Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fundu heitt vatn á Kjalar­nesi og Geldingarnesi

Tvö ný lághitasvæði hafa fundist við leit Veitna á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Kjalarnesi og annað á Geldingarnesi. Fundinum er lýst sem tímamótum þar sem eftirspurn eftir heitu vatni til húshitunar og atvinnustarfsemi fer vaxandi á höfuðborgarsvæðinu.

Sam­þykktu að strætó stoppi við Egils­staða­flug­völl

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykktu einum rómi að strætó skuli stoppa við Egilsstaðaflugvöll á fundi sínum á mánudag. Óánægja á meðal bíleigenda blossaði upp eftir að byrjað var að rukka fyrir bílastæði við flugvöllinn fyrr á þessu ári.

Mafíu­foringi sækist eftir þing­sæti í Dyflinni

Höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka er á meðal þrettán frambjóðenda sem bítast um fjögur sæti miðborgar Dyflinnar á írska þinginu. Hann var nýlega sýknaður af aðild að morði sem hratt af stað gengjastríði árið 2016.

Til­kynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýri­vaxtalækkun

Íslandsbanki ætlar að lækka óverðtryggða vexti á útlánum sínum um allt að 0,5 prósentustig í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti sína. Tilkynning Íslandsbanka var send út innan við stundarfjórðungi eftir að ákvörðun Seðlabankans var kynnt.

Scholz ver sím­tal sitt við Pútín

Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu.

Felldu tals­mann Hez­bollah í mið­borg Beirút

Aðaltalsmaður Hezbollah-samtakanna féll í loftárás Ísraelshers á miðborg Beirút í Líbanon í dag. Ísraelar hafa gert harðar árásir á Líbanon undanfarnar vikur en fæstar þeirra hafa verið á miðborgina.

Sjá meira