Fangelsismál

Fréttamynd

Byrjaði í smábrotum en vatt svo upp á sig

Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni.  Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við eiturlyfjafíkn og voru þeir báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Óboðlegt að fanga­verðir eigi í hættu að stór­slasast í vinnunni

Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, segir vinnuaðstæður fangavarða hafa breyst mikið frá því að hann hóf störf sem fangavörður fyrir átta árum. Sá hópur sem afplánar sé orðinn erfiðari og algengara sé að andlega veikt fólk sé að afplána dóma. Þrír fangaverðir slösuðust í átökum við fanga í síðustu viku. Heiðar ræddi fangelsismál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Segist niður­lægður með 415 krónur í tíma­kaup

Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum.

Innlent
Fréttamynd

„Brá veru­lega að heyra að fanga­verðir hefðu slasast“

Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist eins fljótt og hægt er á nýju ári. Aðrar mögulegar úrbætur verði skoðaðar í millitíðinni til að unnt sé að tryggja öryggi fanga, starfsfólks og aðstandenda.

Innlent
Fréttamynd

Mohamad vill flytja af landi brott

Mál Mohamad Thors Jóhannessonar – áður Kourani – hafa vakið gríðarlega athygli á Íslandi. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi í héraði en hefur áfrýjað þeim úrskurði. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið af uppátækjum hans, hótunum og afbrotum.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns

Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns sem lést á Litla-Hrauni í maí á þessu ári. Lögreglunni á Suðurlandi er gert að útskýra ákvörðun sína að sýna honum ekki bréfið.

Innlent
Fréttamynd

Hópur fanga sé of veikur til að sitja inni

Hópur einstaklinga úr röðum fanga sem sitja inni ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð að mati yfirmanns geðheilsuteymis fangelsa. Þó margt hafi breyst til hins betra að undanförnu bráðvanti betri úrræði.

Innlent
Fréttamynd

Gæti reynst erfitt að senda Kourani úr landi

Það gæti reynst erfitt að brottvísa Mohamad Kourani úr landi fái hann ekki framlengingu um alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani hefur hlotið dóm hér á landi fyrir fjölda hegningarlagabrota, og bíður dóms í máli sem varðar meðal annars stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Skvetti þvagi á fanga­verði og maki saur á veggi

Mohamed Kourani hefur gert fangavörðum á Litla-Hrauni lífið leitt síðan hann var færður þangað úr fangelsinu á Hólmsheiði. Heimildir Vísis herma að hann hafi beitt hinum ýmsu bellibrögðum gegn fangavörðum, meðal annars að skvetta á þá þvagi, hrækja á þá og skvetta á þá sjóðandi vatni. Þá hafi hann makað saur á veggi klefa síns.

Innlent
Fréttamynd

Slæleg vinnu­brögð á­lagi og tíma­pressu að kenna

Páll E. Winkel fangelsismálastjóri harmar úrskurð dómsmálaráðuneytisins þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að verulegir ágallar séu á inntökuferli í fangavarðanám. Stjórnendur fangelsanna, yfirmenn umsækjenda, hafi metið andlegt og líkamlegt heilbrigði umsækjenda sem fengu ekki boð í viðtal.

Innlent
Fréttamynd

Stórar og flóknar til­finningar sem að­stand­endur glíma við

„Margir þeirra sem leita til okkar þurfa fyrst og fremst áheyrn. Þau koma til okkar og segja: Ég hef engan að tala við. Ég get ekki rætt þetta við fjölskylduna eða vini mína. Fólki finnst erfitt að tjá sig um þetta og upplifir líka að aðrir vilji ekki hlusta,“ segir Eiríkur Steinarsson sem er fjölskyldufræðingur hjá Bjargráð ásamt Jennýju Þórkötlu Magnúsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar hafa á­hyggjur af vald­beitingu

Á fréttamiðlum í gær mátti lesa að ráðherra í ríkisstjórn Íslands telur mikilvægt að farið sé vandlega yfir verkferla þegar lögregla beitir valdi gegn borgurum landsins. Þetta kemur í kjölfar þess að nokkrir kjósendur hans fengu yfir sig piparúða þegar þeir mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Ráðherran segist nú hafa gefið út fyrirmæli til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis að fara ætti yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu í svona málum.

Skoðun
Fréttamynd

„Nema í al­veg sér­stökum til­vikum“

Hugmyndir fólks um hlutverk og æskilegt umfang ríkisvaldsins eru af eðlilegum ástæðum ólíkar. Flestir eru þó sammála um að frumhlutverk þess sé að halda uppi lögum og reglu. Samt sitja þessi grundvallarmálefni á hakanum við forgangsröðun verkefna ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

Meðhöndlarinn farinn að nudda á Kvíabryggju

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem var sakfelldur í Landsrétti fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, er farinn að taka á móti og meðhöndla fólk á Kvíabryggju gegn gjaldi. Jóhannes afplánar þar sjö ára uppsafnaðan fangelsisdóm.

Innlent
Fréttamynd

„Það er svo ó­trú­lega erfitt að vera synjað um að hitta börnin sín”

„Hvað hafa börnin mín gert? Það var ég sem braut af mér en ekki börnin mín. En samt voru það börnin mín sem þurftu örugglega að gjalda mest fyrir þetta. Það er mjög erfitt fyrir mig að díla við það, ég er bara hérna einn á meðan fjölskyldan mín er heima að líða ömurlega. Ég er ekki í neinni aðstöðu til að vera til staðar fyrir börnin,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánar dóm í fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Svar til Páls Winkel

Ég skil vel að Páli sárni að sjá að sykurhúðuðu snúðarnir eru farnir að mygla. Hvernig er staðan betri? Hvar er meðferðaráætlunin? Hvað er betur gert í fangelsinu í dag samanborið við þann tíma sem Margrét var forstöðumaður?

Skoðun
Fréttamynd

Segir fanga­verði sinna starfi sínu af stakri trú­mennsku

Páll Winkel fangelsismálastjóra sárnar eitt og annað sem fram kemur í orðum Ólafs Ágústs Hraundal fanga sem heldur því fram að lítið sé gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Páll segir þetta ekki rétt og stöðuna miðað við sem var miklu betri.

Innlent
Fréttamynd

Fangi segir fangelsin „mi­s­lé­legar kjöt­geymslur“

Ólafur Ágúst Hraundal fangi segir of lítið gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Hann segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. 

Innlent
Fréttamynd

Hvað veit ég? Ég er bara fangi!

Það er sorglegt sjá eftir góðum drengjum sem falla fyrir eigin hendi í fangelsi vegna sinnuleysis og það er enn sorglegra að verða vitni að hvað sumum starfsmönnum Fangelsismálastofnunar er skítsama um sína skjólstæðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Skuldirnar bíði þegar frelsið taki við

Umboðsmaður skuldara stendur stundum bjargarlaus þegar kemur að því að greiða úr fjármálum fanga og fyrrverandi fanga. Kallað er eftir heildarsýn stjórnvalda og að sérstaklega verði skoðað hvernig meðhöndla eigi skuldir fanga sem oftar en ekki losna úr afplánun en stíga um leið inn í skuldafangelsi.

Innlent
Fréttamynd

„Nú á dögunum tók sonur minn líf sitt innan veggja fangelsisins“

Móðir sem missti son sinn nýlega þegar hann fyrirfór sér í fangelsi á Íslandi segist vona að andlát hans muni hafa áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og þjónustu fyrir þá. Hún skorar á yfirvöld að efla geðheilsuteymi fanga og styrkja betur við starf Afstöðu – félags fanga á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Bréf frá móður

Foreldrar ungmenna sem leiðst hafa út í vímuefnaneyslu og afbrot þekkja tilfinninguna þegar að barnið þeirra situr í fangelsi þá er það öruggt.

Skoðun