Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Skilinn eftir heima eftir frekjukast

    Jonjo Shelvey, leikmaður Nottingham Forest, var settur út úr leikmannahópi nýliðanna fyrir leikinn gegn Liverpool eftir að honum var tjáð að hann yrði ekki í byrjunarliðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Nagels­mann boðið að taka við Totten­ham

    Samkvæmt þýskum fjölmiðlum var Julian Nagelsmann, fyrrverandi þjálfara Bayern München, boðið að taka við Tottenham Hotspur eftir afhroðið gegn Newcastle United um liðna helgi. Nagelsmann afþakkaði boðið en virðist vera tilbúinn að ræða betur við félagið í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tróð sér inn á blaða­manna­fund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leik­manna

    Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Vorum stað­ráðnir í að vinna þennan leik“

    Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Segir „hárblásarameðferð“ Fergusons stundum nauðsynlega

    Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki vera hræddur við að nota hina frægu „hárblásarameðferð“ á leikmenn sína. Sir Alex Ferguson notaði meðferðina í ófá skipti og Ten Hag segir hana stundum nauðsynlega til að koma skilboðum til leikmanna til skila.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Telja sig hafa leyst ráð­gátuna um grímu­klædda rapparann

    Grímu­klæddur rappari sem rappar um það að vera leik­maður í ensku úr­vals­deildinni í knatt­spyrnu, hefur valdið því að margir reyna nú að átta sig á því hver maðurinn á bak við grímuna sé í raun og veru. Nú telja sam­fé­lags­miðla­not­endur að þeir séu búnir að ráða gátuna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Annar sigur Fulham í röð

    Eftir fimm tapleiki í röð í öllum keppnum vann Fulham sinn annan sigur í röð er liðið vann 2-1 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal þurfi nánast kraftaverk til að vinna City

    Eftir að hafa tapað sex stigum í seinustu þremur leikjum hefur Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, galopnað titilbaráttuna. Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City eru nú aðeins fjórum stigum á eftir Lundúnaliðinu, en liðin mætast næstkomandi miðvikudag í leik sem gæti farið langleiðina með að tryggja öðru hvoru liðinu Englandsmeistaratitilinn.

    Fótbolti