Blendingsbílar í stað bensínháka 17. apríl 2005 00:01 Tryllitæki sem bensínið rennur í gegnum hafa löngum verið vinsæl í Bandaríkjunum, en ekki lengur. Himinhátt bensínverð segir til sín þó að Bandaríkjamenn borgi margfalt lægra verð en Íslendingar. Bensínlítrinn kostar um hundrað krónur víðast hvar hér á landi en í Bandaríkjunum borga neytendur um 37 krónur og finnst það rán um hábjartan dag. Það kemur því ekki á óvart að bílasala hafi snarminnkað og að helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna geti ekki komið bensínhákunum sínum út. Það gildir þó ekki um alla bíla. Japanskir framleiðendur, sem framleiða blendingsbíla, gera það gott. Blendingsbílar eru með bæði rafmótor og bensínvél, eyða minna bensíni og eru sagðir mun umhverfisvænni. Brad Berman, ritstjóri Hybrid, segir að almenningur í Bandaríkjunum kikni í hnjánum þegar hann þurfi að borga meira við dæluna. Hann fari að hugsa um hvernig draga megi úr kostnaði og þá sé rökrétt að hugleiða blendingsbíl. Á síðasta ári voru seldir 88 þúsund blendingsbílar í Bandaríkjunum og framleiðendur gera ráð fyrir að helmingi fleiri verði seldir í ár. Japanskir framleiðendur græða en þeir bandarísku eru í vandræðum. Sérfræðingar þeirra töldu víst að almenningur vildi tröllajeppa og skriðdreka á hjólum. Salan hjá þeim hefur því hrapað á undanförnum mánuðum. Salan hjá General Motors hefur minnkað um tíu prósent undanfarna tvo mánuði og hjá Ford hefur salan dregist saman í hverjum mánuði í heil tvö ár. Bermann segir að bæði fyrirtæki verði að elta hin fyrirtækin uppi því þeir hafi misst af lestinni. Bílar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Tryllitæki sem bensínið rennur í gegnum hafa löngum verið vinsæl í Bandaríkjunum, en ekki lengur. Himinhátt bensínverð segir til sín þó að Bandaríkjamenn borgi margfalt lægra verð en Íslendingar. Bensínlítrinn kostar um hundrað krónur víðast hvar hér á landi en í Bandaríkjunum borga neytendur um 37 krónur og finnst það rán um hábjartan dag. Það kemur því ekki á óvart að bílasala hafi snarminnkað og að helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna geti ekki komið bensínhákunum sínum út. Það gildir þó ekki um alla bíla. Japanskir framleiðendur, sem framleiða blendingsbíla, gera það gott. Blendingsbílar eru með bæði rafmótor og bensínvél, eyða minna bensíni og eru sagðir mun umhverfisvænni. Brad Berman, ritstjóri Hybrid, segir að almenningur í Bandaríkjunum kikni í hnjánum þegar hann þurfi að borga meira við dæluna. Hann fari að hugsa um hvernig draga megi úr kostnaði og þá sé rökrétt að hugleiða blendingsbíl. Á síðasta ári voru seldir 88 þúsund blendingsbílar í Bandaríkjunum og framleiðendur gera ráð fyrir að helmingi fleiri verði seldir í ár. Japanskir framleiðendur græða en þeir bandarísku eru í vandræðum. Sérfræðingar þeirra töldu víst að almenningur vildi tröllajeppa og skriðdreka á hjólum. Salan hjá þeim hefur því hrapað á undanförnum mánuðum. Salan hjá General Motors hefur minnkað um tíu prósent undanfarna tvo mánuði og hjá Ford hefur salan dregist saman í hverjum mánuði í heil tvö ár. Bermann segir að bæði fyrirtæki verði að elta hin fyrirtækin uppi því þeir hafi misst af lestinni.
Bílar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira