Grennandi aðhaldsfatnaður "Fyrirtækið setur mikið fjármagn í rannsóknir og þróun. Framtíðarplön Lytess eru að framleiða fatnað sem tekur á ýmsum líkamskvillum, svo sem þurri húð, exemi, húðslitum, æðahnútum, bakverkjum og liðverkjum svo dæmi séu nefnd. Möguleikarnir eru óþrjótandi,“ segir Margét Helgadóttir, markaðsstjóri hjá heildsölunni Cu2. Kynningar 15. febrúar 2013 06:00
Kalli Berndsen flytur Beauty barinn í Kringluna "Ég get nú hæglega sameinað alla mína þjónustu og boðið viðskiptavinum ráðgjöf við fataval í verslunum Kringlunnar, auk þess að farða þá og klippa. Beauty Barinn er líka opinn á laugardögum sem hentar mörgum óneitanlega mjög vel.“ Kynningar 8. febrúar 2013 10:45
Sport Elítan: Viltu hlaupa hraðar? Sport Elítan er hópur rúmlega 20 einstaklinga sem að hefur það að markmiði að bæta heilsu Íslendinga og hjálpa íþróttamönnum að ná lengra með því að bjóða uppá fjarþjálfun fyrir einstaklinga. Vísir og Sport Elítan eru í samstarfi og allir pistlar og hugleiðingar hópsins birtast á Vísi. Nú er komið að Silju Úlfarsdóttur einkaþjálfara og fyrrum frjálsíþróttakonu úr FH sem fer yfir nokkuð atriði til að ná að hlaupa hraðar en hún sjálf var frábær spretthlaupari á sínum tíma. Heilsuvísir 24. janúar 2013 18:30
Fitbook kemur þér af stað "Hugmyndin kviknaði þegar ég lagði stund á næringarfræði í ÍAK-einkaþjálfaranámi mínu og komst að raun um að Íslendinga skorti haldgóða lausn til að halda utan um mataræði sitt,“ segir fjármálafræðingurinn Dagur Eyjólfsson sem ásamt Eddu Dögg Ingibergsdóttur opnaði matardagbókina Fitbook.com í ársbyrjun 2011. Kynningar 18. janúar 2013 06:00
Lyfting án skurðaðgerðar "Mér finnst að ungar konur ættu að huga að því fyrr hvernig þær ætla að meðhöndla húð sína. Betra er að fyrirbyggja hrukkur en að reyna að losna við þær þegar þær hafa myndast,“ segir Bryndís Torfadóttir, framkvæmdastjóri flugfélagsins SAS, og undirstrikar að mikilvægt sé að láta fagfólk um húðumhirðuna. Kynningar 18. janúar 2013 06:00
Undraverður árangur á stuttri þjálfun Ég, rétt eins og margir aðrir Íslendingar, fylgdist full af áhuga með þættinum "Líkamsrækt í jakkafötum" sem sýndur var mánudaginn 7. janúar í Ríkissjónvarpinu og endursýndur 14. janúar. Þótt ég hafi stundað líkamsrækt í meira en tvo áratugi og fái mikla ánægju út úr því þá veit ég um marga sem þykir líkamsrækt mikil tímasóun og drepleiðinleg í þokkabót. Það vakti áhuga hjá mér og eflaust hjá fleirum að heyra hversu miklum árangri er hægt að ná með undravert stuttri þjálfun. Lífið 17. janúar 2013 10:00
Sport Elítan: Vísindin á bak við æfingakerfi | Endurtekningar og sett Sport Elítan er hópur rúmlega 20 einstaklinga sem að hefur það að markmiði að bæta heilsu Íslendinga og hjálpa íþróttamönnum að ná lengra með því að bjóða uppá fjarþjálfun fyrir einstaklinga. Vísir og Sport Elítan eru í samstarfi og allir pistlar og hugleiðingar hópsins birtast á Vísi. Heilsuvísir 15. janúar 2013 14:00
Hollustan rauði þráðurinn í lífinu Elísabet Margeirsdóttir er þekktust sem veðurfréttamaður á Stöð 2 en hún rekur líka næringarráðgjöf og er ástríðufullur hlaupari sem stefnir á 168 kílómetra fjallahlaup í haust. Hvernig stóð á því að hún gerði hreyfingu og mataræði að uppistöðu í lífi sínu og hvaða ráð á hún fyrir þá sem dreymir um að taka upp hollari lífsstíl á nýju ári? Lífið 15. janúar 2013 09:00
Stóllinn drepur þig Hvað getur þú gert í þínu lífi til að halda efnaskiptunum og brennslunni þinni hærri en hún er fyrir, án þess að taka æfingarnar inn í spilið ef þær eru það fyrir? Lífið 14. janúar 2013 11:45
Líkamsræktarstöð með sérstöðu "Við erum langt frá því að vera hætt og erum glöð að geta sagt frá því að um næstu mánaðamót munum við endurnýja tækin í tækjasalnum. Þá verða tekin í notkun glæsileg ný CYBEX-tæki, líklega þau bestu sem eru á boðstólum hér á landi,“ segir Bjargey Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri íþróttasviðs Nordica Spa. Kynningar 11. janúar 2013 13:00
Fjölskyldu- og barnvæn líkamsræktarstöð á Seltjarnarnesi Fjölbreyttir tímar eru í boði fyrir alla fjölskylduna í líkamsræktarstöðinni Hreyfilandi á Seltjarnarnesi. Mikil áhersla er lögð á fjölskylduvænt og barnvænt umhverfi. Margir tímar innihalda bæði þátttöku barna og fullorðinna. Kynningar 11. janúar 2013 11:00
Faglegar aðferðir og góð samvinna "Við höfum verið að fá fleiri yfirgripsmikil verkefni undanfarið og má þar nefna að samvinna við sjúkraþjálfara, lækna og einkaþjálfara hefur aukist, sem hefur gefið mörgum kúnnum tækifæri til betri heilsu og bata. Samþætting faggreina er mun meiri og útkoman jákvæðari,“ segir Ingólfur. Kynningar 11. janúar 2013 06:00
Valgeir Gauti gefur ráð Verslunin Sportlíf í Glæsibæ og Holtagörðum býður úrval af hágæða fæðubótarefnum. Á morgun og á laugardag mun Valgeir Gauti Árnason Íslandsmeistari í vaxtarrækt gefa fólki góð ráð við val á fæðubótarefnum í Sportlíf í Glæsibæ. Kynningar 11. janúar 2013 06:00
Þetta borðar ofurkroppurinn Margrét Gnarr "Ég borða þessa próteinpönnslu aðallega af því mér finnst hún svo ótrúlega góð og hún er mjög holl," segir Margrét Edda Gnarr fitnessdrottning með meiru spurð... Lífið 10. janúar 2013 15:45
Þung lóð virka vel Fyrir tveimur árum var ég komin með nóg af þessu dúlleríi, ég var í engu formi þrátt fyrir að fara í ræktina á hverjum degi. Hljómar mótsagnakennt en ég er fullviss um að mörg ykkar hafa upplifað þetta. Lífið 10. janúar 2013 14:30
Borðaði bara brauð með osti í öll mál Hildur Halldórsdóttir opnaði síðuna Heilsudrykkir Hildar á Facebook fyrir tæpu ári. Hún gefur okkur einfalda uppskrift af heilsusafa sem er kjörinn í byrjun dags. "Ég var heima í fæðingarorlofi og var komin með leið á mjög svo tilbreytingarlausu og einhæfu fæði. Borðaði bara að mestu brauð með osti í öll mál," svarar Hildur spurð af hverju hún byrjaði með heilsudrykkjasíðuna sem er vinsæl á Facebook. "Ég fór svo að leita að upplýsingum um holla og góða smoothie á íslensku en fann lítið af uppskriftum og líka fannst vanta næringarinnihald í þær sem ég fann en einn smoothie getur verið mjög hitaeiningaríkur. Upphaflega setti ég því síðuna upp fyrir mig til þess að halda utan um uppskriftirnar mínar. Mig óraði aldrei fyrir því að þetta yrði svona vinsæl síða," segir Hildur. Grænn og vænn (304 Kcal) 11,88 gr prótein, 5,8 gr kolvetni, 4,9 gr fita Mjög bragðgóður og mjög grænn drykkur sem hentar vel sem fyrsti drykkur dagsins, um að gera að setja sem mest af spínati, það breytir hitaeiningafjöldanum lítið þar sem að spínat er svo hitaeiningasnautt. 1 frosinn, þroskaður banani 2 dl (40 gr) frosinn ananas 2 dl (40 gr) frosinn mangó 1/2 pakki af Frutein próteini, Revitalizing Green Foods Fullt af spínati, 2-3 góðar lúkur, má vera minna má vera meira. 1 msk (10 gr) hörfræ Smá ferskt, rifið engifer. Vatn eftir þörfum, ca. 3-4 dl. Allt sett í blandarann og blandað þar til silkimjúkt og fallegt. Sjá síðuna hennar Hildar hér. Lífið 10. janúar 2013 10:30
Fimm heilsuráð þjálfarans Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir, eða Dammý eins og hún er kölluð, er master rehab þjálfari og krossfitþjálfari hjá Krossfit Iceland í World Class. Hún veit hvaða fimm atriði skipta máli þegar heilsan er annars vegar. Lífið 5. janúar 2013 10:15
Allt fyrir karlmenn á einum stað Óhætt er að segja að árið 2012 hafi verið eitt besta rekstrarár í sögu Fríhafnarinnar. Í upphafi ársins var opnuð fyrsta Victoria"s Secret verslunin á Íslandi, og reyndar á öllum Norðurlöndunum, sem býður fyrst og fremst vörur fyrir konur. Kynningar 28. desember 2012 08:00
Sjáðu hvað árið 2013 færir þér Á síðu Lífsins er tarotbunki sem er kjörinn til að kanna hvað gerist árið 2013 þegar kemur að aðstæðum, ástinni, viðskiptum eða því sem tengist notandanum persónulega. Spádómsspilin eru byggð á ævafornri speki til að kanna hvað framtíðin ber í skauti sér. Lífið 27. desember 2012 10:15
Hrífandi í annríki dagsins Íslenskar konur hrósa nú happi yfir nýjasta fengnum á sviði förðunar því nú fást loks vörur heimsþekkta snyrtivörumerkisins Smashbox á Íslandi. Þær eru fullkomnar fyrir konur sem eiga annríkt og þurfa alltaf að vera upp á sitt besta, og eru á góðu verði. Kynningar 7. desember 2012 06:00
Sport Elítan: Að setja sér markmið Sport Elítan er hópur rúmlega 20 einstaklinga sem að hefur það að markmiði að bæta heilsu Íslendinga og hjálpa íþróttamönnum að ná lengra með því að bjóða uppá fjarþjálfun fyrir einstaklinga. Allir pistlar og hugleiðingar hópsins birtast á Vísi. Arnar Grant einkaþjálfari skrifar pistil dagsins. Heilsuvísir 26. nóvember 2012 12:15
Sport Elítan: Vertu sterk/ur og æfðu létt! Sport Elítan er hópur rúmlega 20 einstaklinga sem að hefur það að markmiði að bæta heilsu Íslendinga og hjálpa íþróttamönnum að ná lengra með því að bjóða uppá fjarþjálfun fyrir einstaklinga. Allir pistlar og hugleiðingar hópsins birtast á Vísi og í dag gefur Stefán Sölvi Pétursson góð ráð sem snúa að lyftingaæfingum. Heilsuvísir 12. nóvember 2012 17:15
Sport Elítan: Vöðvastækkun (Fyrri hluti) Mannslíkaminn er ótrúlegur og ekki nokkur vélbúnaður sem hefur þessa sömu aðlögunar hæfileika og líkaminn okkar. En líkamanum er samt alls ekki vel við breytingar og undir eðlilegum kringumstæðum leitast hann eftir að halda sér í eins stöðugu ástandi og mögulegt er. En þegar ákveðið álag er sett á líkamann bregst hann við með aðlögun. Heilsuvísir 8. nóvember 2012 06:00
Sport Elítan: Góðir hlutir gerast hægt Í dag var ég spurð að því hvað ég myndi helst ráðleggja 14-16 ára ungling sem langar til þess að verða atvinnumaður í íþróttum og það fékk mig til þess að hugsa til baka. Þótt ég sé ekki eldri en 21 árs finnst mér samt vera ótrúlega langt síðan ég var sjálf 16 ára gömul. Ung var ég orðin staðráðin í því að ná langt í íþróttum og var tilbúin til þess að gera allt og fórna öllu til að svo myndi verða. Heilsuvísir 6. nóvember 2012 11:00
Sport Elítan: Mikilvægir þættir í innihaldsríku og heilbrigðu lífi Við lesum endalausa pistla um að við eigum að huga að heilsunni með því að borða hollt og hreyfa okkur reglulega. Þetta vitum við öll en þáttur sem gleymist oft þegar talað erum heilsu er andlega hliðin á heilsunni. Við erum einfaldlega ekki fullkomlega heilbrigð án andlegrar heilsu. Heilsuvísir 29. október 2012 19:00
Sport Elítan: Hvað getur styrktarþjálfun gert fyrir þig? Margir einstaklingar notast ekki við styrktarþjálfun og eru margar ástæður þar að baki. Sumum finnst það leiðinlegt á meðan aðrir einstaklingar vilja ekki verða massaðir. Ég tel að það sé hægt að finna leiðir sem hæfa öllum og að allir ættu að notast við styrktarþjálfun af einhverju tagi. Heilsuvísir 27. október 2012 09:30
Endurnærandi námskeið Úrval Útsýn býður spennandi vikunámskeið í samstarfi við leikkonuna Eddu Björgvinsdóttur og íþróttafræðinginn Bjargeyju Aðalsteinsdóttur 23. febrúar næstkomandi. Sams konar námskeið hafa verið á boðstólum undanfarin ár og síðast komust færri að en vildu. Um er að ræða endurnærandi lífsstílsnámskeið. Kynningar 26. október 2012 11:03
Sport Elítan: Hreyfing er lífsgæði - pistill frá Eddu Garðarsdóttur Útlitsdýrkun fer sjúklega í taugarnar á mér. Mér finnst margir byrja að rækta líkama sinn á röngum forsendum. Fólk fer oft af stað vegna þess að því langar að verða að einhverri stereótýpu klipptri út úr tímariti. Staðreyndin er sú að sjálfsímynd skuggalega margra er drifin áfram af auglýsingarekinni staðalímynda peningaplokksvél sem sefur aldrei. Heilsuvísir 23. október 2012 09:30
Sport Elítan: Hið ósýnilega - ráðleggingar frá Röggu Nagla Sport Elítan er hópur rúmlega 20 einstaklinga sem að hefur það að markmiði að bæta heilsu Íslendinga og hjálpa íþróttamönnum að ná lengra með því að bjóða uppá fjarþjálfun fyrir einstaklinga. Vísir og Sport Elítan verða í samstarfi frá og með deginum í dag og munu allir pistlar og hugleiðingar hópsins birtast á Vísi. Ragnhildur Þórðardóttir einkaþjálfari skrifar fyrsta pistilinn en hún er betur þekkt sem "Ragga Nagli." Heilsuvísir 19. október 2012 14:15
Kastanía fagnar hausti Í KASTANÍU að Höfðatorgi fást fylgihlutir sem tekið er eftir. Þær Bryndís Björg Einarsdóttir og Ólína Jóhanna Gísladóttir velja þá inn af kostgæfni. Kynningar 12. október 2012 12:15