Handboltaveisla um páskana 28. febrúar 2005 00:01 Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, stefnir að því að bjóða landsmönnum upp á handboltaveislu um páskana. Þá mun A-landsliðið mæta Pólverjum í þrem vináttulandsleikjum - 25., 26., og 27. mars - og sömu daga mun íslenska U-21 árs landsliðið spila leiki sína í forkeppni HM en þeir eru í riðli með Úkraínu, Hollandi og Austurríki. Þessir leikir munu að öllum líkindum fara fram í Laugardalshöll en unnið er að því að komast inn í Höllina þessa dagana. Handboltaunnendur geta því séð hið efnilega unglingalandslið Íslands og A-landsliðið leika sama dag á sama stað. "Þetta er allt í vinnslu en von okkar er að geta boðið til mikillar handboltaveislu um páskana en fyrsti leikurinn er á föstudaginn langa," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en hann hefur krosslagt fingurna því svo gæti farið að Ísland drægist gegn Pólverjum í umspili um sæti á EM og ef svo fer verður ekkert af vináttulandsleikjunum við Pólverja. Það verður væntanlega lítið um páskafrí hjá Viggó Sigurðssyni því hann þjálfar bæði unglinga- og A-landsliðið og stefnir því allt í tvo leiki á dag hjá honum. Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, aðstoðar hann með unglingaliðið en þetta er sama lið og varð Evrópumeistari U-18 fyrir tveim árum síðan. Það eru miklar væntingar gerðar til liðsins enda einhver efnilegasti hópur sem komið hefur fram lengi hér á landi. "Það er mikið að gera á skrifstofunni þessa dagana því við erum líka með riðil hjá U-17 kvenna í maí en alls eru 15 landsleikir á dagskránni hjá okkur fram til 20. júní ásamt auðvitað úrslitunum í handboltanum hér heima," sagði Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, stefnir að því að bjóða landsmönnum upp á handboltaveislu um páskana. Þá mun A-landsliðið mæta Pólverjum í þrem vináttulandsleikjum - 25., 26., og 27. mars - og sömu daga mun íslenska U-21 árs landsliðið spila leiki sína í forkeppni HM en þeir eru í riðli með Úkraínu, Hollandi og Austurríki. Þessir leikir munu að öllum líkindum fara fram í Laugardalshöll en unnið er að því að komast inn í Höllina þessa dagana. Handboltaunnendur geta því séð hið efnilega unglingalandslið Íslands og A-landsliðið leika sama dag á sama stað. "Þetta er allt í vinnslu en von okkar er að geta boðið til mikillar handboltaveislu um páskana en fyrsti leikurinn er á föstudaginn langa," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en hann hefur krosslagt fingurna því svo gæti farið að Ísland drægist gegn Pólverjum í umspili um sæti á EM og ef svo fer verður ekkert af vináttulandsleikjunum við Pólverja. Það verður væntanlega lítið um páskafrí hjá Viggó Sigurðssyni því hann þjálfar bæði unglinga- og A-landsliðið og stefnir því allt í tvo leiki á dag hjá honum. Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, aðstoðar hann með unglingaliðið en þetta er sama lið og varð Evrópumeistari U-18 fyrir tveim árum síðan. Það eru miklar væntingar gerðar til liðsins enda einhver efnilegasti hópur sem komið hefur fram lengi hér á landi. "Það er mikið að gera á skrifstofunni þessa dagana því við erum líka með riðil hjá U-17 kvenna í maí en alls eru 15 landsleikir á dagskránni hjá okkur fram til 20. júní ásamt auðvitað úrslitunum í handboltanum hér heima," sagði Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Sjá meira