Samningur við Steina snerist í hers höndum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2024 22:05 Dwayne „The Rock“ Johnson, eða Steini, ásamt hermönnum á NASCAR-opnunarhátíð. 12 milljarða auglýsingasamningur við NASCAR skilaði svo að segja engum nýskráningum í herinn. getty Æ færri Bandaríkjamenn skrá sig í bandaríska herinn árlega, samkvæmt tölfræði hersins síðustu ár. Hermálayfirvöld hafa því lagt meira púður í markaðssetningu sem ber misjafnan árangur. Fyrr á þessu ári gerði herinn auglýsingasamning að virði 11 milljóna dala, jafnvirði um 1,5 milljarða króna, við bandaríska leikarann Dwyane „The Rock“ Johnson, eða Steina, í því skyni að fjölga skráningum. Samningurinn kvað á um að Steini skyldi birta myndir á Instagram-reikningi sínum þar sem hann auglýsir herinn. Þá fengi herinn auglýsingapláss í UFL ruðningsdeildinni, sem Johnson á stóran hlut í. Samkvæmt umfjöllun The Daily Beast var auglýsingaherferðin svo misheppnuð að herinn telur sig hafa orðið af 38 skráningum. Steini birti aðeins tvær færslur á Instagram og lítil aðsókn á UFL hjálpaði ekki til. „Hvað Steina varðar, þá er það miður að auglýsingaherferðin hafi farið svona, á tíma sem við bjuggumst við því að hann væri til staðar til að búa til efni á samfélagsmiðla,“ sagði Dave Butler í samtali við Military.com. „Steini er enn góður félagi hersins.“ Samkvæmt gögnum Daily Beast krefst herinn þess að fá auglýsingaherferðina bætta. Stutt er síðan herinn eyddi 88 milljónum dala, jafnvirði rúmlega 12 milljörðum króna, í samstarfssamning með kappakstursdeildinni NASCAR. Sú herferð skilaði tuttugu nýskráningum, að því er fram kemur í umfjöllun USA Today. Samkvæmt Miltary.com voru 10 þúsund færri nýskráningar í herinn á síðasta ári en vonir stóðu til. Bandaríkin Hernaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Fyrr á þessu ári gerði herinn auglýsingasamning að virði 11 milljóna dala, jafnvirði um 1,5 milljarða króna, við bandaríska leikarann Dwyane „The Rock“ Johnson, eða Steina, í því skyni að fjölga skráningum. Samningurinn kvað á um að Steini skyldi birta myndir á Instagram-reikningi sínum þar sem hann auglýsir herinn. Þá fengi herinn auglýsingapláss í UFL ruðningsdeildinni, sem Johnson á stóran hlut í. Samkvæmt umfjöllun The Daily Beast var auglýsingaherferðin svo misheppnuð að herinn telur sig hafa orðið af 38 skráningum. Steini birti aðeins tvær færslur á Instagram og lítil aðsókn á UFL hjálpaði ekki til. „Hvað Steina varðar, þá er það miður að auglýsingaherferðin hafi farið svona, á tíma sem við bjuggumst við því að hann væri til staðar til að búa til efni á samfélagsmiðla,“ sagði Dave Butler í samtali við Military.com. „Steini er enn góður félagi hersins.“ Samkvæmt gögnum Daily Beast krefst herinn þess að fá auglýsingaherferðina bætta. Stutt er síðan herinn eyddi 88 milljónum dala, jafnvirði rúmlega 12 milljörðum króna, í samstarfssamning með kappakstursdeildinni NASCAR. Sú herferð skilaði tuttugu nýskráningum, að því er fram kemur í umfjöllun USA Today. Samkvæmt Miltary.com voru 10 þúsund færri nýskráningar í herinn á síðasta ári en vonir stóðu til.
Bandaríkin Hernaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira