Íslendingar styrkja varnir kvenna í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2024 12:32 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gærkvöldi á fundi sem Blinken boðaði til um konur, frið og öryggi. AP/Stephanie Scarbrough Utanríkisráðherra greindi frá sjötíu og fimm milljón króna framlagi Íslands á leiðtogafundi NATO í gærkvöldi, til að efla búnað kvenna á víglínunni í varnarbaráttu Úkraínu gegn innrás Rússa. Konur gegndu mikilvægu hlutverki í stríðinu og áríðandi að hlusta eftir röddum þeirra á þeirra eigin forsendum. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu er mættur til Washington. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði hann Úkraínumenn ekki geta beðið eftir ákvörðunum Bandaríkjanna um framtíðarstuðning fram yfir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember.AP/Jose Luis Magana Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddu stöðu og hlutverk kvenna í að tryggja frið og öryggi í heiminum á viðburði sem Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði til á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington í gærkvöldi. Hún sagði mikilvægt að nýta krafta kvenna til að efla hagvöxt, hernaðarfælingu og varnir. Í þeim efnum gæti umheimurinn lært mikið af Úkraínumönnum. „Úkraínskar konur eru á víglínunni í þessu stríði og gegna þar vaxandi hlutverki. Framlag þeirra er mikilvægt í vörnum Úkraínu í dag og á morgun og styrkir þrek Úkraínu til að komast af. Þær leiða mannúðaraðstoð, gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslunni og rödd þeirra gegnir lykilhlutverki í samfélaginu,"“ sagði Þórdís Kolbrún Það væri mikilvægt að hlusta á konur í Úkraínu og styðja þær á þeirra eigin forsendum. Bjarni Benediktsson í hópi nokkurra leiðtoga NATO ríkja í hefðbundinni "fjölskyldumyndatöku" af leiðtogunum í gærkvöldi.AP/Adrian Wyld „Þess vegna er mér ljúft að greina frá hálfrar milljónar evra (75 milljón króna) framlagi Íslands í CAP-sjóðinn til að greiða fyrir mikilvægan líkamlegan varnarbúnað fyrir konur, einkennisbúninga og skó. Það er mikilvægt að þær hafi aðgang að nauðsynlegum vörnum sem einnig hjálpar til við að nútímavæða úkraínska heraflann,“" sagði utanríkisráðherra í ávarpi sínu þegar hún greindi frá 75 milljón króna framlagi Íslands í styrktarsjóð NATO fyrir Úkraínu. Leiðtogafundinum sem hófst með 75 ára hátíðardagskrá í gærkvöldi, verður framhaldið í dag og á morgun. Í hátíðarávarpi sínu greindi Joe Biden forseti Bandaríkjanna frá 40 milljarða dollara viðbótarframlagi NATO ríkja til að efla varnir Úkraínu. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sæmdi Jens Stoltenberg fráfarandi framkvæmdastjóra NATO forsetaorðunni Medal of Freedom í gærkvöldi. Það er æðsta orða sem forseti Bandaríkjanna veitir.AP/Evan Vucci Fyrsti almenni fundur leiðtoganna þar sem framtíðaruppbygging NATO verður rædd hefst klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Á morgun funda leiðtogarnir með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra situr fundi leiðtoganna og Þórdís Kolbrún situr fundi með utanríkis- og varnarmálaráðherrum. NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. 9. júlí 2024 23:21 Atlantshafsbandalagið heldur upp á 75 ára afmæli Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra. 9. júlí 2024 21:02 Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Allra augu á Biden og bein útsending úr loftbelg Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 18:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu er mættur til Washington. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði hann Úkraínumenn ekki geta beðið eftir ákvörðunum Bandaríkjanna um framtíðarstuðning fram yfir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember.AP/Jose Luis Magana Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddu stöðu og hlutverk kvenna í að tryggja frið og öryggi í heiminum á viðburði sem Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði til á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington í gærkvöldi. Hún sagði mikilvægt að nýta krafta kvenna til að efla hagvöxt, hernaðarfælingu og varnir. Í þeim efnum gæti umheimurinn lært mikið af Úkraínumönnum. „Úkraínskar konur eru á víglínunni í þessu stríði og gegna þar vaxandi hlutverki. Framlag þeirra er mikilvægt í vörnum Úkraínu í dag og á morgun og styrkir þrek Úkraínu til að komast af. Þær leiða mannúðaraðstoð, gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslunni og rödd þeirra gegnir lykilhlutverki í samfélaginu,"“ sagði Þórdís Kolbrún Það væri mikilvægt að hlusta á konur í Úkraínu og styðja þær á þeirra eigin forsendum. Bjarni Benediktsson í hópi nokkurra leiðtoga NATO ríkja í hefðbundinni "fjölskyldumyndatöku" af leiðtogunum í gærkvöldi.AP/Adrian Wyld „Þess vegna er mér ljúft að greina frá hálfrar milljónar evra (75 milljón króna) framlagi Íslands í CAP-sjóðinn til að greiða fyrir mikilvægan líkamlegan varnarbúnað fyrir konur, einkennisbúninga og skó. Það er mikilvægt að þær hafi aðgang að nauðsynlegum vörnum sem einnig hjálpar til við að nútímavæða úkraínska heraflann,“" sagði utanríkisráðherra í ávarpi sínu þegar hún greindi frá 75 milljón króna framlagi Íslands í styrktarsjóð NATO fyrir Úkraínu. Leiðtogafundinum sem hófst með 75 ára hátíðardagskrá í gærkvöldi, verður framhaldið í dag og á morgun. Í hátíðarávarpi sínu greindi Joe Biden forseti Bandaríkjanna frá 40 milljarða dollara viðbótarframlagi NATO ríkja til að efla varnir Úkraínu. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sæmdi Jens Stoltenberg fráfarandi framkvæmdastjóra NATO forsetaorðunni Medal of Freedom í gærkvöldi. Það er æðsta orða sem forseti Bandaríkjanna veitir.AP/Evan Vucci Fyrsti almenni fundur leiðtoganna þar sem framtíðaruppbygging NATO verður rædd hefst klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Á morgun funda leiðtogarnir með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra situr fundi leiðtoganna og Þórdís Kolbrún situr fundi með utanríkis- og varnarmálaráðherrum.
NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. 9. júlí 2024 23:21 Atlantshafsbandalagið heldur upp á 75 ára afmæli Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra. 9. júlí 2024 21:02 Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Allra augu á Biden og bein útsending úr loftbelg Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 18:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. 9. júlí 2024 23:21
Atlantshafsbandalagið heldur upp á 75 ára afmæli Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra. 9. júlí 2024 21:02
Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10
Allra augu á Biden og bein útsending úr loftbelg Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 18:19