti því, sem hann svo var,“ segir Ástrós og brosir út að eyrum. View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) Vináttan það allra besta „Þannig að ég bara gaf mig og við byrjuðum saman frekar fljótt, þetta fór fljótt af stað og ég bara kynntist ástinni í lífi mínu þarna. Ég er mjög ánægð að ég hafi leyft þrjóskunni í mér að fara til hliðar því við eigum núna líka litlu skvísuna okkar í dag. Þetta var mjög góð ákvörðun,“ segir Ástrós og hlær. Hún segir að vináttan sé algjör lykill í þeirra sambandi. „Það besta við Adam er að hann er besti vinur minn. Það hefur haldið okkur gangandi í gegnum fyrsta árið með barn, það reynir rosalega mikið á samband. Það er ekki mikill neisti þá, maður er í þessu verkefni, þreyttur, segir alls konar en lykilatriðið er að við erum bestu vinir og þetta verður allt í lagi. Við erum á því tímabili núna og það er bara yndislegt, að hafa einhvern sem bakkar mig alltaf upp og styður mig í gegnum allt sem mig langar að gera. Það er ómetanlegt.“ Fjölskyldan Ástrós, Adam og Nóra Náð. Instagram @astrostraustaa Ræða opinskátt um fjölbreyttar hliðar móðurhlutverksins Ástrós stofnaði hlaðvarp samhliða móðurhlutverkinu sem heitir Mömmulífið, ásamt Guðrúnu Sørtveit. Þær kynntust í stuttri vinnuferð erlendis, eiga börn á sama aldri og urðu samstundis góðar vinkonur. „Það er mikið til að tala um þegar það kemur að mömmulífinu. Það er líka gaman að finna fyrir því hvað aðrar mæður hafa þörf fyrir að heyra það sem enginn er að segja. Við höfum meðal annars rætt líkamsímyndina og samböndin eftir barnseignir sem er til dæmis eitthvað sem eg heyrði ekkert um, því auðvitað reynir þetta mikið á sambandið og það er svo gott að ræða þetta opinskátt. Þetta eru ýmsar tilfinningar sem fólk er almennt ekki að tala um en við nálgumst í hlaðvarpinu. Það eru ótrúlega margir sem tengja og því mikilvægt að tala um þessi málefni sem áður fyrr var kannski svolítið verið að dansa í kringum.“ View this post on Instagram A post shared by GUÐRU N HELGA SØRTVEIT (@gudrunsortveit) Ómetanlegt að geta hjálpað með sinni sögu Í hlaðvarpinu hefur Ástrós meðal annars rætt um átröskun sem hún glímdi við á yngri árum. Henni finnst mikilvægt að geta rætt hlutina opinskátt og þykir vænt um að geta hjálpað öðrum með sinni sögu. „Bara það að þetta hjálpi einni manneskju er bara meira en nóg fyrir mig. Mér finnst líka svo mikilvægt að tala um það hvert ég er komin í dag. Þetta er sjúkdómur en það sem er svo mikil blessun er að þetta er læknanlegur sjúkdómur. Það er hægt að laga þetta, það er hægt að vinna í þessu og vinna líka í sjálfsmildi. Það er eitthvað sem hjálpaði mér mjög mikið, því það tengist sjúkdómnum mjög sterkt. Sömuleiðis að fara í þerapíu og gera allt sem þú þarft, lesa allar bækur sem manni dettur í hug.“ Hún segir sömuleiðis mikilvægt að kanna hvað virkar fyrir sig og hvað ekki. Sumt sem hjálpar einhverjum getur verið triggerandi fyrir aðra. „Stundum finn ég að eitthvað getur verið triggerandi og þá veit ég að ég þarf ekki að sjá eða lesa það, þó að það hafi einhvern tíma virkað vel fyrir mig. Ef ég ætti að gefa ráð þá væri það líka að velja vel hverju þú ert að fylgja og hvað þú ert að skoða, forðast allt sem hjálpar ekki. Ef þú finnur að eitthvað er að triggera þig á samfélagsmiðlum til dæmis þá er alltaf hægt að ýta á unfollow takkann.“ Ástrós segir mikilvægt að þekkja vel sína triggera og vanda hverju maður fylgir á samfélagsmiðlum og öðru. Vísir/Vilhelm Byrjaði aftur að dansa í Allir geta dansað Ástrós hefur komið víða að í dansheiminum og sló meðal annars í gegn í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað, sem hún segir að hafi verið frábær lífsreynsla. Hún flutti erlendis 16 ára gömul í atvinnumennskuna og varð Frakklandsmeistari í samkvæmisdansi 17 ára. Nokkrum árum síðar lenti Ástrós á spítala vegna næringarskorts eftir að hafa verið veik af átröskun. „Ég var rosalega ung þegar að ég fór út. Það hefur sterk áhrif. Ég fór ein og þegar ég hugsa þetta í dag þá finnst mér 16 ára náttúrulega bara vera barn. Þar var ég líka með mjög strangan þjálfara, orðaforðinn og kúltúrinn var öðruvísi. Þetta hefur allt saman haft alls konar áhrif, bæði góð og slæm.“ Aðspurð hvort hún eigi í flóknu sambandi við dansinn eftir átröskunina segir Ástrós: „Keppnisheimurinn var það sem ég átti erfitt með, þessi samanburður, það var alltaf þessi samanburður. Ég sem sagt hætti í dansi þegar ég var í Frakklandi og fór inn á Hvítabandið hér heima. Ég dansaði ekki í nokkur ár fyrr en ég fékk símtal um að Stöð 2 ætlaði að gera Allir geta dansað. Ég elska að vera í sjónvarpi, finnst ekki leiðinlegt að vera fyrir framan myndavélina og þetta var vissulega keppni en samt aðallega gaman. Verkefni mitt í þessu var bókstaflega að skapa, það er eitthvað sem ég elska við dansinn. Dansinn gaf mér líka rosalega margt. Ég tala til dæmis fimm tungumál eftir að hafa verið búsett erlendis. Ég hætti í skóla fyrir dansinn og mamma sagði að ég yrði þá að fara á tungumálanámskeið samhliða því, sem ég gerði. Ég á mjög gott samband við dans í dag. Ég kenni dans og ég get ekki sleppt takinu á þessu. Ég held að það fylgi mér út ævina, ég yrði eiginlega bara sár ef ég væri ekki enn að dansa um sjötugt.“ Ástrós og Veigar Páll voru danspar í Allir geta dansað. Aðsend Gott að kveðja fortíðar Ástrós Ástrós segir að innlögnin á Hvítabandið hafi verið öflugt upphaf af átröskunarbataferlinu og líkir lífsreynslunni svolítið við skóla, þar sem hún þurfti að vera í prógrammi frá átta til fjögur. Hins vegar sé margt sem megi betur fara og umræðan skipti sömuleiðis miklu máli en hún segir sjúkdóminn algengari en fólk geri sér grein fyrir. Þá sé erfitt fyrir marga að útskrifast og fá ekki mikla eftirfylgni. „Ég var mjög heppin að vera í þannig aðstæðum að ég fékk tíma þar sem ég þurfti ekki að vinna og þurfti ekki að gera neitt nema að vinna í sjálfri mér. Ég fékk rosalega góðan stuðning og ég held að það hafi svolítið bjargað mér. Ég er rosalega langt frá átröskun í dag. Það er skrýtið að hugsa til þess að mér finnst þessi Ástrós bara önnur manneskja. Ég tengi rosa lítið við hana í dag, ég skil hana og er rosalega stolt af henni. En ég er rosa ánægð að ég skildi hana eftir. Það er svo margt sem fylgir þessum sjúkdómi sem fólk áttar sig ekki á. Þunglyndi og kvíði sem dæmi og það var mikið þunglyndi hjá mér á þessum tíma. En þetta er svo rosalega langt frá mér í dag. Ég er svo þakklát fyrir það.“ Í viðtalinu er fjallað um átröskun. Hér má lesa nánar um átröskun og úrræði sem eru í boði. Hér má kynna sér hagsmunasamtökin SÁTT . Bráðageðdeild er í síma 5431000. Einkalífið Ástin og lífið Geðheilbrigði Dans Allir geta dansað Tengdar fréttir „Enn að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig“ Samkvæmisdansarinn, raunveruleikastjarnan og ofur skvísan Ástrós Traustadóttir hefur farið í gegnum ýmis tímabil í tískunni. Í dag er hún nýbökuð móðir og sækir meira í jarðtóna liti en áður ásamt því að vanda vel valið á þeim flíkum sem hún fjárfestir í. Ástrós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. apríl 2023 11:31 Segir bataferlið allt annað en línulaga „Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni. 7. október 2023 07:01 Ekki alveg kominn tími á Vísisfrétt á fjórða deiti Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segist aldrei hafa pælt mikið í eigin kynhneigð og skilgreinir sig ekki sem hinsegin. Hún segir umræðuna í kringum handtöku sína á Kíkí hafa reynt mjög á fjölskyldu sína og dyraverðir á skemmtistaðnum orðið fyrir aðkasti í kjölfar málsins. 3. mars 2024 07:01 „Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“ „Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu. 16. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Ástrós í heild sinni: Var bókstaflega draumaprinsinn Ástrós er í sambúð með Adam Helgasyni og saman eiga þau dóttur sína Nóru Náð. Ástin spyr ekki alltaf um rétta tímann. „Ég var á þeim stað í lífinu að ég var búin að eiga ákveðin sambönd og í ákveðnum samskiptum í mínu lífi á þessum tíma sem ýttu mér út í mikla sjálfsvinnu. Þetta var eitt af þessum stóru og erfiðu hlutum sem ég hef gengið í gegnum í lífinu. Þannig að ég er á þessum tíma í algjörri sjálfsvinnu, þrisvar í mánuði hjá sálfræðingi, er að læra á alla triggerana mína og læra á sjálfa mig. Ég var svona eiginlega komin á þann stað að ég var svo sátt við sjálfa mig eftir að hafa gengið í gegnum erfiða lífsreynslu og ég kynnist honum.“ Ástrós segist í fyrstu hafa verið harðákveðin í að hún ætti ekki að fara strax í samband. „Ég hugsaði bara að vera ein núna er það besta sem ég veit, ekki séns að það breytist. Þú þarft bókstaflega að vera draumaprinsinn til að ég breyti því, sem hann svo var,“ segir Ástrós og brosir út að eyrum. View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) Vináttan það allra besta „Þannig að ég bara gaf mig og við byrjuðum saman frekar fljótt, þetta fór fljótt af stað og ég bara kynntist ástinni í lífi mínu þarna. Ég er mjög ánægð að ég hafi leyft þrjóskunni í mér að fara til hliðar því við eigum núna líka litlu skvísuna okkar í dag. Þetta var mjög góð ákvörðun,“ segir Ástrós og hlær. Hún segir að vináttan sé algjör lykill í þeirra sambandi. „Það besta við Adam er að hann er besti vinur minn. Það hefur haldið okkur gangandi í gegnum fyrsta árið með barn, það reynir rosalega mikið á samband. Það er ekki mikill neisti þá, maður er í þessu verkefni, þreyttur, segir alls konar en lykilatriðið er að við erum bestu vinir og þetta verður allt í lagi. Við erum á því tímabili núna og það er bara yndislegt, að hafa einhvern sem bakkar mig alltaf upp og styður mig í gegnum allt sem mig langar að gera. Það er ómetanlegt.“ Fjölskyldan Ástrós, Adam og Nóra Náð. Instagram @astrostraustaa Ræða opinskátt um fjölbreyttar hliðar móðurhlutverksins Ástrós stofnaði hlaðvarp samhliða móðurhlutverkinu sem heitir Mömmulífið, ásamt Guðrúnu Sørtveit. Þær kynntust í stuttri vinnuferð erlendis, eiga börn á sama aldri og urðu samstundis góðar vinkonur. „Það er mikið til að tala um þegar það kemur að mömmulífinu. Það er líka gaman að finna fyrir því hvað aðrar mæður hafa þörf fyrir að heyra það sem enginn er að segja. Við höfum meðal annars rætt líkamsímyndina og samböndin eftir barnseignir sem er til dæmis eitthvað sem eg heyrði ekkert um, því auðvitað reynir þetta mikið á sambandið og það er svo gott að ræða þetta opinskátt. Þetta eru ýmsar tilfinningar sem fólk er almennt ekki að tala um en við nálgumst í hlaðvarpinu. Það eru ótrúlega margir sem tengja og því mikilvægt að tala um þessi málefni sem áður fyrr var kannski svolítið verið að dansa í kringum.“ View this post on Instagram A post shared by GUÐRU N HELGA SØRTVEIT (@gudrunsortveit) Ómetanlegt að geta hjálpað með sinni sögu Í hlaðvarpinu hefur Ástrós meðal annars rætt um átröskun sem hún glímdi við á yngri árum. Henni finnst mikilvægt að geta rætt hlutina opinskátt og þykir vænt um að geta hjálpað öðrum með sinni sögu. „Bara það að þetta hjálpi einni manneskju er bara meira en nóg fyrir mig. Mér finnst líka svo mikilvægt að tala um það hvert ég er komin í dag. Þetta er sjúkdómur en það sem er svo mikil blessun er að þetta er læknanlegur sjúkdómur. Það er hægt að laga þetta, það er hægt að vinna í þessu og vinna líka í sjálfsmildi. Það er eitthvað sem hjálpaði mér mjög mikið, því það tengist sjúkdómnum mjög sterkt. Sömuleiðis að fara í þerapíu og gera allt sem þú þarft, lesa allar bækur sem manni dettur í hug.“ Hún segir sömuleiðis mikilvægt að kanna hvað virkar fyrir sig og hvað ekki. Sumt sem hjálpar einhverjum getur verið triggerandi fyrir aðra. „Stundum finn ég að eitthvað getur verið triggerandi og þá veit ég að ég þarf ekki að sjá eða lesa það, þó að það hafi einhvern tíma virkað vel fyrir mig. Ef ég ætti að gefa ráð þá væri það líka að velja vel hverju þú ert að fylgja og hvað þú ert að skoða, forðast allt sem hjálpar ekki. Ef þú finnur að eitthvað er að triggera þig á samfélagsmiðlum til dæmis þá er alltaf hægt að ýta á unfollow takkann.“ Ástrós segir mikilvægt að þekkja vel sína triggera og vanda hverju maður fylgir á samfélagsmiðlum og öðru. Vísir/Vilhelm Byrjaði aftur að dansa í Allir geta dansað Ástrós hefur komið víða að í dansheiminum og sló meðal annars í gegn í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað, sem hún segir að hafi verið frábær lífsreynsla. Hún flutti erlendis 16 ára gömul í atvinnumennskuna og varð Frakklandsmeistari í samkvæmisdansi 17 ára. Nokkrum árum síðar lenti Ástrós á spítala vegna næringarskorts eftir að hafa verið veik af átröskun. „Ég var rosalega ung þegar að ég fór út. Það hefur sterk áhrif. Ég fór ein og þegar ég hugsa þetta í dag þá finnst mér 16 ára náttúrulega bara vera barn. Þar var ég líka með mjög strangan þjálfara, orðaforðinn og kúltúrinn var öðruvísi. Þetta hefur allt saman haft alls konar áhrif, bæði góð og slæm.“ Aðspurð hvort hún eigi í flóknu sambandi við dansinn eftir átröskunina segir Ástrós: „Keppnisheimurinn var það sem ég átti erfitt með, þessi samanburður, það var alltaf þessi samanburður. Ég sem sagt hætti í dansi þegar ég var í Frakklandi og fór inn á Hvítabandið hér heima. Ég dansaði ekki í nokkur ár fyrr en ég fékk símtal um að Stöð 2 ætlaði að gera Allir geta dansað. Ég elska að vera í sjónvarpi, finnst ekki leiðinlegt að vera fyrir framan myndavélina og þetta var vissulega keppni en samt aðallega gaman. Verkefni mitt í þessu var bókstaflega að skapa, það er eitthvað sem ég elska við dansinn. Dansinn gaf mér líka rosalega margt. Ég tala til dæmis fimm tungumál eftir að hafa verið búsett erlendis. Ég hætti í skóla fyrir dansinn og mamma sagði að ég yrði þá að fara á tungumálanámskeið samhliða því, sem ég gerði. Ég á mjög gott samband við dans í dag. Ég kenni dans og ég get ekki sleppt takinu á þessu. Ég held að það fylgi mér út ævina, ég yrði eiginlega bara sár ef ég væri ekki enn að dansa um sjötugt.“ Ástrós og Veigar Páll voru danspar í Allir geta dansað. Aðsend Gott að kveðja fortíðar Ástrós Ástrós segir að innlögnin á Hvítabandið hafi verið öflugt upphaf af átröskunarbataferlinu og líkir lífsreynslunni svolítið við skóla, þar sem hún þurfti að vera í prógrammi frá átta til fjögur. Hins vegar sé margt sem megi betur fara og umræðan skipti sömuleiðis miklu máli en hún segir sjúkdóminn algengari en fólk geri sér grein fyrir. Þá sé erfitt fyrir marga að útskrifast og fá ekki mikla eftirfylgni. „Ég var mjög heppin að vera í þannig aðstæðum að ég fékk tíma þar sem ég þurfti ekki að vinna og þurfti ekki að gera neitt nema að vinna í sjálfri mér. Ég fékk rosalega góðan stuðning og ég held að það hafi svolítið bjargað mér. Ég er rosalega langt frá átröskun í dag. Það er skrýtið að hugsa til þess að mér finnst þessi Ástrós bara önnur manneskja. Ég tengi rosa lítið við hana í dag, ég skil hana og er rosalega stolt af henni. En ég er rosa ánægð að ég skildi hana eftir. Það er svo margt sem fylgir þessum sjúkdómi sem fólk áttar sig ekki á. Þunglyndi og kvíði sem dæmi og það var mikið þunglyndi hjá mér á þessum tíma. En þetta er svo rosalega langt frá mér í dag. Ég er svo þakklát fyrir það.“ Í viðtalinu er fjallað um átröskun. Hér má lesa nánar um átröskun og úrræði sem eru í boði. Hér má kynna sér hagsmunasamtökin SÁTT . Bráðageðdeild er í síma 5431000.
Einkalífið Ástin og lífið Geðheilbrigði Dans Allir geta dansað Tengdar fréttir „Enn að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig“ Samkvæmisdansarinn, raunveruleikastjarnan og ofur skvísan Ástrós Traustadóttir hefur farið í gegnum ýmis tímabil í tískunni. Í dag er hún nýbökuð móðir og sækir meira í jarðtóna liti en áður ásamt því að vanda vel valið á þeim flíkum sem hún fjárfestir í. Ástrós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. apríl 2023 11:31 Segir bataferlið allt annað en línulaga „Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni. 7. október 2023 07:01 Ekki alveg kominn tími á Vísisfrétt á fjórða deiti Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segist aldrei hafa pælt mikið í eigin kynhneigð og skilgreinir sig ekki sem hinsegin. Hún segir umræðuna í kringum handtöku sína á Kíkí hafa reynt mjög á fjölskyldu sína og dyraverðir á skemmtistaðnum orðið fyrir aðkasti í kjölfar málsins. 3. mars 2024 07:01 „Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“ „Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu. 16. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
„Enn að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig“ Samkvæmisdansarinn, raunveruleikastjarnan og ofur skvísan Ástrós Traustadóttir hefur farið í gegnum ýmis tímabil í tískunni. Í dag er hún nýbökuð móðir og sækir meira í jarðtóna liti en áður ásamt því að vanda vel valið á þeim flíkum sem hún fjárfestir í. Ástrós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. apríl 2023 11:31
Segir bataferlið allt annað en línulaga „Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni. 7. október 2023 07:01
Ekki alveg kominn tími á Vísisfrétt á fjórða deiti Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segist aldrei hafa pælt mikið í eigin kynhneigð og skilgreinir sig ekki sem hinsegin. Hún segir umræðuna í kringum handtöku sína á Kíkí hafa reynt mjög á fjölskyldu sína og dyraverðir á skemmtistaðnum orðið fyrir aðkasti í kjölfar málsins. 3. mars 2024 07:01
„Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“ „Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu. 16. febrúar 2024 07:01