Alvöru sportbíll 27. ágúst 2004 00:01 Porsche er í hugum margra hinn fullkomni sportbíll. Rennileg og klassísk hönnun og mikill stöðugleiki á vegi er aðalsmerki þessa draumabíls bíladellufólksins. Í dag verður frumsýndur í Perlunni nýr Porche 911 sportbíll. Um er að ræða tvo 911, Carrera og Carrera S og er þetta í fyrsta sinn sem Porsche frumsýnir tvo bíla í einu. Porsche 911 Carrera S er með 6 strokka vél sem er aftur í bílnum. Bíllinn er því með lágan og vel miðjusettan þyngdapunkt. Bíllinn er breiðari, lægri og rúmbetri en fyrri gerð þannig að hsnn liggur enn betur á veginum en áður og er þægilegri um leið. 911 Carrera S er með 3,8 lítra, 355 hestafla vél við 6.600 snúninga á mínútu og hámarks tog 400 Nm við 4.600 snúninga. Uppgefinn hámarkshraði er 293 km á klukkustund en fram hefur komið í erlendum bílablöðum að bíllinn hafi í prófunum farið vel yfir 300 km hraða á þýskum hraðbrautum. Bíllinn er stillanlegur á tvo vegu, fyrir venjulegan akstur og keppnisakstur. Hægt er því að breyta þægilegum borgarbíl í kappakstursbíl með því að þrýsta á einn hnapp. Þá stífnar fjöðrunin, bensíngjöfin styttist, skiptingin breytist, útsláttur vélar breytist og bremsurnar breytast í keppnisútgáfu af ABS. Með því að þrýsta aftur á hnappin breytist hann í borgarbíl á ný. Óhætt er að fullyrða að hinn nýi 911 hafi slegið í gegn. Hann hefur fengið hæstu einkunn í öllum bílablöðum þar sem hann hefur verið prófaður. Sýningin í Perlunni stendur í dag og á morgun, sunnudag. Opið verður milli kl. 12 og 18 báða dagana. Bílar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Porsche er í hugum margra hinn fullkomni sportbíll. Rennileg og klassísk hönnun og mikill stöðugleiki á vegi er aðalsmerki þessa draumabíls bíladellufólksins. Í dag verður frumsýndur í Perlunni nýr Porche 911 sportbíll. Um er að ræða tvo 911, Carrera og Carrera S og er þetta í fyrsta sinn sem Porsche frumsýnir tvo bíla í einu. Porsche 911 Carrera S er með 6 strokka vél sem er aftur í bílnum. Bíllinn er því með lágan og vel miðjusettan þyngdapunkt. Bíllinn er breiðari, lægri og rúmbetri en fyrri gerð þannig að hsnn liggur enn betur á veginum en áður og er þægilegri um leið. 911 Carrera S er með 3,8 lítra, 355 hestafla vél við 6.600 snúninga á mínútu og hámarks tog 400 Nm við 4.600 snúninga. Uppgefinn hámarkshraði er 293 km á klukkustund en fram hefur komið í erlendum bílablöðum að bíllinn hafi í prófunum farið vel yfir 300 km hraða á þýskum hraðbrautum. Bíllinn er stillanlegur á tvo vegu, fyrir venjulegan akstur og keppnisakstur. Hægt er því að breyta þægilegum borgarbíl í kappakstursbíl með því að þrýsta á einn hnapp. Þá stífnar fjöðrunin, bensíngjöfin styttist, skiptingin breytist, útsláttur vélar breytist og bremsurnar breytast í keppnisútgáfu af ABS. Með því að þrýsta aftur á hnappin breytist hann í borgarbíl á ný. Óhætt er að fullyrða að hinn nýi 911 hafi slegið í gegn. Hann hefur fengið hæstu einkunn í öllum bílablöðum þar sem hann hefur verið prófaður. Sýningin í Perlunni stendur í dag og á morgun, sunnudag. Opið verður milli kl. 12 og 18 báða dagana.
Bílar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira