Fótbolti

Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gabriel fagnar eins og Viktor Gyökeres.
Gabriel fagnar eins og Viktor Gyökeres. getty/Stuart MacFarlane

Sænski markahrókurinn Viktor Gyökeres hefur svarað Gabriel eftir að hann hermdi eftir einkennisfagni hans eftir að hann skoraði fyrir Arsenal gegn Sporting í Meistaradeild Evrópu.

Skytturnar unnu Portúgalina, 1-5, í gær. Þetta var stærsti útisigur Arsenal í Meistaradeildinni í 21 ár.

Gabriel skoraði þriðja mark Arsenal með skalla eftir hornspyrnu Declans Rice í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hann fagnaði markinu með svipuðum hætti og Gyökeres gerir vanalega, með því að mynda eins konar grímu með höndunum og fela andlitið. Svíinn kippti sér lítið upp við fagn Brassans.

„Honum er velkomið að stela fagninu ef hann getur ekki búið sér til sitt eigið. Ég vissi ekki að hann hefði gert þetta en það er gaman að hann sé hrifinn af fagninu mínu,“ sagði Gyökeres.

Hann hefur verið sjóðheitur í vetur og skorað grimmt fyrir Sporting og sænska landsliðið, alls 33 mörk í 24 leikjum. Gyökeres hefur verið orðaður við ýmis stórlið, þar á meðal Arsenal.

Sporting og Arsenal eru bæði með tíu stig í Meistaradeildinni, líkt og Bayer Leverkusen, Monaco og Brest.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×