Atalanta getur enn endað í þriðja sæti og Empoli hélt sér uppi á hádramatískan hátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 20:50 Ademola Lookman skoraði að sjálfsögðu í dag. EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Atalanta vann Torino 3-0 í Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í fótbolta, í dag og á enn möguleika á að enda í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið á enn einn leik eftir á meðan nær öll önnur lið hafa nú lokið leik á tímabilinu 2023-24. Þá hélt Empoli sér í deild þeirra bestu þökk sé sigurmarki í uppbótartíma. Atalanta varð Evrópudeildarmeistari á dögunum þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 3-0 í úrslitum keppninnar. Reyndist það eina tap Leverkusen á leiktíðinni. Vegna álags í Evrópu hefur Atalanta fengið að fresta leikjum og lýkur tímabili þeirra því ekki fyrr það mætir Fiorentina þann 2. júní á meðan 18 af liðum deildarinnar hafa nú lokið leik. Atalanta virðist ekki hafa fagnað um og of eftir sigurinn á Leverkusen en liðið pakkaði Torino saman í dag. Gianluca Scamacca kom Atalanta yfir með góðu skoti og Evrópuhetjan Ademola Lookman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. Mario Pašalić gulltryggði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Empoli tókst á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga sæti sínu í deildinni þökk sé 2-1 sigri á Roma. Matteo Cancellieri kom Empoli yfir á 13. mínútu en Houssem Aouar jafnaði fyrir R'omverja undir lok fyrri hálfleiks. Það var komið vel yfir venjulegan leiktíma þegar M'Baye Niang skoraði eftir sendingu Cancellieri og tryggði Empoli 2-1 sigur. Sigurinn þýðir að liðið heldur sér í Serie A með 36 stig á meðan Frosinone fellur með 35 stig þar sem liðið tapaði 1-0 fyrir Udinese í kvöld. SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ— Empoli Football Club Official (@EmpoliFC) May 26, 2024 Þá gerðu meistarar Inter 2-2 jafntefli við Verona á útivelli. Marko Arnautović kom Inter yfir en Tijjani Noslin og Tomáš Suslov svöruðu fyrir Verona. Noslin skoraði fyrra markið eftir sendingu Suslov sem skoraði síðara markið eftir sendingu Noslin. Arnautović svaraði hins vegar fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexis Sanchéz hélt svo að hann hefði tryggt Inter sigurinn undir lok leiks en mark hans dæmt af og lokatölur 2-2. Önnur úrslit Napoli 0-0 Lecce Lazio 1-1 Sassuolo Stöðuna í deildinni má sjá hér. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Atalanta varð Evrópudeildarmeistari á dögunum þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 3-0 í úrslitum keppninnar. Reyndist það eina tap Leverkusen á leiktíðinni. Vegna álags í Evrópu hefur Atalanta fengið að fresta leikjum og lýkur tímabili þeirra því ekki fyrr það mætir Fiorentina þann 2. júní á meðan 18 af liðum deildarinnar hafa nú lokið leik. Atalanta virðist ekki hafa fagnað um og of eftir sigurinn á Leverkusen en liðið pakkaði Torino saman í dag. Gianluca Scamacca kom Atalanta yfir með góðu skoti og Evrópuhetjan Ademola Lookman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. Mario Pašalić gulltryggði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Empoli tókst á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga sæti sínu í deildinni þökk sé 2-1 sigri á Roma. Matteo Cancellieri kom Empoli yfir á 13. mínútu en Houssem Aouar jafnaði fyrir R'omverja undir lok fyrri hálfleiks. Það var komið vel yfir venjulegan leiktíma þegar M'Baye Niang skoraði eftir sendingu Cancellieri og tryggði Empoli 2-1 sigur. Sigurinn þýðir að liðið heldur sér í Serie A með 36 stig á meðan Frosinone fellur með 35 stig þar sem liðið tapaði 1-0 fyrir Udinese í kvöld. SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ— Empoli Football Club Official (@EmpoliFC) May 26, 2024 Þá gerðu meistarar Inter 2-2 jafntefli við Verona á útivelli. Marko Arnautović kom Inter yfir en Tijjani Noslin og Tomáš Suslov svöruðu fyrir Verona. Noslin skoraði fyrra markið eftir sendingu Suslov sem skoraði síðara markið eftir sendingu Noslin. Arnautović svaraði hins vegar fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexis Sanchéz hélt svo að hann hefði tryggt Inter sigurinn undir lok leiks en mark hans dæmt af og lokatölur 2-2. Önnur úrslit Napoli 0-0 Lecce Lazio 1-1 Sassuolo Stöðuna í deildinni má sjá hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira