Valsmenn bjóða frítt í Höllina 9. september 2005 00:01 Valur tekur á móti H/C Tbilisi í dag og á morgun í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöll. Leikurinn í dag hefst klukkan 17 og á morgun er leikið klukkan 14.10. Ókeypis er á leikina og því um að gera fyrir handboltaunnendur að fjölmenna. Lítið er vitað um þetta georgíska lið og því má segja að Valsmenn renni blint í sjóinn fyrir viðureignirnar tvær. Fréttablaðið hafði samband við Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals, sem var spenntur fyrir viðureignunum við þetta nánast óþekkta lið. "Við vitum að þeir eru með ungt lið, það er eina vitneskja okkar um þá. Við reyndum að sjálfsögðu að fá upplýsingar um liðið í gegnum Róland Val Eradze, fyrrum Valsmann. Hann tók hins vegar þann pól í hæðina að tjá sig hvorki við okkur né Georgíumennina en þjálfari þeirra er góðvinur hans frá því hann lék í heimalandinu." "En annars held ég það skipti ekki öllu máli þó við vitum lítið um andstæðingana því við þurfum að hugsa um okkur sjálfa. Við erum með mikið breytt lið frá því á síðasta tímabili, höfum misst fjóra leikmenn og fengið aðeins einn." "Þrátt fyrir að við séum með óreynt lið í svona Evrópukeppni vil ég nú meina að við ættum að fara áfram, því heimavöllurinn gefur okkur ákveðið forskot og vonandi að við fáum góðan stuðning. Ég er afar þakklátur fyrirtækjunum Danól, Norðlenska og Ölgerðinni fyrir að bjóða fólki frítt á völlinn. Það er búið að leggja mikið í þetta dæmi, það kostaði okkur 1,8 milljónir króna að fá leikina báða hér á landi," sagði Óskar Bjarni, þjálfari Vals. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Valur tekur á móti H/C Tbilisi í dag og á morgun í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöll. Leikurinn í dag hefst klukkan 17 og á morgun er leikið klukkan 14.10. Ókeypis er á leikina og því um að gera fyrir handboltaunnendur að fjölmenna. Lítið er vitað um þetta georgíska lið og því má segja að Valsmenn renni blint í sjóinn fyrir viðureignirnar tvær. Fréttablaðið hafði samband við Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals, sem var spenntur fyrir viðureignunum við þetta nánast óþekkta lið. "Við vitum að þeir eru með ungt lið, það er eina vitneskja okkar um þá. Við reyndum að sjálfsögðu að fá upplýsingar um liðið í gegnum Róland Val Eradze, fyrrum Valsmann. Hann tók hins vegar þann pól í hæðina að tjá sig hvorki við okkur né Georgíumennina en þjálfari þeirra er góðvinur hans frá því hann lék í heimalandinu." "En annars held ég það skipti ekki öllu máli þó við vitum lítið um andstæðingana því við þurfum að hugsa um okkur sjálfa. Við erum með mikið breytt lið frá því á síðasta tímabili, höfum misst fjóra leikmenn og fengið aðeins einn." "Þrátt fyrir að við séum með óreynt lið í svona Evrópukeppni vil ég nú meina að við ættum að fara áfram, því heimavöllurinn gefur okkur ákveðið forskot og vonandi að við fáum góðan stuðning. Ég er afar þakklátur fyrirtækjunum Danól, Norðlenska og Ölgerðinni fyrir að bjóða fólki frítt á völlinn. Það er búið að leggja mikið í þetta dæmi, það kostaði okkur 1,8 milljónir króna að fá leikina báða hér á landi," sagði Óskar Bjarni, þjálfari Vals.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira