Íslenski boltinn

Andri Rúnar í Stjörnuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andri Rúnar mun spila með Stjörnunni á næsta tímabili.
Andri Rúnar mun spila með Stjörnunni á næsta tímabili.

Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason hefur samið við Stjörnuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Á síðasta tímabili lék Andri með Vestra og var frammistaða hans stór ástæða þess að Vestri hélt sér í efstu deild.

Hann hefur einnig leikið með BÍ/Bolungarvík, Víkingi, Grindavík, ÍBV og Val hér á landi. Sem atvinnumaður spilaði Andri Rúnar með Helsingborg, Esbjerg og Kaiserslautern á árunum 2017-2021.

„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni og ákvörðunin um að ganga til liðs við Stjörnuna var mjög auðveld þar sem metnaðurinn er mikill og hópurinn sterkur. Ég hlakka mikið til þess að spila á Samsungvelli fyrir framan Silfurskeiðina og stuðningsmenn liðsins,” segir Andri Rúnar Bjarnason í tilkynningu Stjörnunnar. 

Andri skoraði átta mörk fyrir Vestra í deildinni í sumar. Þar af fimm mörk í síðustu fimm leikjum liðsins í neðri hluta úrslitakeppninni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×