Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍR 38-25 | Engin spenna er KA valtaði yfir ÍR KA vann afar öruggan 13 marka sigur er liðið tók á móti nýliðum ÍR í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 38-25. Handbolti 6. október 2022 22:31
„Hugsaði að núna myndi ég gera meira og gera meira“ Phil Döhler varði átján skot í marki FH þegar liðið lagði Gróttu að velli í kvöld, 27-30. Þýski markvörðurinn lét sig ekki muna um að svara spurningum blaðamanns á íslensku í leikslok. Handbolti 6. október 2022 22:09
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 27-30 | Fyrsti sigur FH-inga FH vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði Gróttu að velli, 27-30, á Seltjarnarnesinu í 5. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 6. október 2022 21:35
Haukur skoraði eitt í naumum Meistaradeildarsigri Kielce Haukur Þrastarson og félagar hans í pólska meistaraliðinu Lomza Industria Kielce unnu nauman þriggja marka sigur gegn Kiel er liðin mættust í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 40-37 í gríðarlegum markaleik. Handbolti 6. október 2022 20:22
Ýmir og félagar enn á toppnum með fullt hús stiga Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu afar sannfærandi 12 mara sigur er liðið tók á móti Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 37-25. Handbolti 6. október 2022 18:50
Íslendingaliðin Álaborg og Magdeburg unnu örugga sigra í Meistaradeildinni Íslendingaliðin Álaborg og Magdeburg unnu örugga sigra í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Álaborg vann 12 marka útisigur gegn Pick Szeged, 29-41, og Magdeburg lagði Wisla Plock á heimavelli með marka mun, . Handbolti 6. október 2022 18:18
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 36-27 | Eyjamenn áfram ósigraðir eftir stórsigur Eyjamenn voru, ásamt Valsmönnum, eina taplausa lið Olís-deildar karla fyrir leik kvöldsins. Þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í fyrsta leik 5. umferðar og unnu sannfærandi níu marka sigur, 36-27. Handbolti 6. október 2022 17:15
Valdi dóttur sína í sænska landsliðið Sænski landsliðsþjálfarinn í handbolta hefur valið úrtakshópinn sinn fyrir EM kvenna sem fer fram í Slóveníu, Norður Makedóníu og Svartfjallalandi í næsta mánuði. Handbolti 6. október 2022 16:30
Fimm sem verða að gera betur: „Þetta er dýr leikmaður“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson tók saman lista yfir þá fimm leikmenn sem helst af öllum þyrftu að gera betur, í Olís-deild karla í handbolta, miðað við frammistöðuna hingað til á tímabilinu. Handbolti 6. október 2022 14:30
Leikhléið sem allir eru að tala um: „Mariam, þú ert gjörsamlega út á þekju“ Valskonur eru áfram ósigraðar á toppi Olís deildar kvenna í handbolta eftir sigur á Íslandsmeisturum Fram í gærkvöldi. Leikhlé Ágústs Þórs Jóhannssonar, þjálfara Vals, vöktu sérstaka athygli. Handbolti 6. október 2022 11:00
Valsmenn mæta Íslendingum í erfiðum riðli og fara til Benidorm Íslands- og bikarmeistarar Vals eiga fyrir höndum leiki í spennandi en afar erfiðum riðli í Evrópudeildinni í handbolta í vetur en dregið var í riðla í dag. Handbolti 6. október 2022 09:32
„Ótrúlega gaman að spila í Eyjum“ Hergeir Grímsson og félagar í hans nýja liði Stjörnunni hafa farið heldur rólega af stað í Olís-deildinni í handbolta og eru með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina. Þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Handbolti 6. október 2022 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 27-22 | Valur sterkari á ögurstundu gegn Fram Valur og Fram leiddu saman hesta sína í þriðju umferð í Olís deild kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur í jöfnum leik urðu 27-22 Val í vil. Handbolti 5. október 2022 20:58
Stjarnan ekki í vandræðum með KA/Þór Stjarnan vann öruggan 11 marka sigur á KA/Þór í Olís-deild kvenna í kvöld, 29-18. Handbolti 5. október 2022 19:45
Brasilíska loftbrúin stöðvar ekki á Ísafirði KA/Þór tilkynnti rétt í þessu nýjasta liðsstyrk félagsins en KA/Þór hefur samið við hina brasilísku Nathália Baliana fyrir komandi átök í Olís-deildinni. Handbolti 5. október 2022 18:00
Valur getur lent í riðli með fjórum Íslendingaliðum Svo gæti farið að karlalið Vals í handbolta verði í riðli með fjórum Íslendingaliðum í Evrópudeildinni. Dregið verður í riðla í fyrramálið. Handbolti 5. október 2022 14:01
„Ég hef bullandi áhyggjur af KA“ Handboltasérfræðingarnir í Handkastinu veltu fyrir sér stöðu og stefnu KA sem missti sterka leikmenn í sumar eftir að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar í fyrra. Þeir telja að markmið KA hljóti aðeins að vera að halda sér í Olís-deildinni. Handbolti 5. október 2022 13:01
Hergeir vissi lítið um afrek tengdapabba en íhugaði að fara til Ungverjalands Handboltamaðurinn Hergeir Grímsson segir það hafa komið til greina að hann færi í atvinnumennsku til Ungverjalands í sumar, áður en hann skrifaði undir samning hjá Stjörnunni. Tengdaforeldrar hans eru ungverskir. Handbolti 5. október 2022 10:01
Áhorfandi ruddist inn á og reif í Einar Braga: „Á að banna þennan gæja“ „Það eru leikendur í þessari klippu sem eiga ekkert heima á handboltavelli,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, þar sem rýnt var í myndbönd af látunum í Kaplakrika í lok leiks FH og Fram. Áhorfandi fór þar inn á völl og reif í leikmann. Handbolti 5. október 2022 08:00
Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka. Handbolti 4. október 2022 23:31
Jóhanna Margrét þriðji Íslendingurinn í liði Skara HF Handknattleikskonan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin til liðs við sænska félagið Skara HF. Jóhanna gengur til liðs við félagið frá Önnereds. Handbolti 4. október 2022 23:00
Daníel og félagar sóttu sín fyrstu stig Hnadboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson og félagar hans í danska liðinu Lemvig sóttu sín fyrstu stig á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta er liðið vann þriggja marka útisigur gegn Nordsjælland í kvöld, 22-25. Handbolti 4. október 2022 20:02
Íslendingalið Kolstad úr leik eftir tap í vítakastkeppni | Teitur og félagar örugglega áfram Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félögum þeirra í norska liðinu Kolstad tókst ekki að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta eftir tap í vítakastkeppni gegn spænska liðinu Bidusoa Irun í kvöld. Handbolti 4. október 2022 18:37
Einar Þorsteinn skoraði eitt í naumum sigri Fredericia Handboltamaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar hans í Fredericia unnu nauman tveggja marka sigur er liðið tók á móti SønderjyskE í dönsku úrvasldeildinni í handbolta í dag, 34-32. Handbolti 4. október 2022 18:14
Einar í bann fyrir að vega að heilindum eigin leikmanns Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Einar Jónsson, þjálfara karlaliðs Fram í handbolta, í eins leiks bann vegna ummæla hans eftir leikinn gegn FH á föstudaginn. Handbolti 4. október 2022 15:52
Arnar Daði reiður þegar hann sá spjaldið sitt: „Ekkert eðlilega léleg heimavinna“ „Ég kem ekki hingað aftur,“ sagði Arnar Daði Arnarsson og strunsaði út úr síðasta þætti af Seinni bylgjunni eftir að þeir Theodór Ingi Pálmason höfðu skipst á að gefa hvor öðrum einkunnaspjald um handboltagetu. Handbolti 4. október 2022 11:30
Kross 4. umferðar: Bjarni Hinn og vitsugan Björgvin Páll Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 4. október 2022 10:00
Spila á Dalvík vegna árshátíðar Karlalið Þórs í handbolta bregður nú á sama ráð og karlalið KA í fótbolta þurfti að gera á síðustu misserum, með því að spila heimaleik á Dalvík vegna aðstöðuleysis á Akureyri. Handbolti 4. október 2022 09:02
„Þeir þurftu að hafa fyrir sínum mörkum“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna manna er þeir tóku á móti Fram í 16. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik og unnu leikinn með sjö mörkum, 34-27. Handbolti 3. október 2022 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 34-27| Valsmenn halda áfram sigurgöngunni Valsmenn fengu Fram í heimsókn í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 16-15 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik tóku Valsmenn leikinn yfir og unnu með sjö mörkum 34-27. Handbolti 3. október 2022 18:45