Ólíklegt að RÚV-frumvarpi verði frestað fram á haust 24. apríl 2006 13:15 MYND/GVA Formaður menntamálanefndar telur ólíklegt að orðið verði við þeim kröfum stjórnarandstöðunnar að frumvarpið um Ríkisútvarpið verði ekki samþykkt á þessu þingi heldur frestað fram á haust. Þingflokksformaður Vinstri - grænna segir nauðsynlegt að gera það vegna nýrra gagna sem fram hafi komið í málinu. Fulltrúar Vinstri - grænna og Samfylkingarinnar í menntamálanefnd hafa sent formanni nefndarinnar bréf þar sem farið er fram á að frumvarp til laga um Ríkisútvarpið verði ekki samþykkt á þessu þingi heldur unnið á ný í sumar og svo samþykkt fyrir áramót. Þá vilja þeir að kannað verði sérstaklega möguleika á að Ríkisútvarpið verði gert að sjálfseignarstofnun og hvernig hægt sé að halda öllum kostum hlutafélagsformsins en sneiða af ókostina. Þá benda þeir einnig á ný gögn í málinu. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, segir það ýmislegt sem snúi að höfundarrétti og eignum RÚV og réttir útvarpsstjóra eða annarra til að ráðstafa þeim eignum. Sigurður Kári Kristjánssin, formaður menntamálanefndar, telur litlar líkur á því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað fram á vor. Krafa um það hafi komið í upphafi málsins. Hann hafi alltaf sagt að það væri langskynsamlegast fyrir RÚV, starfsmenn þess, þingið og þjóðina að umræðum um málefni RÚV ljúki núna. Fundur hefur verið boðaður í menntamálanefnd á morgun. Þar á að fara yfir ýmis atriði. Sigurður Kári segir að stjórnarandstaðan hafi beðið um að aðilar eins og Ríkisendurskoðun og Samkeppniseftirlitið komi fyrir nefndina og hann sjái ekkert því til fyrirstöðu. Ögmundur bendir á að menn þrástaglist á því að það þurfi að binda enda á óvissutíma hjá starfsfólki RÚV og ljúka málinu en raunin sé sú að starfsfólkið sé á móti lögunum. Allt hnigi því að því að fresta málinu og hann fagni því að það skuli hafa verið fallist á það að taka málið inn í nefnd að nýju og hann voni að það verði gert í alvöru. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Formaður menntamálanefndar telur ólíklegt að orðið verði við þeim kröfum stjórnarandstöðunnar að frumvarpið um Ríkisútvarpið verði ekki samþykkt á þessu þingi heldur frestað fram á haust. Þingflokksformaður Vinstri - grænna segir nauðsynlegt að gera það vegna nýrra gagna sem fram hafi komið í málinu. Fulltrúar Vinstri - grænna og Samfylkingarinnar í menntamálanefnd hafa sent formanni nefndarinnar bréf þar sem farið er fram á að frumvarp til laga um Ríkisútvarpið verði ekki samþykkt á þessu þingi heldur unnið á ný í sumar og svo samþykkt fyrir áramót. Þá vilja þeir að kannað verði sérstaklega möguleika á að Ríkisútvarpið verði gert að sjálfseignarstofnun og hvernig hægt sé að halda öllum kostum hlutafélagsformsins en sneiða af ókostina. Þá benda þeir einnig á ný gögn í málinu. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, segir það ýmislegt sem snúi að höfundarrétti og eignum RÚV og réttir útvarpsstjóra eða annarra til að ráðstafa þeim eignum. Sigurður Kári Kristjánssin, formaður menntamálanefndar, telur litlar líkur á því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað fram á vor. Krafa um það hafi komið í upphafi málsins. Hann hafi alltaf sagt að það væri langskynsamlegast fyrir RÚV, starfsmenn þess, þingið og þjóðina að umræðum um málefni RÚV ljúki núna. Fundur hefur verið boðaður í menntamálanefnd á morgun. Þar á að fara yfir ýmis atriði. Sigurður Kári segir að stjórnarandstaðan hafi beðið um að aðilar eins og Ríkisendurskoðun og Samkeppniseftirlitið komi fyrir nefndina og hann sjái ekkert því til fyrirstöðu. Ögmundur bendir á að menn þrástaglist á því að það þurfi að binda enda á óvissutíma hjá starfsfólki RÚV og ljúka málinu en raunin sé sú að starfsfólkið sé á móti lögunum. Allt hnigi því að því að fresta málinu og hann fagni því að það skuli hafa verið fallist á það að taka málið inn í nefnd að nýju og hann voni að það verði gert í alvöru.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira