Læti og hörkuslagsmál 25. febrúar 2005 00:01 ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi. Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik, eins og flestir félaga hans, og tilhlökkunin leynir sér ekki hjá honum. "Ég setti mér það markmið fyrir nokkrum árum að ég myndi aldrei fara í Höllina fyrr en ég kæmist þangað sjálfur og ég hef staðið við það loforð. Það verður því ákaflega ljúft að mæta þangað núna til þess að spila," sagði Bjarni en leið ÍR-inga í úrslitin var ekki auðveld enda þurftu þeir að ryðja bæði Haukum og ÍBV úr veginum á leið sinni í Höllina. ÍR-liðið hefur verið nálægt því að vinna bikar síðustu ár en leikmönnum liðsins hefur ekki enn tekist að stíga skrefið til fulls og því spyrja margir sig að því hvort það sé ekki kominn tími á að liðið losi sig við stimpilinn að vera efnilegt og verði einfaldlega gott. "Við erum meira en efnilegir að mínu mati en það er alveg rétt að það er kominn tími á titil. Við erum búnir að bíða eftir því lengi en það hlýtur að vera komið að okkur núna," sagði Bjarni en ÍR tapaði fyrir HK fyrir ekki margt löngu. Hann lofar að bæta fyrir það tap í Höllinni í dag. "Við vorum mjög slakir í þeim leik en við ætlum að gera betur núna. Ég held að þetta verði rosalegur leikur og mig er farið að kitla í puttana því þetta verða mikil læti og hörkuslagsmál. Ég ætla að vinna þennan leik. Það kemur ekkert annað til greina," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR. Miglius Astrauskas, þjálfari HK, tekur lítið fyrir umræddan sigur sinna manna um daginn og segir dagsformið koma til með að ráða úrslitum. "Í úrslitaleikjum snýst þetta um hvort liðið hafi meiri vilja. Þetta eru mjög áþekk lið og ég tel líkur beggja vera jafnmiklar. Ef við spilum okkar leik tel ég að við munum sigra," segir Astrauskas. HK vann bikarinn fyrir tveimur árum síðan og segir Astrauskas að það muni hjálpa liðinu í leiknum í dag. "Mínir menn hafa þarmeð reynslu sem ÍR-ingar hafa ekki. Sú reynsla gæti ráðið úrslitum þegar uppi er staðið." Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira
ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi. Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik, eins og flestir félaga hans, og tilhlökkunin leynir sér ekki hjá honum. "Ég setti mér það markmið fyrir nokkrum árum að ég myndi aldrei fara í Höllina fyrr en ég kæmist þangað sjálfur og ég hef staðið við það loforð. Það verður því ákaflega ljúft að mæta þangað núna til þess að spila," sagði Bjarni en leið ÍR-inga í úrslitin var ekki auðveld enda þurftu þeir að ryðja bæði Haukum og ÍBV úr veginum á leið sinni í Höllina. ÍR-liðið hefur verið nálægt því að vinna bikar síðustu ár en leikmönnum liðsins hefur ekki enn tekist að stíga skrefið til fulls og því spyrja margir sig að því hvort það sé ekki kominn tími á að liðið losi sig við stimpilinn að vera efnilegt og verði einfaldlega gott. "Við erum meira en efnilegir að mínu mati en það er alveg rétt að það er kominn tími á titil. Við erum búnir að bíða eftir því lengi en það hlýtur að vera komið að okkur núna," sagði Bjarni en ÍR tapaði fyrir HK fyrir ekki margt löngu. Hann lofar að bæta fyrir það tap í Höllinni í dag. "Við vorum mjög slakir í þeim leik en við ætlum að gera betur núna. Ég held að þetta verði rosalegur leikur og mig er farið að kitla í puttana því þetta verða mikil læti og hörkuslagsmál. Ég ætla að vinna þennan leik. Það kemur ekkert annað til greina," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR. Miglius Astrauskas, þjálfari HK, tekur lítið fyrir umræddan sigur sinna manna um daginn og segir dagsformið koma til með að ráða úrslitum. "Í úrslitaleikjum snýst þetta um hvort liðið hafi meiri vilja. Þetta eru mjög áþekk lið og ég tel líkur beggja vera jafnmiklar. Ef við spilum okkar leik tel ég að við munum sigra," segir Astrauskas. HK vann bikarinn fyrir tveimur árum síðan og segir Astrauskas að það muni hjálpa liðinu í leiknum í dag. "Mínir menn hafa þarmeð reynslu sem ÍR-ingar hafa ekki. Sú reynsla gæti ráðið úrslitum þegar uppi er staðið."
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira