Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Ála­borg marði Ribe-Esb­jerg án Arons

Íslendingaliðin Álaborg og Ribe-Esbjerg mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Heimamenn voru án Arons Pálmarsson en það kom ekki að sök þar sem þeir unnu eins marks sigur, 29-28.

Handbolti
Fréttamynd

Flautu­mark tryggði Rúmeníu sigur

Rúmenía vann Spán með minnsta mun í milliriðli Evrópumóts kvenna í handbolta. Sigurmarkið kom í þann mund sem lokaflautið gall. Fyrr í dag vann Þýskaland sannfærðan sigur á Hollandi.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó fór á kostum í fyrsta leik Rúnars | Gummersbach hafði betur í Íslendingaslag

Nýliðar Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar og með þá Elliða Snæ Vignisson og Hákon Daða Styrmisson innanborðs, unnu virkilega sterkan tveggja marka sigur er liðið tók á móti Teiti Erni Einarssyni og félögum hans í Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-29. Þá fór Viggó Kristjánsson á kostum er Leipzig vann nauman eins marks sigur gegn Wetzlar í fyrsta leik liðsins undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar.

Handbolti
Fréttamynd

Orðlaus yfir mögnuðum tilþrifum Benedikts

Valsmenn urðu á dögunum fyrsta íslenska liðið í sögunni til að vinna tvo Evrópuleiki í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur gegn Benidorm á útivelli. Áður hafði liðið unnið fjögurra marka sigur gegn ungverska liðinu Ferencváros og leikmenn Vals eru farnir að vekja athygli fyrir utan landsteinana.

Handbolti
Fréttamynd

Fagnaði marki mótherjanna á EM

Enn á ný komu upp stórundarlegar aðstæður á stórmóti í handbolta þegar Spánn og Þýskaland spiluðu í lokaleik sínum í riðlinum á HM kvenna í handbolta í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Stór­leikur Gísla Þor­geirs dugði ekki til

Þýskalandsmeistararnir í Magdeburg náðu aðeins jafntefli á heimavelli gegn Rhein Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þá vann Melsungen góðan sex marka sigur á Göppingen á útivelli.

Handbolti
Fréttamynd

Frakk­land hirti topp­sætið | Spánn í milli­riðil

Frakkland og Holland mættust í leik um fyrsta sæti C-riðils á Evrópumóti kvenna í handbolta í kvöld. Franska liðið fór með sigur af hólmi og fer því með fjögur stig í milliriðla. Spánn lagði Þýskaland í D-riðli og tryggði sér þar með sæti í milliriðli.

Handbolti
Fréttamynd

Ásgeir Örn tekur við Haukum

Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Olís-deild karla til 2025. Hann tekur við liðinu af Rúnari Sigtryggssyni.

Handbolti
Fréttamynd

Ásgeir Örn líklegastur til að taka við Haukum

Rúnar Sigtryggsson sem þjálfað hefur Hauka í Olís-deild karla í handbolta er hættur og hefur samið við Leipzig sem leikur í þýsku úrvalsdeildinni. Ásgeir Örn Hallgrímsson þykir líklegasti arftaki Rúnars hjá Hafnarfjarðarliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Stubbarnir í Kaplakrika

Hvolpasveit Vals var aðal barnaefnið í Olís-deild karla á síðasta tímabili. Nú er nýtt efni á dagskránni; Stubbarnir í Kaplakrika.

Handbolti