Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Liverpool verður án Van Dijk í rúman mánuð

    Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool þarf að reiða sig af án hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk í meira en mánuð eftir að leikmaðurinn meiddist aftan á læri í 3-1 tapi liðsins gegn Brentford síðastliðinn mánudag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Segir framtíð sína hjá félaginu ekki vera í sínum höndum

    Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Manchester United í FA-bikarnum í kvöld. Eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu velta margir fyrir sér hvort þjálfarinn sé við það að missa vinnuna, en Lampard segir það ekki vera í sínum höndum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Allslaus Alli sem enginn vill

    Tyrkneska félagið Besiktas er sagt vilja losna við enska miðjumanninn Dele Alli samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Hann er á láni frá Everton sem hefur enn minni áhuga á að endurheimta kappann.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Nottingham Forest úr fallsæti eftir góðan útisigur

    Nottingham Forest lyfti sér úr fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir góðan útisigur á Southampton. Leeds gerði jafntefli við West Ham á heimavelli og þá var niðurstaðan einnig jafntefli í leik Aston Villa og Úlfanna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Flóðgáttirnar opnuðust hjá Tottenham

    Tottenham Hotspur vann 4-0 stórsigur á útivelli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Tottenham eftir að deildin fór af stað á nýjan leik eftir hlé.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van Dijk líklega frá í nokkrar vikur

    Meiðsli sem Virgil Van Dijk varð fyrir í leik Liverpool og Brentford virðast alvarlegri en talið var í fyrstu. Tölfræðin sýnir að Liverpool sækir mun fleiri stig með Van Dijk en án hans.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ó­sáttur Klopp segir Brent­ford „beygja reglurnar“

    Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var verulega ósáttur með 3-1 tap sinna manna gegn Brentford í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Þó myndbandsdómari leiksins hafi tvívegis tekið mark af Brentford í kvöld sá Klopp sig samt sem áður tilneyddan til að gagnrýna dómgæsluna og leikstíl Brentford að leik loknum.

    Enski boltinn