Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Jafnt hjá KA og Stjörnunni fyrir norðan

KA og Stjarnan gerðu 29-29 jafntefli þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handknattleik á Akureyri í kvöld. Stjarnan náði mest sjö marka forystu í leiknum en KA átti frábæra endurkomu og var nálægt því að tryggja sér stigin tvö undir lokin.

Handbolti
Fréttamynd

Veszprem ennþá efstir í Meistaradeildinni

Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Telekom Veszprem unnu í kvöld sinn fimmta sigur í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar þeir lögðu Orlen Wisla Plock frá Póllandi að velli.

Handbolti
Fréttamynd

Rauða spjald Jóhanns Birgis dregið til baka

Aganefnd HSÍ fundaði í gær og tók þá fyrir mál fjögurra leikmanna sem fengu rautt spjald í 7.umferð Olís-deildar karla um síðustu helgi. Rauða spjaldið sem FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson fékk gegn ÍBV var dregið til baka.

Handbolti
Fréttamynd

Ókeypis á leikina við Ísrael um helgina

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur afar mikilvæga leiki við Ísrael um helgina á Ásvöllum í Hafnarfirði. Stefnt er á að fylla höllina og er aðgangur ókeypis í boði Arion banka.

Handbolti
Fréttamynd

Stiven hló eftir stysta viðtal sögunnar

Valsarinn Stiven Valencia var fenginn í viðtal eftir sigurinn góða gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöld en þurfti ekki að verja löngum tíma fyrir framan míkrafóninn.

Handbolti
Fréttamynd

„Þurftum að hafa fyrir hverju einasta marki“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega ánægður með leik sinna manna eftir þriggja marka sigur liðsins gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. Valsmenn hafa nú unnið báða leiki sína í riðlakeppninni og eru með fullt hús stiga.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Benidorm - Valur 29-32 | Valur með fullt hús

Valur vann ótrúlegan sigur á Benidorm á Spáni 29-32. Valur var leiðandi allan leikinn og lenti aldrei undir. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Valur komst mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en heimamenn komu til baka og voru lokamínúturnar afar spennandi. Arnór Snær Óskarsson gerði útslagið í brakinu þar sem hann gerði síðustu tvö mörk leiksins og Valur vann þriggja marka sigur 29-32.

Handbolti
Fréttamynd

„Varnarleikurinn leggur grunninn að þessu“

„Ég er virkilega sáttur að hafa unnið hérna í kvöld. Það er góð fyrsta tilfinning og á erfiðum útivelli. ÍR-ingar eru búnir að vera spila vel svo að við áttum von á hörkuleik. Þetta var þægilegra í seinni hálfleik, það var smá bras í fyrri,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, sáttur eftir níu marka sigur á ÍR í Olís-deild karla í kvöld, lokatölur 26-35. 

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þor­geir frá­bær í sigri Mag­deburg

Þýskalandsmeistarar Magdeburg unnu öruggan átta marka sigur á Leipzig í úrvalsdeildinni í handbolta þar í landi. Gísli Þorgeir Kristjánsson var hreint út sagt frábær í liði Magdeburg á meðan Ómar Ingi Magnússon var heldur rólegur í tíðinni ef miða má við frammistöður hans undanfarin misseri.

Handbolti