Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. september 2024 07:06 Vatn flæðir um götur og inn í hús í bænum Kłodzko í suðvesturhluta Póllands. AP/Krzysztof Zatycki Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. Flóðin hafa sett hluta Austurríkis, Tékklands, Póllands og Rúmeníu á kaf eftir að djúp lægð framkallaði gríðarlegar rigningar á svæðinu sem staðið hafa í marga daga. Búist er við að ásandið eigi eftir að versna þegar líður á vikuna í fleiri löndum á borð við Slóvakíu og Ungverjaland. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á flóðasvæðunum í Póllandi þar sem stíflur hafa brostið og ár flætt víða yfir bakka sína. Í suðvesturhluta landsins þurfti að rýma spítala þar sem fjörutíu sjúklingar lágu inni og víða eru skólar og skrifstofur lokaðar vegna ástandsins. Fjöldi fólks hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða í Mjanmar. Þessar fjölskyldur leituðu skjóls í klaustri í Naypyitaw.AP/Aung Shine Oo Í Mjanmar eru einnig hamfarir vegna flóða sem komu í kjölfar þess að fellibylurinn Yagi gekk yfir í byrjun mánaðarins. Í landinu eru nú 220 látnir af völdum veðursins og áttatíu til viðbótar saknað og á öllu svæðinu, sem telur auk Mjanmar; Víetnam, Laos og Tæland hafa um fimmhundruð látið lífið. Flestir hinna látnu í Mjanmar fórust í aurskriðum sem komu í kjölfar óveðursins sem sópuðu heilu þorpunum á brott. Þá vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungursneið gæti verið yfirvofandi í hinu stríðshrjáða landi þar sem fleiri hektarar ræktarlands eyðilögðust í hamförunum. Slökkviliðsmenn freista þess að bjarga vöruhúsum frá gróðureldum í Sever do Vouga, bæ í norðurhluta Portugal.AP/Bruno Fonseca Og í Portúgal hafa rúmlega fimmþúsund slökkviliðsmenn barist við kjarr- og skógarelda vítt og breitt um landið. Forsætisráðherrann Louis Montenegro segir að einn slökkviliðsmaður hafi nú þegar látið lífið en hitinn fór víða yfir þrjátíu gráður í landinu um helgina og er búist við svipuðu veðri á næstunni og lítil von um rigningu. Auk slökkviliðsmannsins sem fórst er vitað um tvö dauðsföll af völdum eldanna. Á svæðinu á milli Porto og Aveiro í Norðri hafa um tíu þúsund hektarar brunnið frá því um helgina og eins og staðan er nú eru um 127 virkir eldar í gangi í öllu landinu, að sögn BBC. Veður Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mjanmar Portúgal Pólland Austurríki Tékkland Rúmenía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Flóðin hafa sett hluta Austurríkis, Tékklands, Póllands og Rúmeníu á kaf eftir að djúp lægð framkallaði gríðarlegar rigningar á svæðinu sem staðið hafa í marga daga. Búist er við að ásandið eigi eftir að versna þegar líður á vikuna í fleiri löndum á borð við Slóvakíu og Ungverjaland. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á flóðasvæðunum í Póllandi þar sem stíflur hafa brostið og ár flætt víða yfir bakka sína. Í suðvesturhluta landsins þurfti að rýma spítala þar sem fjörutíu sjúklingar lágu inni og víða eru skólar og skrifstofur lokaðar vegna ástandsins. Fjöldi fólks hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða í Mjanmar. Þessar fjölskyldur leituðu skjóls í klaustri í Naypyitaw.AP/Aung Shine Oo Í Mjanmar eru einnig hamfarir vegna flóða sem komu í kjölfar þess að fellibylurinn Yagi gekk yfir í byrjun mánaðarins. Í landinu eru nú 220 látnir af völdum veðursins og áttatíu til viðbótar saknað og á öllu svæðinu, sem telur auk Mjanmar; Víetnam, Laos og Tæland hafa um fimmhundruð látið lífið. Flestir hinna látnu í Mjanmar fórust í aurskriðum sem komu í kjölfar óveðursins sem sópuðu heilu þorpunum á brott. Þá vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungursneið gæti verið yfirvofandi í hinu stríðshrjáða landi þar sem fleiri hektarar ræktarlands eyðilögðust í hamförunum. Slökkviliðsmenn freista þess að bjarga vöruhúsum frá gróðureldum í Sever do Vouga, bæ í norðurhluta Portugal.AP/Bruno Fonseca Og í Portúgal hafa rúmlega fimmþúsund slökkviliðsmenn barist við kjarr- og skógarelda vítt og breitt um landið. Forsætisráðherrann Louis Montenegro segir að einn slökkviliðsmaður hafi nú þegar látið lífið en hitinn fór víða yfir þrjátíu gráður í landinu um helgina og er búist við svipuðu veðri á næstunni og lítil von um rigningu. Auk slökkviliðsmannsins sem fórst er vitað um tvö dauðsföll af völdum eldanna. Á svæðinu á milli Porto og Aveiro í Norðri hafa um tíu þúsund hektarar brunnið frá því um helgina og eins og staðan er nú eru um 127 virkir eldar í gangi í öllu landinu, að sögn BBC.
Veður Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mjanmar Portúgal Pólland Austurríki Tékkland Rúmenía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira