Reynt að smygla brennisteinssýru 27. ágúst 2005 00:01 "Að mínu viti þarf góða kunnáttu til að fara með slík efni og er alveg stórhættulegt í höndun viðvaninga;"" segir Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli gerði í vikunni upptækar tvær flöskur sem sannast hefur að innihéldu brennisteinssýru en hún er nauðsynleg til framleiðslu á fíkniefninu amfetamíni. Maðurinn sem reyndi að smygla flöskunum til landsins er frá Litháen en kom hingað með viðkomu í Póllandi og Kaupmannahöfn. Ekkert athugavert fannst við fyrstu leit tollvarða enda var ekki að sjá að átt hefði verið við flöskurnar með neinum hætti. Þurfti að senda þær til efnagreiningar hjá Háskóla Íslands áður en sannleikurinn kom í ljós. Litháinn var handtekinn í kjölfarið og hefur verið birt ákæra. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli telur upptöku efnanna benda til að alþjóðleg glæpasamtök hafi búið um hnútana og hafi tengsl hingað til lands. Það sanni frágangurinn á flöskum þeim er teknar voru en ekki sé á færi annarra en atvinnumanna að tappa brennisteinssýru á áfengisflöskur svo ekkert beri á. Ásgeir Karlsson, yfirmaður Fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir upptöku efnanna á Keflavíkurflugvelli ekki koma á óvart. Lögreglan hafi vitneskju um að hluti þess amfetamíns sem selt er hér á landi sé framleitt hér líka. "Þetta er ekki alveg nýtt af nálinni. Það er ekki ýkja langt síðan við lokuðum slíkri framleiðslu í Kópavogi og dæmi eru um þetta enn fyrr. Þetta er enn einn þátturinn í okkar starfi sem við fylgjumst mjög grannt með." Brennisteinssýra er eitt af lykilefnum til framleiðslu amfetamíns en neysla þess efnis hefur aukist ár frá ári undanfarin misseri. Mikil eld- og sprengihætta er af slíkri framleiðslu og brennisteinssýran sjálf er ætandi efni sem étur sig gegnum allt sem fyrir verður. Litháinn neitar sök og segir umræddar flöskur hafa verið keyptar á eðlilegan hátt í Póllandi á leið hingað til lands. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
"Að mínu viti þarf góða kunnáttu til að fara með slík efni og er alveg stórhættulegt í höndun viðvaninga;"" segir Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli gerði í vikunni upptækar tvær flöskur sem sannast hefur að innihéldu brennisteinssýru en hún er nauðsynleg til framleiðslu á fíkniefninu amfetamíni. Maðurinn sem reyndi að smygla flöskunum til landsins er frá Litháen en kom hingað með viðkomu í Póllandi og Kaupmannahöfn. Ekkert athugavert fannst við fyrstu leit tollvarða enda var ekki að sjá að átt hefði verið við flöskurnar með neinum hætti. Þurfti að senda þær til efnagreiningar hjá Háskóla Íslands áður en sannleikurinn kom í ljós. Litháinn var handtekinn í kjölfarið og hefur verið birt ákæra. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli telur upptöku efnanna benda til að alþjóðleg glæpasamtök hafi búið um hnútana og hafi tengsl hingað til lands. Það sanni frágangurinn á flöskum þeim er teknar voru en ekki sé á færi annarra en atvinnumanna að tappa brennisteinssýru á áfengisflöskur svo ekkert beri á. Ásgeir Karlsson, yfirmaður Fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir upptöku efnanna á Keflavíkurflugvelli ekki koma á óvart. Lögreglan hafi vitneskju um að hluti þess amfetamíns sem selt er hér á landi sé framleitt hér líka. "Þetta er ekki alveg nýtt af nálinni. Það er ekki ýkja langt síðan við lokuðum slíkri framleiðslu í Kópavogi og dæmi eru um þetta enn fyrr. Þetta er enn einn þátturinn í okkar starfi sem við fylgjumst mjög grannt með." Brennisteinssýra er eitt af lykilefnum til framleiðslu amfetamíns en neysla þess efnis hefur aukist ár frá ári undanfarin misseri. Mikil eld- og sprengihætta er af slíkri framleiðslu og brennisteinssýran sjálf er ætandi efni sem étur sig gegnum allt sem fyrir verður. Litháinn neitar sök og segir umræddar flöskur hafa verið keyptar á eðlilegan hátt í Póllandi á leið hingað til lands.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira