Innlent

Sér­fræðingar rýna í stöðuna á loka­sprettinum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sérfræðingar munu mætast í síðasta kosningapallborðsþætti á Vísi í dag og rýna í stöðuna þegar aðeins örfáir dagar eru til kosninga.
Sérfræðingar munu mætast í síðasta kosningapallborðsþætti á Vísi í dag og rýna í stöðuna þegar aðeins örfáir dagar eru til kosninga.

Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 

Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður, mun fá til sín þau Þóru Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Maskínu, Eirík Bergmann, stjórmálafræðiprófessor við Bifröst, Huldu Þórisdóttur, prófessor í stjórnmálasálfræði við HÍ og Brynjólf Gauta Guðrúnar Jónsson, doktorsnema við Hí. 

Fréttastofa mun birta glænýjar fylgistölur Maskínu á fimmtudaginn næstkomandi en það er aldrei að vita nema Þóra leyfi okkur að „kíkja í pakkann“ í þættinum til að fá að vita hvert í stefnir. Við ætlum að rýna í stöðuna, líta um öxl og ræða um brýnustu málin í kosningabaráttunni. 

Fylgist með Pallborðinu sem verður í beinni útsendingu hér á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi á slaginu 14.00. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×