Lægð á leið til landsins en sól á Suðurlandi í dag Vestur af Skotlandi er lægð á leið norður og skilin frá henni eru að nálgast Austfirði með norðlægri átt og rigningu. Er líður á daginn verður norðanátt á öllu landinu, yfirleitt kaldi eða stinningskaldi. Veður 27. júní 2024 08:43
Íslenskir jöklar minnka um fjörutíu ferkílómetra á ári Heildarflatarmál íslenskra jökla minnkar um það bil um 40 ferkílómetra á ári, eða sem nemur einu Mývatni á ári. Frá aldamótum hefur flatarmál íslensku jöklanna minnkað um um það bil 850 ferkílómetra eða sem samsvarar næstum tíu Þingvallavötnum. Hop íslensku jöklanna er sagt skýrt merki um hlýnandi loftslag. Jöklafræðingar segja áríðandi að fylgjast vel með og minna á alvarlega stöðu. Innlent 27. júní 2024 08:14
Hægviðri og lítilsháttar skúrir Í dag er útlit fyrir fremur rólegt veður. Hægviðri og lítilsháttar skúrir á víð og dreif, en yfirleitt þurrt í kvöld. Hiti víða verður á bilinu 10 til 17 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. Á morgun nálgast lægð landið úr suðri. Áttin verður norðlægari, víða gola eða blástur, og kólnar heldur norðan- og austantil. Veður 26. júní 2024 06:55
Yfir tuttugu gráður með mígandi rigningu næstu helgi Eflaust eru margir farnir að huga að veðrinu næstu helgi fyrir útilegur og önnur ferðalög. Á vef Veðurstofunnar segir að á laugardag verði hlýjast á Suðausturlandi og að hiti gæti þar náð tuttugu stigum. Á sunnudag verður svo hlýjast á Norðausturlandi og gæti hitinn náð 24 stigum. Veður 25. júní 2024 15:31
Allt að 18 stiga hiti Hægfara lægð vestur af landinu veldur víða kalda og skúrum á vesturhluta landsins. Aðra sögu er að segja á Norður- og Austurlandi, þar sem er útlit fyrir bjart veður og hita upp í 18 stig. Innlent 25. júní 2024 06:16
Möguleiki á 20 gráðum í dag Útlit er fyrir að hlýjasta veðrið á landinu í dag verði á Norðausturlandi, þar sem hitinn gæti náð 20 gráðu markinu. Innlent 24. júní 2024 06:16
Suðvestanátt með skúrum Í dag fara skil sem komu með rigningu í gær og í nótt til norðurs frá landinu. Þá snýst vindurinn í suðvestanátt með skúrum, en léttir til á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu átta til fimmtán stig samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Hlýjast verður austanlands. Veður 23. júní 2024 07:41
Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar í svalara lagi Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld. Veður 22. júní 2024 09:56
Rigning eða súld um mest allt landið Í dag verður breytileg átt og þrír til átta metrar á sekúndu. Það verður aðeins hvassara á Vestfjörðum, en þar verður norðvestan átt og átta til þrettán metrar á sekúndu. Það verður samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings rigning eða súld um mest allt land en styttir smám saman upp austanlands. Hiti 7 til 14 stig yfir daginn. Veður 22. júní 2024 07:12
Ekki útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni Á næstu vikum verður loftið í kringum Ísland líklega óvenju kalt miðað við árstíma. Hitastigið gæti þó orðið skaplegra á vissum svæðum inn til landsins að sögn veðurfræðings. Innlent 20. júní 2024 12:06
Viðvarandi kuldaskeið á Austurlandi í sumar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir sjóinn sjá til þess að halda Austurlandi við 4 gráðurnar og það gæti staðið langt inn í sumar. Innlent 20. júní 2024 08:32
Styttir upp í kvöld Í morgunsárið er lægð rétt suður af landinu og því er norðaustlæg eða breytileg átt í dag. Vindur er á bilinu fimm til þrettán metra á sekúndu og er hvassast við suðausturströndina og á Vestfjarðakjálkanum. Veður 19. júní 2024 08:17
Lægð nálgast landið Eftir hægviðri gærdagsins nálgast lægð landið úr vestri og henni fylgir suðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu. Upp úr hádegi byrjar að rigna suðvestanlands en þegar líður á daginn færist úrkoman norðaustur yfir landið. Veður 18. júní 2024 07:59
Víðast hvar þungbúið á þjóðhátíðardaginn Það er útlit fyrir hægan vind á landinu í dag. Heilt yfir verður nokkuð þungbúið á Suður- og Vesturlandi og dálítil væta gæti látið á sér kræla öðru hvoru. Á Norður- og Austurlandi ætti að verða þurrt með einhverjum sólarköflum. Veður 17. júní 2024 07:34
Sumarveður fyrir sunnan en annars staðar skýjað Í dag er spáð norðvestan og norðan 3-8 m/s. Víða skýjað og nokkuð þungbúið með smásúld eða þokumóðu á köflum og hita 7 til 12 stig. Bjartara og þurrt á Suður- og Suðausturlandi og þar gæti hiti náði upp undir 20 stig þegar best lætur. Veður 16. júní 2024 07:23
Vetur að vori - stuðningur eftir óveður Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð. Skoðun 15. júní 2024 16:31
Öxnadalsheiði opin á ný Vegurinn um Öxnadalsheiði var opnaður á ný á fimmta tímanum í nótt. Honum var lokað í gærkvöldi eftir að alvarlegt rútuslys varð á veginum. Innlent 15. júní 2024 09:41
Hlýtt í dag en vætusöm vika fram undan Í dag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt, 3-8 m/s. Víða þurrt veður og bjartir kaflar, en stöku síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla sunnanlands, en á Suður- og Suðausturlandi er spáð bjarviðri og allt að tuttugu stuiga hita. Veður 15. júní 2024 07:22
Stór skörð að fylla eftir að þúsundir drápust Þúsundir fugla hafa drepist á norðausutrhorni landsins eftir að vetrarveður gekk yfir landshlutann í upphafi mánaðar. Fuglafræðingur telur líklegt að allt mófuglavarp á svæðinu hafi misfarist. Innlent 14. júní 2024 15:00
Allt að tuttugu gráðu hiti sunnan heiða á morgun Hitinn gæti náð allt að átján stigum í dag og spáð er bjartviðri um mest allt land. Vindáttin verður breytileg og vindhraði milli þriggja og tíu metra á sekúndu. Hlýjast verður inn til landsins. Veður 14. júní 2024 07:35
Þegar hríðinni slotar Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist. Skoðun 13. júní 2024 13:30
Blíðviðri á Norðurlandi í dag Blíðviðri verður á Norðurlandi í dag og getur hitinn náð allt að 19 stigum. Rigning verður með köflum á sunnanverðu landinu en yfirleitt bjart fyrir norðan. Líkur eru á þokulofti á annesjum við norður- og austurströndina. Veður 13. júní 2024 07:32
Lokuðu ferðamannastöðum og skólum vegna mikils hita Loka þurfti einum vinsælasta ferðamannastað í Grikklandi, Akrópólis í Aþenu, í dag vegna mikils hita. Þá var einnig skólum lokað og gefin úr viðvörun frá heilbrigðisyfirvöldu. Hitabylgja gengur nú yfir landið. Methiti, miðað við árstíma, var í dag og verður á morgun í Aþenu. Hitastigið gæti náð 43 gráðum. Erlent 12. júní 2024 23:44
Dregur úr gasmengun með auknum vindi næstu daga Gasmengun minnkar töluvert í dag og næstu daga með auknum vindi. Gosið mallar áfram og meginstraumur hrauns mjakast til norðurs og norðvesturs. Innlent 12. júní 2024 08:28
Allt önnur spá í kortunum Veðurspár næstu tíu daga sýna allt aðra mynd í meðalveðrinu en verið hefur síðustu tíu daga. Með umbreytingunni fylgir rigning og strekkings SA-vindur sunnanlands næstu tvo daga en eftir það fremur sólríkt að jafnaði fram yfir sumarsólstöður. Spáin gefur tilefni til bjartsýni og marga sólardaga, í hið minnsta sunnan- og vestantil. Innlent 11. júní 2024 13:54
Spáir sól um allt land í vikunni Veðurfræðingur segir norðurheimskautaloftið sem reið yfir landið í síðustu viku með þeim afleiðingum að víða snjóaði vera loks á bak og burt. Hann spáir áframhaldandi góðu veðri næstu vikuna og ráðleggur sólþyrstum útilegumönnum að tjalda fyrir sunnan eða vestan næstu helgi. Innlent 10. júní 2024 20:51
Allt að átján stiga hiti á morgun Það er útlit fyrir veðurblíðu víða um land á morgun. Hlýjast verður á Suðausturlandi þar sem hiti gæti náð átján stigum. Hæg suðlæg átt færir landsmönnum betri tíð. Veður 10. júní 2024 14:35
Snjórinn hverfur fljótt og blíða tekur við fyrir norðan Einar Sveinbjörnsson hjá Bliku segir svalt fyrir norðan og að það verði það enn á morgun en að snjóinn taki nú rólega upp. Á þriðjudaginn mjakist hæðarhryggur í háloftunum inn yfir landið og að snúist í suðlægan vind á miðvikudag með aðstreymi af mildu lofti. Veður 9. júní 2024 16:45
Sólríkt sunnanlands og allt að 16 stiga hiti Léttskýjað verður á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og hiti gæti farið í allt að 16 stig. Þó er ekki er ólíklegt að hafgolan geri sig gildandi þar sem sólar nýtur. Norðaustast á landinu má búast norðvestanátt. Innlent 9. júní 2024 08:06
Siggi stormur stendur við spána Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. Innlent 8. júní 2024 07:58