Innlent

Rann­sókn lokið á stunguárásinni við Skúla­götu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frá vettvangi á Skúlagötu á menningarnótt.
Frá vettvangi á Skúlagötu á menningarnótt. vísir

Rannsókn lögreglunnar á stunguárás við Skúlagötu í Reykjavík, sem átti sér stað á Menningarnótt, 24. ágúst síðastliðinn, er lokið. Lögregla hefur sent gögn málsins til Héraðssakóknara.

Hin sautján ára gamla Bryndís Klara Birgisdóttir lést eftir árásina og tvö önnur ungmenni særðust. Sextán ára piltur er grunaður um árásina.

Ei­rík­ur Val­berg, lög­reglu­full­trúi hjá miðlægri deild lög­regl­unn­ar, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið sent til héraðssaksóknara. Mbl.is greindi fyrst frá.

Að sögn Eiríks er pilturinn enn í gæsluvarðhaldi.


Tengdar fréttir

Skýr mynd komin af atburðum á Skúlagötu

Lögregla telur sig vera komna með skýra mynd af atburðum á Skúlagötu á menningarnótt, þegar sautján ára stúlka varð fyrir stunguárás sem dró hana til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×