Í skýjunum með að hafa endurheimt Jökul Markvörðurinn Jökull Andrésson er mættur aftur til Exeter City að láni frá Reading og gildir lánssamningurinn til loka þessa tímabils. Fótbolti 29. janúar 2021 17:00
Gylfi aldrei verið ánægðari hjá Everton Gylfi Þór Sigurðsson segist líklega aldrei hafa verið eins ánægður hjá síðan hann kom til liðsins og nú. Enski boltinn 29. janúar 2021 16:00
Góð vika varð enn betri fyrir Jóhann Berg Jóhann Berg Guðmundsson skrifar í dag undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarliðið Burnley. Enski boltinn 29. janúar 2021 13:50
Fór heim í fússi eftir að Mourinho tók hann af velli í hálfleik Serge Aurier fór heim í fússi eftir að José Mourinho tók hann af velli í hálfleik í leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 29. janúar 2021 10:01
Níu ára afmæliskaka Dagnýjar bræddi örugglega hjörtu West Ham fólks Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var kynnt til leiks sem leikmaður West Ham í gærkvöldi og það með sérstökum hætti. Enski boltinn 29. janúar 2021 09:31
VAR búið að taka fleiri mörk af Liverpool í vetur en af nokkru liði allt síðasta tímabil Markið sem var dæmt af Mohamed Salah í leik Tottenham og Liverpool í gær er sjötta markið sem VAR tekur af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Enski boltinn 29. janúar 2021 08:31
Matip líklega alvarlega meiddur Eftir sigurinn á Tottenham í gær sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, að varnarmaðurinn Joël Matip væri alvarlega meiddur. Enski boltinn 29. janúar 2021 07:31
Dagskráin í dag: Stórleikur í Garðabænum, Dominos Körfuboltakvöld ásamt ítalska og enska boltanum Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum á þessum fína föstudegi. Sport 29. janúar 2021 06:01
Lingard til West Ham á láni Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, hefur skrifað undir lánssamning við West Ham United. Gildir samningurinn þangað til í sumar. Enski boltinn 28. janúar 2021 23:31
„Við áttum þetta skilið“ Trent Alexander-Arnold skoraði og lagði upp er Englandsmeistarar Liverpool unnu sinn fyrsta leik á árinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið heimsótti Tottenham Hotspur. Hann segir Liverpool hafa átt 3-1 sigurinn skilið. Enski boltinn 28. janúar 2021 22:30
Loks vann Liverpool leik Liverpool vann Tottenham Hotspur 3-1 á útivelli í kvöld er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti sigur Liverpool síðan liðið vann Crystal Palace 7-0 á útivelli þann 19. desember. Enski boltinn 28. janúar 2021 22:00
Dagný Brynjarsdóttir til West Ham United Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er gengin til liðs við West Ham United sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 28. janúar 2021 19:35
Maguire ósáttur: „Dómarinn mun sjá að hann gerði mistök“ Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var langt frá því að vera sáttur með dómara leiksins gegn Sheffield United í gær, Peter Bankes. Enski boltinn 28. janúar 2021 11:01
Leikmaður United varð fyrir kynþáttaníði eftir tapið í gær Axel Tuanzebe, leikmaður Manchester United, varð fyrir kynþáttaníði eftir tap liðsins fyrir Sheffield United, 1-2, í gær. Enski boltinn 28. janúar 2021 09:28
Mourinho heldur áfram að gagnrýna Klopp: „Þegar ég hegðaði mér ekki vel var mér refsað“ José Mourinho segist ekki fá sömu meðferð og kollegar sínir, meðal annars Jürgen Klopp. Enski boltinn 28. janúar 2021 09:00
Martial sakaður um leti Rio Ferdinand sakaði Anthony Martial, leikmann Manchester United, um leti í öðru markinu sem liðið fékk á sig í tapinu óvænta fyrir Sheffield United, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 28. janúar 2021 08:30
Draumadagur Jóhanns Berg: Varð pabbi um morguninn og fagnaði sigri um kvöldið Jóhann Berg Guðmundsson gleymir gærdeginum, 27. janúar, eflaust ekki í bráð. Enski boltinn 28. janúar 2021 07:30
Klopp rakar inn auglýsingatekjum Jurgen Klopp fær ekki bara góð laun hjá Liverpool. Hann nefnilega rakar líka inn auglýsingatekjum og á síðasta ári nældi hann sér í tæpar sjö milljónir punda fyrir auglýsingar ofan á þær sextán milljónir punda frá Liverpool. Enski boltinn 27. janúar 2021 23:01
Man. United tapaði gegn botnliðinu Sheffield United, botnliðið í ensku úrvalsdeildinni, gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur á Manchester United á útivelli. Enski boltinn 27. janúar 2021 22:12
Everton og Leicester skildu jöfn Everton og Leicester gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í toppbaráttuslag á Goodison Park í kvöld. Everton komst yfir í fyrri hálfleik en Leicester jafnaði í þeim síðari. Enski boltinn 27. janúar 2021 22:09
Markalaust í fyrsta leik Tuchel | Frábær sigur Jóhanns og félaga Chelsea tókst ekki að vinna Úlfana í fyrsta leik liðsins undir stjórn Thomas Tuchels sem tók við liðinu af Frank Lampard sem var rekinn fyrr í vikunni. Á sama tíma vann Burnley frábæran sigur á Aston Villa á heimavelli. Enski boltinn 27. janúar 2021 19:56
„Fjölleikahúsið heldur áfram“ Einhverjir stuðningsmenn Chelsea virðast ekki vera ánægðir hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá félaginu en hengdur var upp borði fyrir utan heimavöll félagsins eftir að Frank Lampard var rekinn á mánudag. Enski boltinn 27. janúar 2021 18:30
Mættur til Arsenal og getur mætt Man. Utd Norski landsliðsmaðurinn Martin Ödegaard er mættur til Lundúna þar sem hann verður að láni hjá Arsenal frá Real Madrid út þessa leiktíð. Enski boltinn 27. janúar 2021 12:15
Breyttu reglunum eftir umdeilt mark Man City Enska úrvalsdeildin hefur ákveðið að breyta reglum varðandi rangstöðu eftir umdeilt mark Bernardo Silva í 2-0 sigri Manchester City á Aston Villa þann 20. janúar síðastliðinn. Enski boltinn 27. janúar 2021 08:01
Arsenal hefndi fyrir tapið í bikarnum Arsenal hefndi fyrir tapið gegn Southampton í FA-bikarnum með 3-1 sigri á sama liði í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 26. janúar 2021 22:20
Man City skoraði fimm er það fór á toppinn Manchester City vann þægilegan 5-0 útisigur á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn lyftir liðinu á topp deildarinnar. Enski boltinn 26. janúar 2021 22:05
Jón Daði kom inn af bekknum og Wilshere kom Bournemouth áfram gegn D-deildarliðinu Jón Daði Böðvarsson lék síðustu 18 mínúturnar í markalausu jafntefli Milwall og Watford í ensku B-deildinni. Jack Wilshere skoraði annað mark Bournemouth í 2-1 sigri á D-deildarliði Crawley Town. Enski boltinn 26. janúar 2021 21:00
Loks vann Leeds og West Ham komið í Meistaradeildarsæti Tveimur af fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni er lokið í kvöld. Leeds United vann loks leik er liðið lagði Newcastle United 2-1 á útivelli. West Ham United vann 3-2 útisigur á Crystal Palace. Enski boltinn 26. janúar 2021 20:00
Rashford ekki alvarlega meiddur og klár í leik morgundagsins Marcus Rashford er ekki alvarlega meiddur og er klár í leik Manchester United gegn Sheffield United annað kvöld. Rashford var tekinn af velli undir lok leiks í 3-2 sigri Man Utd á Liverpool í FA-bikarnum vegna meiðsla í hné. Enski boltinn 26. janúar 2021 18:30
Stjóri Wycombe sagði að Mourinho gæti spilað á tambúrínu í hljómsveitinni sinni Eftir leikinn gegn Tottenham í ensku bikarkeppninni grínaðist Gareth Ainsworth, knattspyrnustjóri Wycombe Wanderers, með að José Mourinho gæti fengið að spila á tambúrínu í hljómsveitinni sinni. Enski boltinn 26. janúar 2021 16:30