París er borg upp á tíu 15. júní 2005 00:01 Handknattleiksmaðurinn Ragnar Óskarsson er á leið til Frakklands á ný eftir skamma viðveru í Danmörku. Hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Parísarliðið US Ivry. Handbolti Ragnar lék undir stjórn Arons Kristjánssonar í danska liðinu Skjern í vetur, en í samráði við forráðamenn liðsins ákvað hann að fara til Frakklands á ný eftir að nokkur tilboð bárust í hann þaðan. „Þetta byrjaði allt þannig að við fengum tilboð í Ragnar frá gamla félaginu hans Dunkerque í Frakklandi. Við settumst niður og ræddum málin og úr varð að við samþykktum að hann fengi að fara frá okkur. Svo kom upp úr kafinu að hann fékk fleiri tilboð og hann ákvað að slá til og skoða samningstilboð frá Ivry. Staðan hjá okkur í Skjern er sú að við erum með annan leikstjórnanda sem er mjög góður líka og okkur fannst ekki alveg ganga að vera með tvo jafn sterka leikstjórnendur í liðinu. Við erum að skoða að fá til okkar finnskan strák sem er leikstjórnandi en getur leyst flestallar aðrar stöður líka, svo þetta hentar okkur ágætlega þannig lagað. Ég held að Ragnar sé mjög sáttur við að fara aftur til Frakklands og er ekki frá því að boltinn sem spilaður er þar henti honum betur,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið. Saknaði Frakklands „Ég spilaði hérna í Frakklandi í fjögur ár og þekki því deildina hérna mjög vel. Mér leið vel í Frakklandi og ég er spenntur að fara þangað aftur að spila. Það var sameiginleg ákvörðun okkar allra hjá Skjern að það hentaði öllum aðilum bara ágætlega að ég færi aftur til Frakklands. Ég var fyrst með tilboð frá gamla félaginu mínu Dunkerque, en var að vísu ekkert sérstaklega spenntur fyrir að fara þangað aftur því ég endaði á svo skemmtilegum nótum þar. Svo kom upp úr kafinu að ég fékk fleiri tilboð og ákvað að skoða tilboðið frá Ivry. Það er toppklúbbur sem varð meistari nokkur ár í röð fyrir nokkru síðan og endaði í þriðja sæti í fyrra. Þeir ætla að styrkja sig mikið fyrir átökin á næsta tímabili og mér líst bara ansi vel á þetta lið. Stefnan er sett á að vinna titilinn á næsta tímabili og ég vil gjarnan taka þátt í því. Ég þekki líka nokkra leikmenn í hópnum hjá þeim og það er auðvitað toppurinn að vera í París. Það er náttúrlega borg upp á tíu og ég verð að viðurkenna að ég saknaði þess dálítið að vera í Frakklandi,“ sagði Ragnar Óskarsson, kátur í bragði með að vera á leið til Frakklands á ný. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Ragnar Óskarsson er á leið til Frakklands á ný eftir skamma viðveru í Danmörku. Hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Parísarliðið US Ivry. Handbolti Ragnar lék undir stjórn Arons Kristjánssonar í danska liðinu Skjern í vetur, en í samráði við forráðamenn liðsins ákvað hann að fara til Frakklands á ný eftir að nokkur tilboð bárust í hann þaðan. „Þetta byrjaði allt þannig að við fengum tilboð í Ragnar frá gamla félaginu hans Dunkerque í Frakklandi. Við settumst niður og ræddum málin og úr varð að við samþykktum að hann fengi að fara frá okkur. Svo kom upp úr kafinu að hann fékk fleiri tilboð og hann ákvað að slá til og skoða samningstilboð frá Ivry. Staðan hjá okkur í Skjern er sú að við erum með annan leikstjórnanda sem er mjög góður líka og okkur fannst ekki alveg ganga að vera með tvo jafn sterka leikstjórnendur í liðinu. Við erum að skoða að fá til okkar finnskan strák sem er leikstjórnandi en getur leyst flestallar aðrar stöður líka, svo þetta hentar okkur ágætlega þannig lagað. Ég held að Ragnar sé mjög sáttur við að fara aftur til Frakklands og er ekki frá því að boltinn sem spilaður er þar henti honum betur,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið. Saknaði Frakklands „Ég spilaði hérna í Frakklandi í fjögur ár og þekki því deildina hérna mjög vel. Mér leið vel í Frakklandi og ég er spenntur að fara þangað aftur að spila. Það var sameiginleg ákvörðun okkar allra hjá Skjern að það hentaði öllum aðilum bara ágætlega að ég færi aftur til Frakklands. Ég var fyrst með tilboð frá gamla félaginu mínu Dunkerque, en var að vísu ekkert sérstaklega spenntur fyrir að fara þangað aftur því ég endaði á svo skemmtilegum nótum þar. Svo kom upp úr kafinu að ég fékk fleiri tilboð og ákvað að skoða tilboðið frá Ivry. Það er toppklúbbur sem varð meistari nokkur ár í röð fyrir nokkru síðan og endaði í þriðja sæti í fyrra. Þeir ætla að styrkja sig mikið fyrir átökin á næsta tímabili og mér líst bara ansi vel á þetta lið. Stefnan er sett á að vinna titilinn á næsta tímabili og ég vil gjarnan taka þátt í því. Ég þekki líka nokkra leikmenn í hópnum hjá þeim og það er auðvitað toppurinn að vera í París. Það er náttúrlega borg upp á tíu og ég verð að viðurkenna að ég saknaði þess dálítið að vera í Frakklandi,“ sagði Ragnar Óskarsson, kátur í bragði með að vera á leið til Frakklands á ný.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira