Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Lífskjarasamningar!

Það er mikið ánægjuefni þegar samstaða næst milli Verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekanda um stórsókn í lífskjörum.

Skoðun
Fréttamynd

Sigmundur Davíð braut ekki siðareglur með ummælum í viðtali

Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi ekki brotið siðareglur Alþings með ummælum sem hann lét falla í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 3. desember á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin kjósi um aðild að NATO

Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðkirkjan segir ríkið sýna siðlausa háttsemi

Hin íslenska þjóðkirkja telur söfnuði sína hafa greitt ríkinu yfir tíu milljarða króna síðustu ár. Auka eigi greiðslurnar um 223 milljónir króna á þessu ári. Samningaviðræður milli ríkis og kirkju hafa staðið yfir síðustu mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp fækkar í liði Flokks fólksins á þingi

Þingmannafrumvarp Ólafs Ísleifssonar felur í sér að aðstoðarmenn verði ekki fleiri en þingmenn þingflokks. Myndi núna aðeins hafa áhrif á þingflokkinn sem rak Ólaf úr flokknum. Inga Sæland segir Ólaf geta átt þetta við sjálfan sig.

Innlent
Fréttamynd

Auðvitað er lærdómur að takast á við áfall

Það kom Þórunni Egilsdóttur alþingismanni ekki á óvart þegar ber sem hún fann í brjósti reyndist illkynja. Hún er bjartsýn og ætlar að hjálpa lyfjunum að losa hana við hinn óboðna gest, með jákvæðni að vopni.

Lífið
Fréttamynd

Kór Ingu Sæland til að létta andann á Alþingi

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir mikilvægt að þingmenn og starfsmenn Alþingis brosi saman og geri eitthvað skemmtilegt og er því að stofna þingkór. Undirtektirnar gríðarlega góðar. Lagleysi er engin fyrirstaða.

Innlent
Fréttamynd

Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“

Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt

Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana.

Innlent
Fréttamynd

Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar

Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu.

Innlent
Fréttamynd

Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það

Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun.

Innlent