„Það er enginn Mitt Romney á meðal þeirra“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að samflokksmenn hans í Repúblikanaflokknum herði sig og berjist fyrir forsetann sinn á sama tíma og Demókratar vinna að því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot í starfi. Erlent 21. október 2019 21:26
Clinton ekki talin hafa misfarið með tölvupósta viljandi Tölvupóstar Hillary Clinton voru efni fjölda dálksentímetra í bandarískum dagblöðum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Erlent 21. október 2019 13:41
Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. Erlent 20. október 2019 22:30
Gagnrýnin kom Trump á óvart Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. Erlent 20. október 2019 18:15
Fundur G7 verður ekki haldinn á golfklúbbi Trump Donald Trump er hættur við að halda næsta fund leiðtoga G7 ríkjanna í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu hans. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar. Erlent 20. október 2019 11:59
Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. Erlent 19. október 2019 14:00
Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. Erlent 18. október 2019 22:58
Mattis hæddist að Trump James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hæddist að Donald Trump í gærkvöldi. Það gerði hann eftir að forsetinn kallaði Mattis "ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar á undarlegum fundi í Hvíta húsinu í fyrradag. Erlent 18. október 2019 12:05
Rick Perry kynnir afsögn viku eftir að hafa verið spurður í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt Donald Trump forseta að hann hyggist segja af sér embætti. Trump staðfesti fréttirnar sjálfur í kvöld. Erlent 17. október 2019 23:50
Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. Erlent 17. október 2019 22:29
Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump Erlent 17. október 2019 18:08
Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. Erlent 17. október 2019 16:04
Sagan á bakvið myndina umdeildu Fundur Demókrata og Donald Trump í Hvíta húsinu í gær heppnaðist ekki vel. Erlent 17. október 2019 13:45
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. Erlent 17. október 2019 11:15
Einn af leiðtogum Demókrataflokksins er látinn Bandaríski þingmaðurinn Elijah Cummings er látinn. Hann dó vegna langvarandi heilsukvilla. Erlent 17. október 2019 09:41
Segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér með Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. Erlent 16. október 2019 15:51
Hárprúðir og valdamiklir Tíðrætt er um hárprýði Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Báðir skarta þunnu ljósu hár sem stendur oft út í allar áttir. Hvort það er meðvituð tískuyfirlýsing er óstaðfest. Lífið 16. október 2019 15:15
Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. Innlent 16. október 2019 12:30
Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Einn af helstu lögfræðingum Hvíta hússins sem ákvað að takmarka aðgang að símtali Trump og Zelenskíj Úkraínuforseta er sagður í miðju rannsóknarinnar. Erlent 16. október 2019 11:04
Trump tístir sem aldrei fyrr Í dag hefur Donald Trump verið forseti Bandaríkjanna í 1.000 daga. Hann hefur aldrei verið virkari á Twitter og er að slá eigin met. Auli, hálfviti og trúður eru á meðal algengustu orðanna í búri forsetans. Erlent 16. október 2019 07:00
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. Erlent 15. október 2019 11:01
Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. Erlent 15. október 2019 07:27
Trump sagður fordæma „óhugnanlegt“ myndband sem sýnt var í golfklúbbi hans Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmi sterklega óhugnanlegt tilbúið myndband þar sem sjá má persónu sem líkist forsetanum skjóta, stinga og ráðast á fjölmiðla og pólítiska andstæðinga hans. Erlent 14. október 2019 15:30
Evrópuríki takmarka vopnasölu til Tyrklands Evrópusambandið samþykkti ekki lagalega bindandi vopnasölubann þrátt fyrir að mörg aðildarríkin séu reið Tyrkjum vegna innrásarinnar í Norður-Sýrland. Erlent 14. október 2019 14:06
Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. Erlent 14. október 2019 12:30
Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. Erlent 12. október 2019 14:18
Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna segir af sér Kevin McAleenan, starfandi Heimavarnaráðherra í Ríkisstjórn Donald Trump, hefur ákveðið að segja af sér embætti eftir hálft ár í starfi. Erlent 12. október 2019 11:12
Svar Warren við spurningu um „gamaldags hjónabönd“ sló í gegn Elizabeth Warren sló í gegn á meðal áhorfenda þegar pallborðsumræður CNN um málefni hinsegin fólks fóru fram. Erlent 11. október 2019 21:11
Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. Erlent 10. október 2019 23:46
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. Innlent 10. október 2019 20:30