NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Ron Artest: Mér að kenna ef Lakers-liðið ver ekki titilinn

Körfuboltamaðurinn Ron Artest er þekktur fyrir sínar yfirlýsingar og hann er óhræddur við að setja pressu á sjálfan sig. Artest sem samdi við NBA-meistara Los Angeles Lakers í sumar, mun spila við hlið Kobe Bryant í vetur og sættir sig við ekkert annað en meistaratitil næsta sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Bryon Russell vill fá að spila við Jordan einn á einn

Michael Jordan gerði grín að Bryon Russell, fyrrum leikmanni Utah Jazz, í ræðu sinni þegar hann var tekinn inn í Frægðarhöll bandaríska körfuboltans á föstudaginn. Russell var að dekka Jordan þegar hann skoraði sigurkörfuna í síðasta leiknum sínum fyrir Chicago Bulls árið 1998. Russell flaug á rassinn eftir að hafa fengið smá hjálp frá Jordan og Jordan tryggði Bulls sjötta meistaratitilinn á átta árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Barkley: Michael Jordan er besti körfuboltamaður allra tíma

Michael Jordan verður í dag tekinn inn í Frægðarhöll bandaríska körfuboltans ásamt þeim John Stockton, David Robinson og þjálfurunum Jerry Sloan og Vivian Stringer. Flestir eru á því að Jordan sé besti körfuboltamaður allra tíma og einn af þeim er Charles Barkley.

Körfubolti
Fréttamynd

Iverson áfram í NBA-deildinni - samdi við Memphis Grizzlies

Allen Iverson er loksins búinn að finna sér samning í NBA-deildinni en hann gerði í gær eins árs samning við Memphis Grizzlies en mikil óvissa hefur verið um framtíð Iverson í allt sumar. Iverson fær 3,5 milljónir dollara fyrir tímabilið en auk þess fær hann stóran bónus ef Grizzlies kemst í úrslitakeppnina í vor.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaquille O'Neal mætir Oscar de la Hoya í hringnum

NBA-tröllið og skemmtikrafturinn Shaquille O'Neal hefur náð samkomulagi við fyrrum hnefaleikamanninn Oscar de la Hoya um að mæta sér í hringnum í nýjum raunveruleikaþætti ABC-sjónvarpsstöðvarinnar sem ber hetið „Shaq VS.“.

Körfubolti
Fréttamynd

Ricky Rubio ætlar að spila áfram á Spáni - fer ekki í NBA

Spænski bakvörðurinn Ricky Rubio var valinn númer fimm af Minnesota Timberwolves í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en hann mun þó ekki spila með liðinu á næsta tímabili. Rubio á enn eftir tvö ár af samningi sínum við DKV Joventut og ætlar að spila áfram á Spáni næsta vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Sænskur leikmaður fær samning í NBA-deildinni

NBA-liðið Detroit Pistons hefur gert samning við Svíann Jonas Jerebko sem félagið valdi númer 35 í nýliðavalinu í sumar. Jerebko hefur spilað á Ítalíu undanfarin tvö tímabil og var með 9,0 stig og 5,5 fráköst í 23 leikjum með Angelico Biella á síðasta tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

Líklegast að Iverson spili í Evrópu í vetur

Það gengur ekkert hjá Allen Iverson að finna sér nýtt lið í NBA-deildinni eftir að samningur hans rann út í sumar. Iverson gerði samninginn upprunalega við Philadelphia 76ers en honum var síðan skipt til Denver og seinna Detroit þar sem hann lék hugsanlega lokaárið sitt í NBA-deildinni í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Spurs-liðið var á taugum yfir meiðslum Tony Parker

Tony Parker er þessa daganna á fullu að undirbúa sig undir Evrópukeppnina með franska landsliðinu en Frakkar taka þátt í undankeppni um síðustu sætin inn í úrslitamót EM sem fram fer í Póllandi í september. Parker varð fyrir meiðslum á ökkla og á mjöðm í æfingaleik á móti Austurríki.

Körfubolti
Fréttamynd

Michael Jordan fær einkasýningu í Frægðarhöllinni

Frægðarhöll NBA-deildarinnar í körfubolta býr sig núna undir það að taka á móti einum allra besta körfuboltamanni allra tíma - Michael Jordan. Jordan verður tekinn inn í Frægðarhöllina 11. september næstkomandi og að því tilefni fær hann sérstaka einkasýningu í höllinni þar sem finna má allskyns hluti tengdum ferli hans.

Körfubolti
Fréttamynd

Lamar Odom verður áfram hjá Lakers eftir allt saman

Það leit allt út fyrir að Lamar Odom væri að yfirgefa meistaralið Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta en af því varð ekki því odom náði samkomulagi við Lakers um að spila áfram með liðinu. Það er talað um að hann hafi gert þriggja ára samning með möguleika á fjórða árinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Yao Ming ekkert með næsta tímabil

Yao Ming, leikmaður Houston Rocket, er á leið í aðgerð vegna ristarbrotsins sem hann hlaut í rimmunni gegn Los Angeles Lakers. Meðferð sem hann hefur undirgengst í sumar hefur ekki virkað.

Körfubolti