Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Enginn þarf að vera svangur á Vesturlandi um helgina

Íbúar á Vesturlandi þurfa ekki að óttast matarleysi um helgina því þar verður farand – matarmarkaður í dag og á morgun þar sem matarbíll hlaðin vörum framleiddum á Vesturlandi fer um svæðið. Framtakið kemur í veg fyrir hópmyndun á einum stað.

Innlent
Fréttamynd

Bátur dagsins er allur

Bátur dagsins á Subway heyrir nú sögunni til og ekki er lengur hægt að kaupa stakan bát dagsins á sérstöku tilboðsverði. Þess í stað býður samlokurisinn nú upp á svokallaða máltíð dagsins sem inniheldur bát ásamt gosi og meðlæti.

Neytendur
Fréttamynd

Harka færist í bar­áttuna um fram­­tíð Cocoa Puffs á Ís­landi

Aðdáendur Cocoa Puffs vöknuðu upp við vondan draum í lok mars þegar umboðsaðili morgunkornsins tilkynnti að það yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Meira en hálfu ári síðar er enn hægt að fá súkkulaðikúlurnar í völdum verslunum en óvissa ríkir um framtíðina. Heilbrigðiseftirlitið hefur krafist þess að varan verði endanlega tekin úr sölu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forfeðurnir hjuggu niður álftir og söltuðu í tunnur

Steingrímur J. Sigfússon hyggst meðal annars sinna æðarvarpi og vonast til að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt nú þegar hann hefur látið af þingmennsku. Á heimaslóðum sínum í Þistilfirði rifjar hann upp að forfeður hans veiddu álftir sér til matar.

Lífið
Fréttamynd

Heim­sókn í ó­þekkjan­legt Kola­port

Kolaportið hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Illa þefjandi fiskmarkaður innan um óteljandi sölubása með misgeðslegum klæðum hefur vikið fyrir nútímalegum bar, götumatsölustöðum og breytist síðan í veislusal á kvöldin þegar svo ber undir. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir galið að banna fólki að borða banana

Guðmundur Emil Jóhannsson er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára. Hann hafnaði á dögunum í þriðja sæti í einni stærstu vaxtarræktakeppni heims Arnold Classic.

Lífið
Fréttamynd

Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal

„Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu.

Lífið
Fréttamynd

Hvað ætlar þú að prenta í matinn?

Matarmenning er hverri þjóð mikilvæg enda speglar hún sögu okkar og er lituð af tíðarfari og náttúru. Hún er byggð á hefðum en innblásin af samtímanum. Matarsmekkur okkar er að verða hnattrænni og sumir óttast að matarmenning okkar sé að þynnast út vegna þess og ekki minnka áhyggjurnar vegna hraðrar þróunar á framleiðslumöguleikum matvæla.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig getur þú bætt mataræðið þitt?

„Í gegnum tíðina hafa konur deilt með mér að þær langi til þess að bæta mataræðið sitt. Þær hafa spurt mig hvernig þær geti bætt það án þess að fara á strangt mataræði,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Býr til sviðasultu með chili og blóðmör með súkkulaði

Sumarliði Ásgeirsson, matreiðslumeistari og bóndi í Stykkishólmi fer nokkuð óhefðbundnar leiðir í matargerð en hann setur chili og hvítlauk út í sviðasultu, súkkulaði í blóðmör og rósmarín í lifrarpylsu svo dæmi séu tekin. Hann nýtir frítíma sinn í að ferðast um heiminn og hefur meðal annars farið til Indlands og Kína – oft í þeim eina tilgangi að komast yfir framandi krydd.

Innlent
Fréttamynd

„Sigur fyrir mig, starfs­fólkið og veitinga­staðinn“

Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og yfirkokkur veitingastaðarins Dill í Reykjavík, segir það mikinn heiður að staðnum hafi verið veitt Michelin-stjarna annað árið í röð. Slíkar stjörnur eru veittar veitingastöðum sem þykja skara fram úr og eru afar eftirsóttar meðal veitingamanna.

Viðskipti innlent