Mikil pressa á Ólafi í vetur Spá formanna, þjálfara og fyrirliða fyrir átökin í Olís-deild karla og kvenna var í gær kynnt og er lærisveinum Ólafs Stefánsson í Val spáð Íslandsmeistaratitlinum í handknattleik árið 2014. Liðið barðist ötullega um sæti sitt í efstu deild á síðasta tímabili en nú er landslagið annað og Valsmönnum spáð titlinum. Handbolti 18. september 2013 06:30
Hef endalausa trú á þessum strákum Haukar taka tvívegis á móti hollenska liðinu OCI Lions í EHF-bikarnum á Ásvöllum um helgina en fyrri leikurinn fer fram í kvöld. Hafnfirðingar ætla sér áfram. Handbolti 13. september 2013 06:00
Fram skellti ÍR í Reykjavíkurmótinu Það varð ljóst í kvöld að ÍR verður ekki Reykjavíkurmeistari í handbolta. Liðið tapaði þá með þriggja marka mun gegn Fram. Handbolti 11. september 2013 20:37
Ólafur með fyrsta titilinn sem þjálfari Vals Valsmenn unnu í kvöld fyrsta titilinn undir stjórn Ólafs Stefánssonar þegar Hlíðarendaliðið tryggði sér sigur á opna norðlenska mótinu í handbolta á Akureyri. Þetta er eytt af árlegum undirbúningsmótum fyrir tímabilið. Handbolti 7. september 2013 18:38
Eyjamenn unnu Ragnarsmótið - Róbert Aron bestur Nýliðar ÍBV hafa gefið tóninn fyrir komandi tímabil í karlahandboltanum því liðið vann ÍR í æsispennandi úrslitaleik á Ragnarsmótinu í handbolta sem lauk í kvöld. Þetta er árlegt undirbúningsmót fyrir tímabilið. ÍBV vann leikinn 30-29 eftir æsispennandi lokamínútur. Eyjamaðurinn Róbert Aron Hostert var valinn besti leikmaður mótsins. Handbolti 7. september 2013 18:27
Selfoss vann í vítakeppni Selfyssingar tryggðu sér fimmta sætið á Ragnarsmótinu í handbolta eftir að hafa unnið Gróttu í vítakeppni í leiknum um 5. sætið í dag. Ragnarsmótið er árlegt æfingamót á undirbúningstímabilinu en seinna í dag fara fram leikir um þriðja og fyrsta sætið. Handbolti 7. september 2013 13:57
Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Tveir leikur fóru fram á opna norðlenska mótinu í handbolta karla í gær en mótið fer fram á Akureyri. Heimamenn í Akureyri og Valsmenn unnu leiki sína í gærkvöldi. Handbolti 7. september 2013 12:15
ÍR og ÍBV spila til úrslita á Ragnarsmótinu í handbolta ÍR og ÍBV mætast í dag í úrslitaleik Ragnarsmótsins í handbolta en það var ljóst eftir að riðlakeppninni lauk í gærkvöldi. HK og Afturelding spila um bronsið. Ragnarsmótið er árlegt æfingamót í handbolta karla sem fer fram á Selfossi. Handbolti 7. september 2013 12:05
ÍR og ÍBV byrja vel á Ragnarsmótinu ÍR-ingar og Eyjamenn unnu sína leiki á Ragnarsmótið í handbolta en þetta árlega æfingamót á Selfossi hófst með tveimur leikjum í gær. Handbolti 5. september 2013 09:45
Haukar byrja undirbúningstímabilið vel Haukar sigruðu Hafnarfjarðarmótið í handbolta en því lauk í dag. Haukar sigruðu FH í lokaleik á meðan Valur lagði norska liðið Kristiansund. Handbolti 31. ágúst 2013 18:17
Handboltadómari með Superman-tattú Bjarni Viggósson er einn af okkar reyndustu handboltadómurum og hann var á ferðinni í gærkvöldi á leik Hauka og Kristiansund í Hafnarfjarðarmótinu. Handbolti 31. ágúst 2013 12:30
Grótta og Afturelding unnu sína leiki Grótta og Afturelding eru efst eftir fyrsta daginn á UMSK móti karla sem fram fer um helgina í Digranesi. Fyrstu leikir mótsins fóru fram í kvöld. Handbolti 30. ágúst 2013 22:51
FH-ingar unnu Val og eru með fullt hús á Hafnarfjarðarmótinu FH-ingar hafa unnið báða leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta karla en þeir unnu nauman og dramatískan sigur á Val í kvöld, 25-24, með marki á síðustu sekúndunni. Valsmenn og Haukar hafa bæði unnið einn leik og tapað einum. Hafnarfjarðarmótið er orðin árlegur viðburður á undirbúningstímabilinu. Handbolti 30. ágúst 2013 22:08
Arnar Birkir með ellefu mörk í sigri ÍR-inga Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 11 mörk í kvöld þegar ÍR vann 30-21 sigur á Þrótti í Reykjavíkurmóti karla í handbolta í kvöld en ÍR-ingar eiga titil að verja. Handbolti 29. ágúst 2013 21:49
Efast stórlega um að ná að spila handbolta í vetur Gunnar Harðarson mun að öllum líkindum ekki leika meiri handbolta á þessu ári og óvíst er hvort næsta tímabil er í hættu hjá leikmanninum. Gunnar hefur síðustu ár verið á mála hjá Valsmönnum og leikið þar stórt hlutverk í varnarleik liðsins sem og verið ákveðinn leiðtogi innan vallar. Hann hefur oft og tíðum verið fyrirliði liðsins. Handbolti 29. ágúst 2013 06:30
Jónatan mætir með sitt lið á Hafnarfjarðarmótið Jónatan Magnússon, nýráðinn þjálfari norska liðsins Kristiansund, kemur með sína menn til Íslands um helgina þar sem að liðið tekur þátt í hinu árlega Hafnarfjarðarmóti. Handbolti 27. ágúst 2013 17:00
Arnar og Svavar orðnir IHF-dómarar Ísland eignaðist nýtt IHF-dómarapar í dag þegar alþjóða handknattleikssambandið, IHF, útnefndi þá Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson sem IHF-dómara. Handbolti 27. ágúst 2013 11:56
Heimir Örn spilar með Hömrunum Hamrarnir á Akureyri hafa samið við Heimi Örn Árnason um að spila með liðinu í 1. deild karla í vetur. Heimir hefur verið lykilmaður í liði Akureyrar undanfarin ár en hann þjálfar nú liðið eftir að hafa lagt skóna á hilluna frægu eftir síðasta tímabil. Handbolti 21. ágúst 2013 12:15
Sveinn farinn í Fram Íslandsmeistarar Fram fengu liðsstyrk í dag en þá gekk skyttan Sveinn Þorgeirsson í raðir Fram frá Haukum. Handbolti 12. ágúst 2013 21:23
"Ekki risastór fjárhagslegur pakki” "Þetta er að okkur sýnist sterkur leikmaður. Hann er fyrst og fremst frábær í vörn en líka flottur línumaður. Hann kemur til með að verða Guðna (Ingvarssyni) innan handar á línunni," Handbolti 1. ágúst 2013 08:33
Ísland togaði í okkur Gunnar Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV á næstu leiktíð og mun hann stýra liðinu ásamt Arnari Péturssyni. ÍBV komst upp í N1-deildina í vor en Eyjamenn eru stórhuga og ætla að festa sig í sessi sem úrvalsdeildarlið. Handbolti 3. júlí 2013 07:00
Róbert Aron með tilboð frá Ademar León Róbert Aron Hostert, leikmaður Fram, mun líklega ekki leika hér á landi á næsta tímabili en leikmaðurinn hefur verið í skoðun hjá nokkrum erlendum liðum. Handbolti 28. júní 2013 10:00
Sterkustu liðin í hverjum flokki „Það er óhætt að segja að þetta sé hörkuriðill. Þarna eru sterkustu þjóðirnar úr hverjum styrkleikaflokki. Það má því segja að þetta sé dauðariðillinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir dráttinn fyrir EM í gær. Handbolti 22. júní 2013 07:00
Aron: Hefði verið gaman að spila í Herning Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki beint hafa hoppað hæð sína í fullum herklæðum er hann fylgdist með drættinum fyrir EM. Handbolti 21. júní 2013 17:30
Fjölskyldan gríðarlega stolt af Óla Jón Arnór Stefánsson var að sjálfsögðu í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið er bróðir hans, Ólafur, var kvaddur eftir frábæran feril með íslenska handboltalandsliðinu. Viðtökurnar sem Ólafur fékk voru magnaðar og Jón Arnór var vitanlega stoltur af sínum manni. Handbolti 20. júní 2013 06:15
Stelpurnar steinlágu á Selfossi Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik steinlá, 31-43, gegn heims- og Ólympíumeisturum Noregs í vináttulandsleik sem fram fór á Selfossi í kvöld. Handbolti 18. júní 2013 21:04
Bjarki Már samdi við FH Bjarki Már Elísson er nýr leikmaður FH en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hafnfirðinga. Handbolti 17. júní 2013 13:45
Framarar fengu danskan markvörð Handknattleiksdeild Fram hefur samið við danska markvörðinn Stephen Nielsen til tveggja ára. Nielsen, sem er 28 ára að aldri, hefur leikið í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi og varð heimsmeistari með danska U21 árs landsliðinu á sínum tíma. Handbolti 7. júní 2013 17:58
Arnar Birkir í ÍR Karlalið ÍR í handknattleik hefur fengið liðsstyrk. Örvhenta skyttan Arnar Birkir Hálfdánsson hefur samið við Breiðhyltinga til tveggja ára. Handbolti 7. júní 2013 07:41
Sendu Óla Stef þakkarkveðju Það styttist í að besti handboltamaður Íslandssögunnar, Ólafur Stefánsson, spili sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Handbolti 6. júní 2013 13:15