Stærsti sjónvarpssamningur sögunnar fyrir kvennadeild: „Stórkostlegt skref fram á við“ Sky Sports og BBC hafa keypt réttinn á ensku ofurdeildinni til þriggja ára. Talið er að samningurinn sé um 24 milljóna punda virði og er þetta stærsti sjónvarpssamningur sem gerður hefur verið fyrir kvennadeild í heiminum. Enski boltinn 22. mars 2021 12:33
Mestar líkur á enskum úrslitaleik í Meistaradeildinni Manchester City er sem fyrr sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í vor en það eru líka mestar líkur á að tvö lið úr ensku úrvalsdeildinni spili til úrslita í Tyrklandi. Fótbolti 22. mars 2021 11:00
Solskjær varði ákvörðun sína að hvíla Bruno í gær: Hann er manneskja Manchester United datt út úr enska bikarnum í gærkvöldi en margir gagnrýndi knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær fyrir það að nota ekki sinn besta mann á móti Leicester. Enski boltinn 22. mars 2021 09:31
Rafa Benitez segist bíða eftir spennandi starfi í ensku úrvalsdeildinni Fyrrum stjóri Newcastle, Chelsea og Liverpool leitar nú logandi ljósi að nýju starfi og vonast eftir því að spennandi verkefni í ensku úrvalsdeildinni komi upp í hendurnar á honum sem allra fyrst. Enski boltinn 22. mars 2021 07:00
Solskjær kennir þreytu um frammistöðu Man Utd gegn Leicester Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir sitt lið hafa verið þjakað af þreytu í leik liðsins gegn Leicester í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag. Enski boltinn 21. mars 2021 23:00
Tottenham í litlum vandræðum með Aston Villa Tottenham gerði góða ferð til Birmingham borgar þar sem liðið heimsótti Aston Villa í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 21. mars 2021 21:20
Iheanacho skaut Man Utd úr bikarnum - Mæta Southampton í undanúrslitum Manchester United er úr leik í enska bikarnum eftir 3-1 tap fyrir Leicester City í síðasta leik 8-liða úrslitanna. Enski boltinn 21. mars 2021 18:56
Ótrúleg endurkoma Arsenal Arsenal bjargaði þegar þeir heimsóttu West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn höfðu komist í 3-0, en tvö sjálfsmörk og mark frá Alexandre Lacazette björguðu stigi fyrir skytturnar. Enski boltinn 21. mars 2021 17:02
Thomas Tuchel enn ósigraður og Chelsea komnir í undanúrslit Chelsea er næst seinasta liðið sem kemst í undanúrslit FA bikarsins. Þeir bláklæddu fengu Sheffield United í heimsókn á Stamford Bridge og unnu 2-0 sigur. Fyrra mark leiksins kom á 24. mínútu, en það var Oliver Norwood sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Hakim Ziyech gulltrygði sigurinn í uppbótartíma. Enski boltinn 21. mars 2021 15:30
Í beinni: West Ham - Arsenal | Hamrana dreymir enn um Meistaradeildarsæti Lundúnaliðin West Ham og Arsenal mætast í mikilvægum leik í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 21. mars 2021 14:31
Pickford gæti verið frá í sex vikur Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, gæti verið frá í sex vikur eftir að hafa meist í leik gegn Burnley á dögunum. Meiðslin þýða að hann er nú í kapphlaupi við tímann um að koma sér í stand og sýna að hann eigi að vera í enska landsliðshópnum á EM í sumar. Fótbolti 21. mars 2021 11:00
Ancelotti segir Manchester City vera besta lið í heimi Everton féll út úr FA bikarnum í gær eftir 0-2 tap gegn Machester City. Lærisveinar Pep Guardiola virðast vera óstöðvandi þessa stundina og Carlo Ancelotti, þjálfari Everton, hrósaði andstæðingum sínum upp í hástert. Fótbolti 21. mars 2021 10:01
Brighton lék sér að Newcastle í fallbaráttuslagnum Brighton fékk lánlausa Newcastle menn í heimsókn í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið eru ansi nálægt fallsvæðinu. Enski boltinn 20. mars 2021 21:57
Man City komið í undanúrslit eftir torsóttan sigur á Everton Manchester City varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins þegar liðið vann 0-2 sigur á Everton á Goodison Park. Enski boltinn 20. mars 2021 19:26
Jón Daði og félagar upp um þrjú sæti Millwall vann í dag góðan 1-0 sigur á heimavelli gegn Middlesbrough. Sigurinn lyftir liðinu upp úr þrettánda sæti, upp í það tíunda. Fótbolti 20. mars 2021 16:56
Guardiola sér ekki eftir Sancho Manchester City mætir Borussia Dortmund í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Jadon Sancho hefur verið að gera frábæra hluti með Dortmund eftir að hann kom þangað frá Manchester City árið 2017. Pep Guardiola segist ekki sjá eftir því að hafa misst Sancho. Fótbolti 20. mars 2021 15:00
Southampton fyrsta liðið í undanúrslit FA bikarsins Southampton heimsótti granna sína í Bournemouth í FA bikarnum í dag. Bournemouth var eina B-deildar liðið sem eftir var í keppninni, en þeir voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Úrvalsdeildarlið Southampton. Enski boltinn 20. mars 2021 14:35
Leeds goðsögnin Peter Lorimer látinn Peter Lorimer, markahæsti leikmaður í sögu Leeds United, er látinn 74 ára að aldri. Lorimer skoraði 238 mörk í 705 leikjum fyrir félagið, en hann hafði glímt við langvarandi veikindi. Fótbolti 20. mars 2021 13:52
Bamford vonast til að spila á EM í sumar Patrick Bamford skoraði eitt og lagði upp annað í sigri Leed gegn Fulham í gærkvöldi. Bamford hefur nú skorað 14 mörk í deildinni á þessu tímabili, en Harry Kane er eini enski framherjinn sem hefur skorað meira. Fótbolti 20. mars 2021 10:31
Segir Luke Shaw hafa tekið fram úr Andy Robertson Owen Hargreaves segir að Luke Shaw sé besti bakvörður ensku úrvalsdeildarinnar þessa vikurnar og hafi þar með tekið fram úr Andy Robertson hjá Liverpool. Enski boltinn 20. mars 2021 07:01
Loksins sótti Leeds sigur til London Leeds vann sinn fyrsta sigur í höfuðborg Englands, London, síðan í desember 2017 er liðið vann 2-1 sigur á Fulham í kvöld. Enski boltinn 19. mars 2021 21:56
Óttast um Kane og Son: „Svona leikir hjálpa ekki“ Peter Crouch, fyrrum enskur landsliðsmaður, segir að tap Tottenham gegn Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni í gær hjálpi ekki félaginu í að halda leikmönnum eins og Harry Kane og Son Heung-min hjá félaginu. Enski boltinn 19. mars 2021 20:31
Klopp harður á því að taka sér ársleyfi eftir Liverpool Þýska knattspyrnugoðsögnin Lothar Matthäus fékk Jürgen Klopp í viðtal og þar talaði knattspyrnustjóri Liverpool um framtíð sína. Hann segist hafa gert samkomulag við fjölskyldu sína. Enski boltinn 19. mars 2021 11:01
Dagný og María mætast í Leikhúsi draumanna Kvennalið Manchester United leikur í fyrsta sinn á Old Trafford þegar það mætir West Ham United í ensku ofurdeildinni um þarnæstu helgi. Enski boltinn 18. mars 2021 15:31
Tveir nýliðar í enska landsliðinu og Stones, Lingard og Shaw snúa aftur Tveir nýliðar eru í enska landsliðshópnum sem var tilkynntur í dag. John Stones, Jesse Lingard og Luke Shaw snúa aftur í landsliðið eftir nokkra fjarveru. Enski boltinn 18. mars 2021 14:19
LeBron James meðeigandi í félaginu sem á Liverpool Körfuboltastjarnan LeBron James er komin með sterkari rödd í eigendahópi Liverpool eftir að hafa gerst meðeigandi í Fenway Sports Group, sem á enska knattspyrnufélagið. Enski boltinn 17. mars 2021 10:01
Watford upp í annað sætið eftir stórsigur á meðan Brentford missteig sig Það voru sviptingar í toppbaráttunni í ensku B-deildinni í kvöld. Brenford henti frá sér tveggja marka forystu gegn Derby County og Watford komst upp í annað sæti deildarinnar eftir 4-1 útisigur á Rotherham. Enski boltinn 16. mars 2021 21:17
Man. Utd vill ráða útsendara sem finnur efnilega sex ára stráka Nýtt starf hefur verið auglýst hjá Manchester United en þar á bæ vilja menn finna framtíðarleikmenn snemma. Enski boltinn 16. mars 2021 17:01
Pep ekki sammála leikmanni sínum á blaðamannafundi Oleksandr Zinchenko segir að Manchester City geti unnið fernuna á þessu tímabili en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola er ekki sammála honum. Enski boltinn 16. mars 2021 11:30
Diogo Jota var á eftir Salah en undan Mane Diogo Jota er mættur á ný inn á völlinn og bjargaði þremur stigum fyrir Englandsmeistarana í gærkvöldi. Enski boltinn 16. mars 2021 09:30