Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Fíkni­efni á samfélagsmiðlum og bíla­kaup verðandi for­seta

Sífellt fleiri fíkniefnasalar selja eiturlyf fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum og bjóðast jafnvel til að keyra efnin heim til fólks. Fimm eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að nota slíkar söluaðferðir. Yfirlögregluþjónn segir málið umfangsmikið en næstum tuttugu kíló af efnum fundust við húsleit.

Innlent
Fréttamynd

Milljarðs tap Play og götu­list í Hafnar­firði

Forstjóri Play segir stöðu flugfélagsins trausta þrátt fyrir tap upp á rúman milljarð á öðrum ársfjórðungi. Hann gefur lítið fyrir vangaveltur um mögulega sameiningu Play og Icelandair og segir engar meiriháttar uppsagnir í uppsiglingu.

Innlent
Fréttamynd

Skip­brot í skóla­kerfinu og af­hjúpun í Hafnar­firði

Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Við fjöllum um skólamálin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. 

Innlent
Fréttamynd

Slæm hegðun fanga, veiran skæða og sundballett

Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa en haldi sama þróun áfram geti skapast vandamál. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um meintan hagsmunaárekstur við mat á sak­hæfi

Dæmi eru um að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga.

Innlent
Fréttamynd

Biden hrósar Ís­lendingum og lit­laus bílafloti

Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Við fjöllum um fundinn í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt bíl­slys á Holta­vörðu­heiði

Framkvæmdastjóri NATO segir Rússa hafa hert á skemmdarverkum og árásum á innviði aðildarríkja bandalagsins. Atlantshafsbandalagið bregðist við með því að auka varnir sínar og styrkja hernaðarmátt Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Allra augu á Biden og bein út­sending úr loft­belg

Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 

Innlent
Fréttamynd

Al­var­leg van­skil aukast og hryllingur í Úkraínu

Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan í efnahagslífinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur í frönsku þing­kosningunum

Bandalag vinstri flokka leiðir samkvæmt útgönguspám í Frakklandi og Þjóðfylking Marine Le Pen er þriðji stærsti flokkurinn. Metþátttaka var í síðari umferð þingkosninganna. Sérfræðingur spáir í spilin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Aukið of­beldi gegen heilbrigðisstarfsfólki og kosningar í Bret­landi

Ofbeldi gegn heilbrigðisstarfsfólki hefur aukist og hótunum fjölgað. Starfsfólk heilsugæslu, þar sem ráðist var á lækni í vikunni, upplifir aukið óöryggi í vinnunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslunni og formann Félags heimilislækna.

Innlent
Fréttamynd

Akranesbær í sárum eftir gjald­þrot eins stærsta vinnu­staðarins

Stálsmiður hjá Skaganum 3X á Akranesi segir þrot fyrirtækisins hafa legið í loftinu en nú sé óljóst hvað taki við. Yfir hundrað manns urðu atvinnulausir á einu bretti í bænum í dag. Bæjarstjóri segir það mikið áfall að missa svo stóran vinnustað. Við förum upp á Skaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Milljarðar streyma úr landi með starf­semi veðmálafyrirtækja

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er fjallað um að íslenska ríkið verði af verulegum fjármunum á meðan lög eru ekki sett í kringum starfsemi erlendra veðmálafyrirtækja hér á landi. Ekkert hefur gerst í málinu síðan starfshópur skilaði skýrslu fyrir hálfu öðru ári.

Innlent
Fréttamynd

Lítið fylgi Fram­sóknar og kynjaðar paprikur

Formaður Framsóknarflokksins segir lítið fylgi flokksins mega rekja til stöðunnar í efnahagsmálum. Prófessor í stjórnmálafræði telur meira þarna að baki, sérstaklega þreytu almennings á að flokkar, sem illa nái saman, sitji saman við ríkisstjórnarborðið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ekki er ætlast til að fólk í hefðbundnu eftirliti vegna sjúkdóma leiti á heilsugæsluna í sumar. Þar verður lögð áhersla á bráðaerindi þar til haustar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Við­brögð við sögu­legum tölum í Frakk­landi í beinni

Kjörstöðum í Frakklandi hefur verið lokað og útgönguspár gefnar út strax í kjölfarið. Við förum yfir fyrstu tölur í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fáum Torfa Tulinius, prófessor og sérfræðing í málefnum Frakklands, til að greina stöðuna í myndveri í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legar auka­verkanir af brúnkunefspreyjum og brott­vísun Yazans Tamimi

Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Birta við­kvæmar upp­lýsingar um lög­reglu­menn á netinu

Dæmi eru um að persónuupplýsingar um lögreglumenn séu birtar á netinu í þeim tilgangi að hvetja til eignaspjalla, ögrunar eða ofbeldis. Embætti ríkislögreglustjóra merkir aukna neikvæða þróun í þessum efnum, sem grafi undan trausti milli lögreglu og borgara. Við ræðum við lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Erfið staða Sjálf­stæðis­flokksins og Cybertruck mættur til Ís­lands

Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega. Við förum yfir stöðuna í pólitíkinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent