Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Myndaveisla frá Einvíginu á Nesinu

Þórður Rafn Gissurarson kom, sá og sigraði í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í dag. Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit þar sem Arnór Ingi Finnbjörnsson, félagi Þórðar úr GR, mátti játa sig sigraðan.

Golf
Fréttamynd

Örn Ævar sjóðandi heitur í höggleiknum

Örn Ævar Hjartarson úr GS sigraði í höggleik Einvígisins á Nesinu sem leikinn var á Nesvellinum í morgun. Örn Ævar spilaði holurnar níu á 31 höggi eða fimm undir pari vallarins.

Golf
Fréttamynd

Fyrsti GR-ingurinn til að vinna í 27 ár

Haraldur Franklín Magnús úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni urðu í gær Íslandsmeistarar í golfi eftir æsispennandi keppni og mikla dramatík á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu.

Golf
Fréttamynd

Haraldur Franklín Íslandsmeistari í golfi 2012

Haraldur Franklín Magnús úr GR er nýr Íslandsmeistari í golfi en hann hafði betur í hörkukeppni við Rúnar Arnórsson úr Keili á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Haraldur Franklín lék holurnar 72 á sjö höggum undir pari og lék á einu höggi betur en Rúnar.

Golf
Fréttamynd

Anna Sólveig vann umspilið á móti Tinnu og tók 2. sætið hjá konunum

Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili endaði í öðru sæti í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu eftir sigur á Tinnu Jóhannsdóttur í umspili um annað sætið en báðar léku þær holurnar 72 á 14 höggum yfir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir lék á einu höggi betur og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn fyrr í dag.

Golf
Fréttamynd

Valdís Þóra er Íslandsmeistari kvenna í golfi árið 2012

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er Íslandsmeistari kvenna í golfi 2012 eftir gríðarlega spennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Valdís Þóra var að vinna titilinn í annað skiptið en hún varð líka Íslandsmeistari í Grafarholti fyrir þremur árum.

Golf
Fréttamynd

Rúnar og Haraldur áfram hlið við hlið á toppnum

Rúnar Arnórsson úr Keili og Haraldur Franklín Magnús úr GR eru enn jafnir á toppnum þegar þeir hafa leikið níu holur á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Báðir hafa þeir leikið á einu höggi undir pari í dag og þar með sex höggum samanlagt. Það er hægt að fylgjast með lokadeginum í beinni útsendingu á Stöð2 Sport sem og hér inn á Vísi.

Golf
Fréttamynd

Þórður Rafn tapaði ekki höggi á 27 holum í röð

GR-ingurinn Þórður Rafn Gissurarson er eins og er í þriðja sætinu á Íslandsmótinu í höggleik en lokadagurinn er kominn á fullt á Strandarvelli á Hellu. Það er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð2 Sport sem og hér inn á Vísi.

Golf
Fréttamynd

Íslandsmótið í höggleik: Lokadagurinn í beinni á Vísi

Fjórði og síðasti dagurinn á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Það er mikil spenna í bæði karla- og kvennaflokki en nýir Íslandsmeistarar verða krýndir í kvöld.

Golf
Fréttamynd

Anna Sólveig byrjar best hjá konunum

Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili er með eitt högg í forskot eftir fyrstu átta holurnar á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik en Anna Sólveig hefur leikið átta fyrstu holur dagsins á einu höggi undir pari. Útsending Stöð 2 Sport og Vísis frá lokadeginum hefst klukkan 15.00.

Golf
Fréttamynd

Keilis-systkinin með tólf fugla saman í dag

Rúnar Arnórsson og Signý Arnórsdóttir systir hans voru í miklu fuglastuði á þriðja degi Íslandsmótsins í höggleik í dag. Rúnar fékk sjö fugla og Signý var með fimm fugla. Rúnar er í efsta sæti hjá körlunum en Signý er sjötta hjá konunum.

Golf
Fréttamynd

Haraldur Franklín: Fór í fisk til ömmu í gær

Haraldur Franklín Magnús úr GR átti frábæran dag á Íslandsmótinu í höggleik á Hellu en hann fékk tvo erni og fimm fugla og lék hringinn á sex höggum undir pari. Haraldur Magnús er jafn Rúnari Arnórssyni í efsta sæti fyrir lokadaginn. Haraldur var í viðtali hjá Sigurði Elvari Þórólfssyni í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá mótinu.

Golf
Fréttamynd

Tinna: Pútterinn var heitur

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili lék best allra í kvennaflokki á þriðja degi Íslandsmótsins í höggleik og hún var í viðtali hjá Sigurði Elvari Þórólfssyni í útsendingu Stöð 2 Sport frá mótinu. Tinna er einu höggi á eftir Valdísi Þóru fyrir lokadaginn.

Golf
Fréttamynd

Valdís Þóra á eitt högg á Tinnu fyrir lokadaginn

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er með eitt högg í forskot á Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Strandarvelli á Hellu. Þær voru fyrst skráðar jafnar en þegar betur var að gáð kom í ljós að mótshaldarar voru ekki með rétt skor skráð á Tinnu.

Golf
Fréttamynd

Tinna að spila frábærlega og búin að ná Önnu Sólveigu

Tinna Jóhannsdóttir er komin upp að hlið Önnu Sólveigu Snorradóttur þegar þriðji hringurinn er hálfnaður í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Helli. Það má fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi.

Golf
Fréttamynd

Kylfusveinn Kristins verður í dómarabúningnum í dag

Körfuboltadómarinn Kristinn Óskarsson hefur slegið í gegn á fyrstu tveimur dögunum á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Kristinn hefur leikið fyrstu tvo hringina á einu höggi undir pari og er aðeins einu höggi á eftir efsta manni þegar keppni er hálfnuð.

Golf
Fréttamynd

Sigmundur efstur á Hellu | gríðarleg spenna á toppnum

Sigmundur Einar Másson úr GKG er efstur þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik í golfi á Strandarvelli á Hellu. Íslandsmeistarinn frá árinu 2006 er með eitt högg í forskot á Kristinn Óskarsson sem er úr GS. Sigmundur er samtals á 3 höggum undir pari en hann lék á 69 höggum í dag eða einu höggi undir pari. Kristinn, sem er betur þekktur sem körfuknattleiksdómari, hefur leikið báða hringina á 69 höggum. Rúnar Arnórsson úr Keili, sem var í efsta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn er í þriðja sæti á einu höggi undir pari vallar.

Golf
Fréttamynd

Sigmundur Einar ætlar sér að landa titlinum á Hellu

Sigmundur Einar Másson úr GKG er til alls líklegur á lokadögunum tveimur á Íslandsmótinu í höggleik. Sigmundur, sem sigraði á Íslandsmótinu árið 2006, lék á 69 höggum í dag eða -1 og er hann samtals á -3 og er hann þessa stundina í efsta sæti mótsins.

Golf
Fréttamynd

Æfingalaus körfuboltadómari stimplaði sig inn í toppbaráttuna

Kristinn Óskarsson hefur komið skemmtilega á óvart á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Íslandsmótinu í höggleik í golfi. Kristinn, sem er betur þekktur sem einn reyndasti körfuknattleiksdómari landsins er þegar þetta er skrifað í efsta sæti mótsins ásamt fleiri kylfingum. Kristinn, sem leikur fyrir GS, er með 1,3 í forgjöf, hefur leikið báða hringina á Strandarvelli á Hellu á 1 höggi undir pari vallar.

Golf
Fréttamynd

Hnífjafnt á Hellu | Anna og Valdís deila efsta sætinu

Anna Sólveig Snorradóttir, 17 ára kylfingur úr Keili, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Anna Sólveig og Valdís eru samtals á 6 höggum yfir pari vallar en tveimur höggum þar á eftir kemur Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO.

Golf
Fréttamynd

Fimmtán ára gengið stendur sig vel á Hellu

Það vekur athygli að fimm kylfingar sem taka þátt á Íslandsmótinu í golfi eru aðeins fimmtán ára gamlir en þau er öll fædd árið 1997. Þrír drengir eru karlaflokknum og tvær stúlkur. Árangur þeirra er með ágætum og það er greinilegt að ný kynslóð afrekskylfinga bíður handan við hornið.

Golf
Fréttamynd

Axel stimplaði sig inn í baráttuna með frábærum hring

Axel Bóasson, Íslandsmeistari í höggleik, lét verkin tala í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins þar sem hann lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Axel var í miklu stuði í dag og fékk hann alls sjö fugla á hringnum. Axel er samtals á pari Strandarvallar en hann hóf titilvörnina frekar illa í gær þar sem hann lék á 74 höggum.

Golf
Fréttamynd

Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum

Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3.

Golf
Fréttamynd

Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa

Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1.

Golf
Fréttamynd

Mikil spenna í kvennaflokknum á Hellu | Valdís í efsta sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er í efsta sæti í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni. Valdís Þóra lék Strandarvöll á Hellu á einu höggi yfir pari eða 71 höggi. Guðrún Pétursdóttir úr GR og Tinna Jóhnnsdóttir úr Keili eru báðar á 73 höggum eða 3 höggum yfir pari vallar.

Golf