"Dómarinn lét Fulham hafa áhrif á sig" 19. mars 2006 20:14 Mourinho var eins og hljómsveitarstjóri á hliðarlínunni í kvöld. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var að vonum niðurlútur eftir að hans menn töpuðu óvænt fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni nú undir kvöldið. Lokatölur urðu 1-0 í vestur Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho gerði þó minna af því en venjulega eftir tapleik að skella skuldinni á aðra en sig sjálfan eða sína leikmenn. Mourinho virtist ráðalaus og örvæntingafullur eftir að Luis Boa Morte skoraði fyrir Fulham á 17. mínútu því innan við 10 mínútum síðar gerði hann tvær breytingar á Chelsea liðinu þrátt fyrir að ekki væru nema rúmlega 25 mínútur liðnar af leiknum. Hann tók þá Joe Cole og Shaun Wright-Phillips af velli og setti Damien Duff og Didier Drogba inn á í þeirra stað. Mourinho kláraði svo sína þriðju og síðustu skiptingu strax í hálfleik þegar hann tók Robert Huth af velli fyrir Ricardo Carvalho. "Við vorum bara lélegir fyrstu 30 mínútur leiksins. Joe og Shaun áttu ekki góðan leik og voru ekki að tengja vængspilið við sóknina. Hernan (Crespo) var mjög einmana í sókninni. Með hverri mínútu sýndu leikmennirnir mínir engin viðbrögð í leik sínum eftir markið þannig að ég varð að gera breytingu." sagði Chelsea-stjórinn og gaf sér um leið tíma til að hrósa Chris Coleman, knattspyrnustjóra Fulham. "Fulham menn börðust mjög vel og eftir markið þá var það þeirra að halda. Um leið og ég er mjög óánægður þá samgleðst ég örlítið með Chris (Coleman) því hann er frábær náungi og frábær knattspyrnustjóri." sagði Mourinho. Um markið sem dæmt var af Didier Drogba sagðist Mourinho ekki hafa séð atvikið nógu vel en kvaðst um leið ekki hafa verið sá eini sem sá það ekki. Þrátt fyrir að sjónvarpsendursýningar sýndu að Drogba handlék boltann þá sakar Mourinho, Mike Dean dómara um að hafa látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína. "Það segja allir að Drogba hafi tekið boltann með höndinni þannig að það hlýtur að vera rétt. En ég get lofað ykkur að línuvörðurinn sá ekki atvikið. Hann var þar sem ég var og ekki sá ég það auk þess sem hann lyfti ekki flagginu og leyfði markinu að standa í fyrstu. Ákvörðinin var rétt en ekki vegna þess sem þeir sáu heldur vegna pressu frá leikmönnum Fulham." bætti Mourinho við. Hann sá heldur ekki nógu vel atvikið þegar William Gallas fékk rauða spjaldið fyrir að stíga ofan á Heiðar Helguson á lokamínútu leiksins. "Ég sá það ekki, ég var alveg í hinu horninu þannig að ég get ekki tjáð mig um það."Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham var í skýjunum eftir sigur sinna manna. Hann heldur því þó fram að þrátt fyrir tapið í dag muni Chelsea halda Englandsmeistaratitlinum. "Við vorum alveg meðvitaðir um að við værum að mæta meisturunum og þeir munu verða það aftur. En ég hugsaði að kannski, bara kannski að ef við sýndum góðan leik gætum við náð góðum úrslitum. Þessi frammistaða minna manna alveg stórkostleg. Þetta snerist ekki bara um 3 stig fyrir okkur heldur létti þessi sigur smá pressu af okkur." sagði Coleman en Fulham er 11 stigum frá fallsvæði, nú með 35 stig í 14. sæti. Chelsea er með 12 stiga forystu á toppi deildarinnar en Man Utd sem er í 2. sæti á leik til góða og getur minnkað muninn í 9 stig þegar 8 umferðir eru eftir af mótinu. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var að vonum niðurlútur eftir að hans menn töpuðu óvænt fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni nú undir kvöldið. Lokatölur urðu 1-0 í vestur Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho gerði þó minna af því en venjulega eftir tapleik að skella skuldinni á aðra en sig sjálfan eða sína leikmenn. Mourinho virtist ráðalaus og örvæntingafullur eftir að Luis Boa Morte skoraði fyrir Fulham á 17. mínútu því innan við 10 mínútum síðar gerði hann tvær breytingar á Chelsea liðinu þrátt fyrir að ekki væru nema rúmlega 25 mínútur liðnar af leiknum. Hann tók þá Joe Cole og Shaun Wright-Phillips af velli og setti Damien Duff og Didier Drogba inn á í þeirra stað. Mourinho kláraði svo sína þriðju og síðustu skiptingu strax í hálfleik þegar hann tók Robert Huth af velli fyrir Ricardo Carvalho. "Við vorum bara lélegir fyrstu 30 mínútur leiksins. Joe og Shaun áttu ekki góðan leik og voru ekki að tengja vængspilið við sóknina. Hernan (Crespo) var mjög einmana í sókninni. Með hverri mínútu sýndu leikmennirnir mínir engin viðbrögð í leik sínum eftir markið þannig að ég varð að gera breytingu." sagði Chelsea-stjórinn og gaf sér um leið tíma til að hrósa Chris Coleman, knattspyrnustjóra Fulham. "Fulham menn börðust mjög vel og eftir markið þá var það þeirra að halda. Um leið og ég er mjög óánægður þá samgleðst ég örlítið með Chris (Coleman) því hann er frábær náungi og frábær knattspyrnustjóri." sagði Mourinho. Um markið sem dæmt var af Didier Drogba sagðist Mourinho ekki hafa séð atvikið nógu vel en kvaðst um leið ekki hafa verið sá eini sem sá það ekki. Þrátt fyrir að sjónvarpsendursýningar sýndu að Drogba handlék boltann þá sakar Mourinho, Mike Dean dómara um að hafa látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína. "Það segja allir að Drogba hafi tekið boltann með höndinni þannig að það hlýtur að vera rétt. En ég get lofað ykkur að línuvörðurinn sá ekki atvikið. Hann var þar sem ég var og ekki sá ég það auk þess sem hann lyfti ekki flagginu og leyfði markinu að standa í fyrstu. Ákvörðinin var rétt en ekki vegna þess sem þeir sáu heldur vegna pressu frá leikmönnum Fulham." bætti Mourinho við. Hann sá heldur ekki nógu vel atvikið þegar William Gallas fékk rauða spjaldið fyrir að stíga ofan á Heiðar Helguson á lokamínútu leiksins. "Ég sá það ekki, ég var alveg í hinu horninu þannig að ég get ekki tjáð mig um það."Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham var í skýjunum eftir sigur sinna manna. Hann heldur því þó fram að þrátt fyrir tapið í dag muni Chelsea halda Englandsmeistaratitlinum. "Við vorum alveg meðvitaðir um að við værum að mæta meisturunum og þeir munu verða það aftur. En ég hugsaði að kannski, bara kannski að ef við sýndum góðan leik gætum við náð góðum úrslitum. Þessi frammistaða minna manna alveg stórkostleg. Þetta snerist ekki bara um 3 stig fyrir okkur heldur létti þessi sigur smá pressu af okkur." sagði Coleman en Fulham er 11 stigum frá fallsvæði, nú með 35 stig í 14. sæti. Chelsea er með 12 stiga forystu á toppi deildarinnar en Man Utd sem er í 2. sæti á leik til góða og getur minnkað muninn í 9 stig þegar 8 umferðir eru eftir af mótinu.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira