Tvær vikur í undirbúning 8. febrúar 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári. Það kemur í ljós þegar dregið verður 22. febrúar hverjir andstæðingar íslenska liðsins verða en liðið getur lent á móti öllum liðum í öðrum og þriðja styrkleikaflokki. Fyrri leikurinn í umspilinu fer fram helgina 11. til 12. júní en seinni leikurinn helgina eftir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið að hann vildi gjarnan sleppa við að mæta Ungverjum og Pólverjum í umspilinu. "Þetta eru lið sem eru svipuð að styrkleika og við og það gæti brugðið til beggja vona gegn þeim. Við getum hins vegar varla vanmetið neitt lið og lið eins og Rúmenar og Portúgalar eru einnig öflug," sagði Viggó. Undirbúningur íslenska landsliðsins er tvíþættur. Liðið mun annars vegar safnast saman hér heima um páskana og spila þá þrjá leiki gegn Pólverjum um páskahelgina, 25., 26. og 27. mars. Viggó sagði að það hefði verið lögð mikil áhersla á að fá leiki um páskana á Íslandi. Við skuldum íslensku þjóðinni leiki hér heima og því töldum við nauðsynlegt að spila þessa leiki. Vissulega hefði veirð hægt að gefa frí en miðað við gengi okkar á heimsmeistaramótinu í Túnis þá veitir okkur ekki af því að hittast og æfa. Við náum ekki árangri öðruvísi," sagði Viggó. Liðið mun síðan hittast viku fyrir fyrri umspilsleikinn, um leið og þýsku deildinni lýkur, og þá verða spilaðir tveir leikir gegn Svíum, þriðjudaginn 7. júní og miðvikudaginn 8. júní. Viggó sagði að íslenska landsliðið væri afskaplega háð þýsku deildinni. "Við verðum að nýta tímann þegar þýska landsliðið spilar æfingaleiki sem best og auðvitað er það að vissu leyti bagalegt. Við erum hins vegar ekki eina þjóðin sem er í þessari stöðu því þýska og spænska deildin stjórna æfingum og leikjum hjá flestum landsliðum Evrópu," sagði Viggó. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Norðmenn hefðu verið efstir á óskalista HSÍ sem andstæðingar um páskana en þeir hefðu ekki treyst sér til koma. "Ég held að leikmenn norska liðsins hafi einfaldlega neitað að spila um páskana," sagði Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári. Það kemur í ljós þegar dregið verður 22. febrúar hverjir andstæðingar íslenska liðsins verða en liðið getur lent á móti öllum liðum í öðrum og þriðja styrkleikaflokki. Fyrri leikurinn í umspilinu fer fram helgina 11. til 12. júní en seinni leikurinn helgina eftir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið að hann vildi gjarnan sleppa við að mæta Ungverjum og Pólverjum í umspilinu. "Þetta eru lið sem eru svipuð að styrkleika og við og það gæti brugðið til beggja vona gegn þeim. Við getum hins vegar varla vanmetið neitt lið og lið eins og Rúmenar og Portúgalar eru einnig öflug," sagði Viggó. Undirbúningur íslenska landsliðsins er tvíþættur. Liðið mun annars vegar safnast saman hér heima um páskana og spila þá þrjá leiki gegn Pólverjum um páskahelgina, 25., 26. og 27. mars. Viggó sagði að það hefði verið lögð mikil áhersla á að fá leiki um páskana á Íslandi. Við skuldum íslensku þjóðinni leiki hér heima og því töldum við nauðsynlegt að spila þessa leiki. Vissulega hefði veirð hægt að gefa frí en miðað við gengi okkar á heimsmeistaramótinu í Túnis þá veitir okkur ekki af því að hittast og æfa. Við náum ekki árangri öðruvísi," sagði Viggó. Liðið mun síðan hittast viku fyrir fyrri umspilsleikinn, um leið og þýsku deildinni lýkur, og þá verða spilaðir tveir leikir gegn Svíum, þriðjudaginn 7. júní og miðvikudaginn 8. júní. Viggó sagði að íslenska landsliðið væri afskaplega háð þýsku deildinni. "Við verðum að nýta tímann þegar þýska landsliðið spilar æfingaleiki sem best og auðvitað er það að vissu leyti bagalegt. Við erum hins vegar ekki eina þjóðin sem er í þessari stöðu því þýska og spænska deildin stjórna æfingum og leikjum hjá flestum landsliðum Evrópu," sagði Viggó. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Norðmenn hefðu verið efstir á óskalista HSÍ sem andstæðingar um páskana en þeir hefðu ekki treyst sér til koma. "Ég held að leikmenn norska liðsins hafi einfaldlega neitað að spila um páskana," sagði Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira