Stj.mál Náðu ekki yfirhöndinni á fundi Hvalveiðisinnum mistókst í morgun að ná yfirhöndinni á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Suður-Kóreu. Veiðisinnar urðu undir í atkvæðagreiðslu um breytingar á starfsemi Alþjóðahvalveiðiráðsins en japanska sendinefndin lagði til að atkvæðagreiðslur um tillögur yrðu framvegis leynilegar. Aðeins þremur atkvæðum munaði. Erlent 13.10.2005 19:23 Leita enn að lögfræðingum Stjórnarandstaðan hefur ekki enn fengið lögfræðinga til að skoða hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar fyrir hádegið að verið væri að leita að lögfræðingum til að skoða málið og að búist væri við að þeir hæfu vinnu sína fljótlega. Innlent 13.10.2005 19:23 Nærri 600 orður Á árabilinu 1996 til 2005 hefur forseti Íslands veitt 574 heiðursmerki íslensku fálkaorðunnar. Þar af hefur röskur fjórðungur farið til kvenna. Útlendingar eru meirihluti þeirra sem forsetinn hefur heiðrað með þessum hætti. Innlent 13.10.2005 19:23 Tekur hvalurinn æti frá þorski? Hafa vaxandi hvalastofnar hér við land tekið það mikið úr fæðukeðjunni að þorskurinn fær ekki nægilegt æti? Sjávarútvegsnefnd Alþingis lagði þessa, auk fleiri spurninga, fyrir Hafrannsóknastofnunina á fundi í dag. Farið var yfir nýlega skýrslu Hafró um ástand þorsksstofnsins og forsendur fyrir veiðiráðgjöf stofnunarinnar. Innlent 13.10.2005 19:23 Ferðamennska fremur en hvalveiðar Grænfriðungar halda áfram að hvetja Íslendinga að hefja ekki hvalveiðar að nýju og benda á að mun meiri tekjur fáist af ferðamennsku og hvalaskoðun en hvalveiðum. Þá vilja þeir að áhrif loftslagsbreytinga á jökla og fiskistofna verði könnuð. Innlent 13.10.2005 19:23 Máttu ekki flytja til skólahald Ákvörðun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að flytja allt skólahald Þjórsárskóla í Árnes hefur verið felld úr gildi vegna vanhæfis sveitarstjórnarmanna. Innlent 13.10.2005 19:23 Bjóði fram undir eigin nafni Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hefur skorað á samfylkingarfélaga um allt land að beita sér fyrir því að Samfylkingin bjóði fram í sem flestum sveitarfélögum undir eigin nafni. Fundur kjrödæmisráðsins lýsir þungum áhyggum af þeim sívaxandi vanda sem stafar að atvinnulífinu vegna ruðningsáhrifa stóriðjustefnunnar. Innlent 13.10.2005 19:23 Svik að afnema ekki holræsagjald Sjálfstæðismenn í borgarstjórn saka Reykjavíkurlistann um kosningasvik með því að afnema ekki holræsagjaldið, sem á sínum tíma var kynnt sem tímabundinn skattur. Þeir segja að R-listinn eigi ekki að hreykja sér af hreinsun strandlengjunnar heldur skammast sín. Innlent 13.10.2005 19:23 Hætt við spillingu í lóðaúthlutun? Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. Innlent 13.10.2005 19:23 Gefur kost á sér í formennsku SUS Borgar Þór Einarsson lögfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna. Innlent 13.10.2005 19:23 Stjórnmálamenn óhultir fyrir ETA ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, segjst hætt að myrða stjórnmálamenn. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að spænska ríkisstjórnin sagðist á dögunum vera reiðubúin til samningaviðræðna ef ETA myndi leggja niður vopn. Erlent 13.10.2005 19:23 Strákaklúbburinn ofan á "Á síðasta ári þegar valdir voru ráðherrar fyrir flokkinn varð strákaklúbburinn ofan á." Þannig kemst Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, að orði í pistli á heimasíðu sinni á netinu í gær 19. júní. Innlent 13.10.2005 19:23 Ísraelar og Palestínumenn sammála Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, segir að Ísraelar og Palestínumenn séu sammála um hvernig skuli staðið að brottflutningi gyðinga frá Gaza-svæðinu. Erlent 13.10.2005 19:23 Frekari framúrkeyrsla væntanleg Af þeim fjórum ráðuneytum sem fóru fram úr fjárlögum á síðasta fjárlagaári stefna að minnsta kosti þrjú þeirra aftur fram úr í keyrslu. Ekki hefur enn náðst í stjórnendur utanríkisráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 19:23 Vill meira fé til menntamála "Það gengur auðvitað ekki að stofnanir fari fram úr fjárlögum," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um framúrkeyrsluna hjá stofnunum menntamálaráðuneytisins. "Við fórum fram úr og það er ekki til fyrirmyndar. En við erum að taka á þessum stofnunum og hjálpa þeim að leysa úr sínum vandamálum." Innlent 13.10.2005 19:23 Þingvellir líka fyrir konur Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. Innlent 13.10.2005 19:23 Heimilin skuli jöfnuð við jörðu Ísraelar og Palestínumenn hafa komið sér saman um að heimili ísraelskra landnema á Gasa-svæðinu skuli jöfnuð við jörðu þegar þeir flytja þaðan. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í dag en hún er nú í heimsókn í Miðausturlöndum til þess að þrýsta á Ísraela og Palestínumenn að standa við loforð sín um friðarferlið. Erlent 13.10.2005 19:23 Efnavopna-Ali yfirheyrður Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem „Efnavopna-Ali“, er á meðal þeirra sem yfirheyrðir hafa verið undanfarna daga í undirbúningnum fyrir réttarhöldin yfir harðstjórn Saddams Husseins í Írak. Ali er sagður hafa verið einn nánasti samstarfsmaður Saddams en hann var síðast yfirheyrður í desember, að því er talsmaður Bandaríkjahers greindi frá í dag. Erlent 13.10.2005 19:23 Sammála en greinir á um aðferðir Stjórnarandstaðan er sammála forsætisráðherra um að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni. Samfylkingin leggur til fækkun úr þrettán ráðuneytum í níu en Vinstri-grænir telja réttast að hver ríkisstjórn ráði því hvernig starfsfólki og ráðuneytum sé raðað niður hverju sinni. Innlent 13.10.2005 19:23 Lítill árangur af viðræðunum Lítið virðist hafa komið út úr viðræðum Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, sem fram fóru í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Rice að Ísraelar og Palestínumenn yrðu að vinna saman að farsælli lausn á brottflutningi herliðs Ísraelsmanna frá Gasa. </font /> Erlent 13.10.2005 19:23 Taka gagnrýninni ekki illa Það sem fyrirtæki leggja til samfélagsins, fyrir utan skatta og skyldur og að fara eftir lögum og reglum, verður að vera á sjálfviljugum grundvelli, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir forsætisráðherra hafa orðað hlutina á sinn hátt í hátíðarræðu sinni í gær og að samtökin hafi ekkert við það að athuga. Innlent 13.10.2005 19:23 Heldur hlífiskildi yfir Mugabe Breskur þingmaður hefur gagnrýnt forseta Suður-Afríku harkalega fyrir að halda hlífiskildi yfir Robert Mugabe, forseta Simbabves. Þingmaðurinn er nýkomin úr leynilegri heimsókn til Simbabves og segir Mugabe vera í stríði við eigin þjóð. Erlent 13.10.2005 19:23 Rice í Miðausturlöndum Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er komin til Miðausturlanda til þess að reyna að ýta við Ísraelum og Palestínumönnum að standa við skuldbindingar sínar um frið. Rice sagði við fréttamenn að Palestínumenn yrðu að halda vopnahlé sitt sem oft hefur verið rofið undanfarnar vikur. Erlent 13.10.2005 19:23 Enginn með hreinan meirihluta Ljóst er að enginn frambjóðandi hefur fengið tilskilin fimmtíu prósent atkvæða í forsetakosningunum í Íran. Frambjóðendur eru sjö. Eftir að búið var að telja tuttugu og tvær milljónir atkvæða af þeim þrjátíu og tveim milljónum sem bárust var Akbar Hashemi Rafsanjani efstur með rúmlega 21% atkvæða. Erlent 13.10.2005 19:23 Framlög val fyrirtækja og banka Það sem fyrirtæki leggja í samfélagsleg verkefni umfram skýrar kröfur og skyldur verður að vera á frjálsum grundvelli og ráðast af vilja einstakra fyrirtækja, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Stjórnarformaður KB banka, segir bankana hafa tekið öflugan þátt í vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja sem hvað mest hafa vaxið undanfarið í íslensku atvinnulífi. Innlent 13.10.2005 19:23 Uppreisnum svarað af hörku Ríkisstjórnin í Kirgistan tilkynnti í dag að öllum tilraunum til uppreisnar í landinu yrði svarað af hörku. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að hópur fólks ruddist inn í byggingu sem stjórnin hefur aðsetur sitt í í gær. Erlent 13.10.2005 19:23 Skýrði ekki frá öllum hlutnum Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi síðastliðinn mánudag að hann og fjölskylda hans ættu 25 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi. Á fundi fjárlaganefndar þremur dögum síðar kom fram að hlutur fjölskyldunnar í fyrirtækinu er níu prósentustigum hærri, eða 34 prósent. Innlent 13.10.2005 19:23 Breyting á skipan ráðuneyta Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta og sú endurskoðun mun hefjast í haust. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu í morgun. Innlent 13.10.2005 15:33 Milljarða fram úr áætlunum Skólar og heilbrigðisstofnanir fóru mest umfram heimildir árið 2004. Átta ráðuneyti héldu sig innan marka en þrátt fyrir það fór rekstur stofnana 1,7 milljarða fram úr fjárlögum. Innlent 13.10.2005 15:34 Ráðuneytum fækkað í sex? Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur að fækka megi ráðuneytunum í allt að sex og sameina ríkisstofnanir um leið. Hann segir stjórnarflokkana sammála um þörfina á breytingum. Innlent 13.10.2005 15:34 « ‹ 90 91 92 93 94 95 96 97 98 … 187 ›
Náðu ekki yfirhöndinni á fundi Hvalveiðisinnum mistókst í morgun að ná yfirhöndinni á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Suður-Kóreu. Veiðisinnar urðu undir í atkvæðagreiðslu um breytingar á starfsemi Alþjóðahvalveiðiráðsins en japanska sendinefndin lagði til að atkvæðagreiðslur um tillögur yrðu framvegis leynilegar. Aðeins þremur atkvæðum munaði. Erlent 13.10.2005 19:23
Leita enn að lögfræðingum Stjórnarandstaðan hefur ekki enn fengið lögfræðinga til að skoða hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar fyrir hádegið að verið væri að leita að lögfræðingum til að skoða málið og að búist væri við að þeir hæfu vinnu sína fljótlega. Innlent 13.10.2005 19:23
Nærri 600 orður Á árabilinu 1996 til 2005 hefur forseti Íslands veitt 574 heiðursmerki íslensku fálkaorðunnar. Þar af hefur röskur fjórðungur farið til kvenna. Útlendingar eru meirihluti þeirra sem forsetinn hefur heiðrað með þessum hætti. Innlent 13.10.2005 19:23
Tekur hvalurinn æti frá þorski? Hafa vaxandi hvalastofnar hér við land tekið það mikið úr fæðukeðjunni að þorskurinn fær ekki nægilegt æti? Sjávarútvegsnefnd Alþingis lagði þessa, auk fleiri spurninga, fyrir Hafrannsóknastofnunina á fundi í dag. Farið var yfir nýlega skýrslu Hafró um ástand þorsksstofnsins og forsendur fyrir veiðiráðgjöf stofnunarinnar. Innlent 13.10.2005 19:23
Ferðamennska fremur en hvalveiðar Grænfriðungar halda áfram að hvetja Íslendinga að hefja ekki hvalveiðar að nýju og benda á að mun meiri tekjur fáist af ferðamennsku og hvalaskoðun en hvalveiðum. Þá vilja þeir að áhrif loftslagsbreytinga á jökla og fiskistofna verði könnuð. Innlent 13.10.2005 19:23
Máttu ekki flytja til skólahald Ákvörðun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að flytja allt skólahald Þjórsárskóla í Árnes hefur verið felld úr gildi vegna vanhæfis sveitarstjórnarmanna. Innlent 13.10.2005 19:23
Bjóði fram undir eigin nafni Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hefur skorað á samfylkingarfélaga um allt land að beita sér fyrir því að Samfylkingin bjóði fram í sem flestum sveitarfélögum undir eigin nafni. Fundur kjrödæmisráðsins lýsir þungum áhyggum af þeim sívaxandi vanda sem stafar að atvinnulífinu vegna ruðningsáhrifa stóriðjustefnunnar. Innlent 13.10.2005 19:23
Svik að afnema ekki holræsagjald Sjálfstæðismenn í borgarstjórn saka Reykjavíkurlistann um kosningasvik með því að afnema ekki holræsagjaldið, sem á sínum tíma var kynnt sem tímabundinn skattur. Þeir segja að R-listinn eigi ekki að hreykja sér af hreinsun strandlengjunnar heldur skammast sín. Innlent 13.10.2005 19:23
Hætt við spillingu í lóðaúthlutun? Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. Innlent 13.10.2005 19:23
Gefur kost á sér í formennsku SUS Borgar Þór Einarsson lögfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna. Innlent 13.10.2005 19:23
Stjórnmálamenn óhultir fyrir ETA ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, segjst hætt að myrða stjórnmálamenn. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að spænska ríkisstjórnin sagðist á dögunum vera reiðubúin til samningaviðræðna ef ETA myndi leggja niður vopn. Erlent 13.10.2005 19:23
Strákaklúbburinn ofan á "Á síðasta ári þegar valdir voru ráðherrar fyrir flokkinn varð strákaklúbburinn ofan á." Þannig kemst Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, að orði í pistli á heimasíðu sinni á netinu í gær 19. júní. Innlent 13.10.2005 19:23
Ísraelar og Palestínumenn sammála Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, segir að Ísraelar og Palestínumenn séu sammála um hvernig skuli staðið að brottflutningi gyðinga frá Gaza-svæðinu. Erlent 13.10.2005 19:23
Frekari framúrkeyrsla væntanleg Af þeim fjórum ráðuneytum sem fóru fram úr fjárlögum á síðasta fjárlagaári stefna að minnsta kosti þrjú þeirra aftur fram úr í keyrslu. Ekki hefur enn náðst í stjórnendur utanríkisráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 19:23
Vill meira fé til menntamála "Það gengur auðvitað ekki að stofnanir fari fram úr fjárlögum," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um framúrkeyrsluna hjá stofnunum menntamálaráðuneytisins. "Við fórum fram úr og það er ekki til fyrirmyndar. En við erum að taka á þessum stofnunum og hjálpa þeim að leysa úr sínum vandamálum." Innlent 13.10.2005 19:23
Þingvellir líka fyrir konur Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. Innlent 13.10.2005 19:23
Heimilin skuli jöfnuð við jörðu Ísraelar og Palestínumenn hafa komið sér saman um að heimili ísraelskra landnema á Gasa-svæðinu skuli jöfnuð við jörðu þegar þeir flytja þaðan. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í dag en hún er nú í heimsókn í Miðausturlöndum til þess að þrýsta á Ísraela og Palestínumenn að standa við loforð sín um friðarferlið. Erlent 13.10.2005 19:23
Efnavopna-Ali yfirheyrður Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem „Efnavopna-Ali“, er á meðal þeirra sem yfirheyrðir hafa verið undanfarna daga í undirbúningnum fyrir réttarhöldin yfir harðstjórn Saddams Husseins í Írak. Ali er sagður hafa verið einn nánasti samstarfsmaður Saddams en hann var síðast yfirheyrður í desember, að því er talsmaður Bandaríkjahers greindi frá í dag. Erlent 13.10.2005 19:23
Sammála en greinir á um aðferðir Stjórnarandstaðan er sammála forsætisráðherra um að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni. Samfylkingin leggur til fækkun úr þrettán ráðuneytum í níu en Vinstri-grænir telja réttast að hver ríkisstjórn ráði því hvernig starfsfólki og ráðuneytum sé raðað niður hverju sinni. Innlent 13.10.2005 19:23
Lítill árangur af viðræðunum Lítið virðist hafa komið út úr viðræðum Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, sem fram fóru í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Rice að Ísraelar og Palestínumenn yrðu að vinna saman að farsælli lausn á brottflutningi herliðs Ísraelsmanna frá Gasa. </font /> Erlent 13.10.2005 19:23
Taka gagnrýninni ekki illa Það sem fyrirtæki leggja til samfélagsins, fyrir utan skatta og skyldur og að fara eftir lögum og reglum, verður að vera á sjálfviljugum grundvelli, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir forsætisráðherra hafa orðað hlutina á sinn hátt í hátíðarræðu sinni í gær og að samtökin hafi ekkert við það að athuga. Innlent 13.10.2005 19:23
Heldur hlífiskildi yfir Mugabe Breskur þingmaður hefur gagnrýnt forseta Suður-Afríku harkalega fyrir að halda hlífiskildi yfir Robert Mugabe, forseta Simbabves. Þingmaðurinn er nýkomin úr leynilegri heimsókn til Simbabves og segir Mugabe vera í stríði við eigin þjóð. Erlent 13.10.2005 19:23
Rice í Miðausturlöndum Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er komin til Miðausturlanda til þess að reyna að ýta við Ísraelum og Palestínumönnum að standa við skuldbindingar sínar um frið. Rice sagði við fréttamenn að Palestínumenn yrðu að halda vopnahlé sitt sem oft hefur verið rofið undanfarnar vikur. Erlent 13.10.2005 19:23
Enginn með hreinan meirihluta Ljóst er að enginn frambjóðandi hefur fengið tilskilin fimmtíu prósent atkvæða í forsetakosningunum í Íran. Frambjóðendur eru sjö. Eftir að búið var að telja tuttugu og tvær milljónir atkvæða af þeim þrjátíu og tveim milljónum sem bárust var Akbar Hashemi Rafsanjani efstur með rúmlega 21% atkvæða. Erlent 13.10.2005 19:23
Framlög val fyrirtækja og banka Það sem fyrirtæki leggja í samfélagsleg verkefni umfram skýrar kröfur og skyldur verður að vera á frjálsum grundvelli og ráðast af vilja einstakra fyrirtækja, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Stjórnarformaður KB banka, segir bankana hafa tekið öflugan þátt í vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja sem hvað mest hafa vaxið undanfarið í íslensku atvinnulífi. Innlent 13.10.2005 19:23
Uppreisnum svarað af hörku Ríkisstjórnin í Kirgistan tilkynnti í dag að öllum tilraunum til uppreisnar í landinu yrði svarað af hörku. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að hópur fólks ruddist inn í byggingu sem stjórnin hefur aðsetur sitt í í gær. Erlent 13.10.2005 19:23
Skýrði ekki frá öllum hlutnum Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi síðastliðinn mánudag að hann og fjölskylda hans ættu 25 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi. Á fundi fjárlaganefndar þremur dögum síðar kom fram að hlutur fjölskyldunnar í fyrirtækinu er níu prósentustigum hærri, eða 34 prósent. Innlent 13.10.2005 19:23
Breyting á skipan ráðuneyta Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta og sú endurskoðun mun hefjast í haust. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu í morgun. Innlent 13.10.2005 15:33
Milljarða fram úr áætlunum Skólar og heilbrigðisstofnanir fóru mest umfram heimildir árið 2004. Átta ráðuneyti héldu sig innan marka en þrátt fyrir það fór rekstur stofnana 1,7 milljarða fram úr fjárlögum. Innlent 13.10.2005 15:34
Ráðuneytum fækkað í sex? Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur að fækka megi ráðuneytunum í allt að sex og sameina ríkisstofnanir um leið. Hann segir stjórnarflokkana sammála um þörfina á breytingum. Innlent 13.10.2005 15:34