Úrvalsdeildin að byrja á ný 8. febrúar 2005 00:01 Úrvalsdeild DHL-deildarinnar í handbolta hefst í kvöld með þrem leikjum. Fyrsta umferðin klárast svo á morgun þegar Þór tekur á móti Val á Akureyri. Aðdragandi þessarar úrvalsdeildar er búinn að vera langur en leikið var í tveim deildum fyrir áramót og fjögur efstu liðin í hvorum riðli fóru síðan í úrvalsdeild en hin liðin spila í 1. deildinni. Þau lið sem komust í úrvalsdeild taka síðan með sér þau stig sem þau fengu í innbyrðisleikjum gegn hinum liðunum í úrvalsdeildinni. Val og ÍR gekk vel í "réttu" leikjunum í vetur og þau byrja því úrvalsdeildina með átta stig en Víkingur, Þór og ÍBV eiga aftur á móti verk fyrir höndum þar sem þau hefja úrvalsdeildina með aðeins fjögur stig. Stórleikur kvöldsins að margra mati viðureign Íslandsmeistara Hauka og ÍBV að Ásvöllum. ÍBV var á mikilli uppleið undir lok forkeppninnar og Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari er einn þeirra sem spáir þeim velgengni í úrvalsdeildinni. Ef Eyjamenn ætla sér alla leið í vetur er ljóst að þeir verða að leggja þá bestu að velli og leikurinn í kvöld gefur nokkuð góða mynd af því hvar þeir í raun standa. ÍR-ingar fá erfitt verkefni er þeir sækja KA heim en KA er aðeins með stigi minna en ÍR, sjö. Þeir geta því skotist upp fyrir Breiðhyltinga með sigri á heimavelli og því er mikið undir á Akureyri í kvöld. HK tekur síðan á móti Víkingum í Digranesi en HK var spáð titlinum fyrir mót en þeim hefur gengið illa að standa undir þeim væntingum. Engu að síður ætti Víkingur að vera lítil fyrirstaða gegn þeim á heimavelli. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Sjá meira
Úrvalsdeild DHL-deildarinnar í handbolta hefst í kvöld með þrem leikjum. Fyrsta umferðin klárast svo á morgun þegar Þór tekur á móti Val á Akureyri. Aðdragandi þessarar úrvalsdeildar er búinn að vera langur en leikið var í tveim deildum fyrir áramót og fjögur efstu liðin í hvorum riðli fóru síðan í úrvalsdeild en hin liðin spila í 1. deildinni. Þau lið sem komust í úrvalsdeild taka síðan með sér þau stig sem þau fengu í innbyrðisleikjum gegn hinum liðunum í úrvalsdeildinni. Val og ÍR gekk vel í "réttu" leikjunum í vetur og þau byrja því úrvalsdeildina með átta stig en Víkingur, Þór og ÍBV eiga aftur á móti verk fyrir höndum þar sem þau hefja úrvalsdeildina með aðeins fjögur stig. Stórleikur kvöldsins að margra mati viðureign Íslandsmeistara Hauka og ÍBV að Ásvöllum. ÍBV var á mikilli uppleið undir lok forkeppninnar og Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari er einn þeirra sem spáir þeim velgengni í úrvalsdeildinni. Ef Eyjamenn ætla sér alla leið í vetur er ljóst að þeir verða að leggja þá bestu að velli og leikurinn í kvöld gefur nokkuð góða mynd af því hvar þeir í raun standa. ÍR-ingar fá erfitt verkefni er þeir sækja KA heim en KA er aðeins með stigi minna en ÍR, sjö. Þeir geta því skotist upp fyrir Breiðhyltinga með sigri á heimavelli og því er mikið undir á Akureyri í kvöld. HK tekur síðan á móti Víkingum í Digranesi en HK var spáð titlinum fyrir mót en þeim hefur gengið illa að standa undir þeim væntingum. Engu að síður ætti Víkingur að vera lítil fyrirstaða gegn þeim á heimavelli.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Sjá meira