Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Fóru beinustu leið að skila og skipta gjöfum

Fyrsti opnunardagur verslana eftir jól var í dag og má því gera ráð fyrir því að margir hafi nýtt tækifærið til að skila eða skipta jólagjöfum sem hentuðu ekki alveg. En hversu rúmur er skilafresturinn og er algengt að fólk skili jólagjöfum?

Neytendur
Fréttamynd

Liður í góðum viðskiptaháttum að hafa rúman skilafrest

Mikil aukning er á fyrirspurnum til Neytendasamtakanna vegna of naums skilafrest á vörum. Formaður samtakanna segir að þrátt fyrir að engin eiginleg lög nái yfir skilafrest þá sé það liður í góðum viðskiptaháttum að gefa viðskiptavinum sínum rúman frest til að skila vörum sem þeir hafa ekki not fyrir. Þær verslanir sem komi vel fram við viðskiptavini séu bæði langlífar og dafni jafnan betur.

Neytendur
Fréttamynd

Leiðinda­veður á Tenerife yfir jólin

Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Hall­æris­legt að kirkjan spili sig sem fórnar­lamb

Formaður Siðmenntar segir hallærislegt að kirkjan láti eins og hún sé fórnarlamb. Kirkjan sé í mikilli forréttindastöðu og fái ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Hún gagnrýnir jólaprédikun biskups, sem sagði óvinsælt að nefna Guð kristinna manna í almennri umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Jólajóga fyrir krakka - Friður

Þóra Rós Guðbjartsdóttir gerði jólajógaþætti fyrir Vísi og æfing dagsins nefnist Friður. Æfinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Jól
Fréttamynd

„Ég er á allra síðustu stundu“

Fjölmenni lagði leið sína í Kringluna í morgun. Sumir keyptu jólagjafir á síðustu stundu en aðrir voru einfaldlega bara á röltinu. Framkvæmdastjóri segir að um tíu þúsund manns heimsæki Kringluna milli klukkan 10 til 13 á aðfangadag.

Innlent
Fréttamynd

Að­­fanga­­dagur: Hvar er opið og hversu lengi?

„Aðfangadagur – ég bíð eftir jólunum spenntur,“ segir í frægu jólalagi hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Og viti menn. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óðaönn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en aðfangadagur loks rennur upp. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á aðfangadag.

Innlent
Fréttamynd

Að rota jólin

Ekkert okkar fer varhluta af jólakveðjum. Þær eru orðaðar á ýmsan hátt, en þó er orðalagið GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR sú kveðja sem við heyrum og sjáum oftast, þetta er kveðjan sem við höfum flest alist upp við og mörg notað óspart og af alhug í gegnum tíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Bjó til skauta­svell í garðinum

Ólöf Dagný Óskarsdóttir bjó til skautasvell í garðinum sem hún segir tilvalið fyrir jólamyndatökurnar. Hún segist vera mikil stemningsmanneskja og hélt stærðarinnar skötuboð fyrr í kvöld. Ólöf Dagný segir svellið hafa vakið mikla lukku.

Jól
Fréttamynd

„Alltaf upp á líf og dauða“

Bubbi Morthens heldur þrítugustu og áttundu Þorláksmessutónleika sína í kvöld og stefnir á að spila þar til hann verði níræður. Hann segir lykilinn felast í því að leggja sig alltaf allan fram.

Tónlist
Fréttamynd

„Maður er af­­klæddur í for­­stofunni“

Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Héldu alvöru partý fyrir góðan mál­stað

Umboðsstofan Móðurskipið hélt á dögunum glæsilegan góðgerðarviðburð til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Uppistandarinn Jóhann Alfreð stýrði jólabingói ásamt því að gestir gátu tekið lagið í sérstöku jólakaraoke.

Lífið