Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. Enski boltinn 26. apríl 2023 19:31
Spurðu Guardiola að því hvernig sé hægt að stoppa Haaland Manchester City tekur á móti Arsenal í kvöld í óbeinum úrslitaleik um enska meistaratitilinn. Enski boltinn 26. apríl 2023 15:00
Arteta: Leikurinn gegn City mun ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni Flestir líta á leik Manchester City og Arsenal í kvöld sem úrslitaleik um Englandsmeistaratitilinn í ár. Knattspyrnustjóri Arsenal er þó ekki á því að þessi leikur ráði endanlega úrslitum. Enski boltinn 26. apríl 2023 11:31
Vardy bjargaði stigi fyrir Leicester | Aston Villa heldur enn í Evrópudrauma Jamie Vardy reyndist hetja Leicester er hann bjargaði stigi fyrir liðið gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Aston Villa setur stefnuna á Evrópukeppni á næsta tímabili eftir 1-0 sigur gegn Fulham. Fótbolti 25. apríl 2023 21:41
Jói Berg og félagar deildarmeistarar í ensku B-deildinni Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í ensku B-deildinni í knattspyrnu með 1-0 útisigri gegn Blackburn. Fótbolti 25. apríl 2023 20:55
Bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum sem mættu á afhroðið gegn Newcastle Leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham hafa boðið stuðningsmönnum sínum sem ferðuðust til Newcastle og sáu liðið niðurlægt gegn heimamönnum að endurgreiða þeim miðaverðið. Fótbolti 25. apríl 2023 18:01
Skilinn eftir heima eftir frekjukast Jonjo Shelvey, leikmaður Nottingham Forest, var settur út úr leikmannahópi nýliðanna fyrir leikinn gegn Liverpool eftir að honum var tjáð að hann yrði ekki í byrjunarliðinu. Enski boltinn 25. apríl 2023 16:00
Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. Enski boltinn 25. apríl 2023 14:31
Sonur Dagnýjar innblásturinn að nýrri fatalínu hennar Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur stofnað sína eigin fatalínu. Brynjar Atli Ómarsson, sonur hennar, er innblásturinn á bakvið fatalínuna. Enski boltinn 25. apríl 2023 07:31
Nagelsmann boðið að taka við Tottenham Samkvæmt þýskum fjölmiðlum var Julian Nagelsmann, fyrrverandi þjálfara Bayern München, boðið að taka við Tottenham Hotspur eftir afhroðið gegn Newcastle United um liðna helgi. Nagelsmann afþakkaði boðið en virðist vera tilbúinn að ræða betur við félagið í sumar. Enski boltinn 24. apríl 2023 23:01
Spurs rak vin Contes eftir afhroðið gegn Newcastle Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham hefur rekið bráðabirgðastjórann Cristian Stellini úr starfi. Enski boltinn 24. apríl 2023 16:31
Weghorst kyssti boltann fyrir vítið örlagaríka hjá March Wout Weghorst skoraði ekki bara úr sinni spyrnu í vítakeppninni í leik Brighton og Manchester United í ensku bikarkeppninni í gær heldur gæti hann hafa truflað Solly March áður en honum brást bogalistin á punktinum. Enski boltinn 24. apríl 2023 15:01
Fyrsta sinn sem Man Utd fer áfram eftir vítaspyrnukeppni í enska bikarnum Sagan var ekki beint með Manchester United þegar flautað var til loka framlengingar í leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag. Enski boltinn 24. apríl 2023 12:09
Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. Enski boltinn 24. apríl 2023 10:31
Chelsea með augastað á Neymar Eins ótrúlegt og það hljómar þá gæti enska knattspyrnufélagið Chelsea reynt að festa kaup á Brasilíumanninum Neymar í sumar. Enski boltinn 24. apríl 2023 08:30
„Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. Enski boltinn 24. apríl 2023 07:30
Segir Tottenham að skammast sín og hjólar í stjórn félagsins Jamie Carragher, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi sparkspekingur Sky Sports segir enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham að skammast sín en liðið tapaði í gær 6-1 fyrir Newcastle United. Enski boltinn 24. apríl 2023 07:01
Dagný og stöllur biðu afhroð gegn Manchester City Íslenska atvinnu- og landsliðskonan í knattspyrnu, Dagný Brynjarsdóttir, var í byrjunarliði West Ham United sem steinlá gegn Manchester City í efstu deild Englands í dag. Lokatölur 6-2 sigur Manchester City. Fótbolti 23. apríl 2023 21:45
Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. Enski boltinn 23. apríl 2023 18:20
Newcastle niðurlægði Tottenham og stefnan er sett á Meistaradeildina Newcastle vann vægast sagt sannfærandi sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 6-1 í leik sem var nánast búinn áður en hann byrjaði og Newcastle er nú í kjörstöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Enski boltinn 23. apríl 2023 14:54
Segir „hárblásarameðferð“ Fergusons stundum nauðsynlega Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki vera hræddur við að nota hina frægu „hárblásarameðferð“ á leikmenn sína. Sir Alex Ferguson notaði meðferðina í ófá skipti og Ten Hag segir hana stundum nauðsynlega til að koma skilboðum til leikmanna til skila. Fótbolti 23. apríl 2023 11:45
Segja Jóhann Berg og félaga sæta rannsókn fyrir hagræðingu úrslita Enski miðillinn The Daily Mail fullyrðir að Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley sæti nú rannsókn fyrir hagræðingu úrslita eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Reading í ensku B-deildinni fyrr í mánuðinum. Fótbolti 23. apríl 2023 10:30
Telja sig hafa leyst ráðgátuna um grímuklædda rapparann Grímuklæddur rappari sem rappar um það að vera leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur valdið því að margir reyna nú að átta sig á því hver maðurinn á bak við grímuna sé í raun og veru. Nú telja samfélagsmiðlanotendur að þeir séu búnir að ráða gátuna. Fótbolti 23. apríl 2023 09:01
Gleðitár féllu er Hollywood-lið Wrexham batt enda á fimmtán ára útlegð sína Velska knattspyrnufélagið Wrexham tryggði sér í dag sæti í ensku D-deildinni á næsta tímabili með sigri á Boreham Wood. Þar með bindur liðið enda á 15 ára útlegð sína frá ensku deildarkeppninni. Enski boltinn 22. apríl 2023 19:59
Jóhann Berg spilaði er Burnley tapaði óvænt stigum Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Jóhann Berg Guðmundsson, var í byrjunarliði Burnley sem tapaði fyrir QPR í ensku B-deildinni í dag. Lokatölur á Turf Moor 2-1, QPR í vil. Enski boltinn 22. apríl 2023 16:48
Naumur sigur Liverpool gegn nýliðunum Liverpool vann nauman 3-2 sigur er liðið tók á móti nýliðum Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 22. apríl 2023 16:00
Mahrez skaut Manchester City í úrslitaleikinn Manchester City er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir öruggan 3-0 sigur á Sheffield United í undanúrslitum keppninnar í dag. Enski boltinn 22. apríl 2023 15:16
Annar sigur Fulham í röð Eftir fimm tapleiki í röð í öllum keppnum vann Fulham sinn annan sigur í röð er liðið vann 2-1 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 22. apríl 2023 13:31
Arsenal þurfi nánast kraftaverk til að vinna City Eftir að hafa tapað sex stigum í seinustu þremur leikjum hefur Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, galopnað titilbaráttuna. Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City eru nú aðeins fjórum stigum á eftir Lundúnaliðinu, en liðin mætast næstkomandi miðvikudag í leik sem gæti farið langleiðina með að tryggja öðru hvoru liðinu Englandsmeistaratitilinn. Fótbolti 22. apríl 2023 13:01
Arsenal rennir hýru auga til Mount Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, er sagt fylgjast náið með stöðu mála hjá Mason Mount, leikmanni nágrannaliðs þeirra Chelsea. Fótbolti 22. apríl 2023 11:32