Við getum staðið í hvaða liði sem er 31. ágúst 2006 20:35 Alan Pardew hafði góða ástæðu til að brosa breitt í dag NordicPhotos/GettyImages Alan Pardew var skiljanlega í skýjunum í dag eftir að West Ham landaði óvænt tveimur ungum stórlöxum úr argentínska landsliðinu fyrir lokun félagaskiptagluggans. Pardew telur að með tilkomu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano geti West Ham velgt hvaða liði sem er á Englandi eða Evrópu undir uggum. "Þetta er frábær dagur fyrir West Ham. Ekki aðeins er ég spenntur yfir þessum tíðindum, heldur einnig leikmenn og stuðningsmenn liðsins og ég held að nú séum við að verða komnir með lið sem getur keppt við þau bestu á Englandi og í Evrópu. Ég er þegar búinn að hitta leikmennina og ég þurfti ekkert að selja þeim West Ham - þeir þekkja liðið frá sjónvarpsútsendingum í Suður Ameríku og þeim líst mjög vel á þá hluti sem liðið gerði á síðustu leiktíð og leikstíll okkar leggst vel í þá. Ég sá Tevez spila gegn Serbíu á HM þar sem hann kom inn sem varamaður og þessi drengur hefur ótrúlega hæfileika. Ég veit að stuðningsmenn West Ham munu taka honum opnum örmum, því hann er leikmaður í anda Paolo Di Canio sem heillar fólk upp úr skónum með tilþrifum sínum og skapgerð. Mascherano er öðruvísi leikmaður, hann getur stjórnað spili okkar og er mjög útsjónarsamur - sem er nokkuð sem okkur vantaði sárlega á síðustu leiktíð. Ég hef þegar fengið nokkur símtöl frá leikmönnum mínum sem geta ekki beðið eftir að mæta á æfingu eftir helgina og ég veit að það ríkir mikil eftirvænting hjá félaginu vegna komu nýju leikmannana," sagði Pardew. Í kjölfar þessara óvæntu tíðinda í dag fóru strax af stað samsæriskenningar á Englandi, þar sem menn leiddu líkum að því að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætti þátt í kaupum West Ham á Argentínumönnunum tveimur sem metnir voru á stjarnfræðilegar upphæðir. Það var fyrirtækið Media Sports Investment sem átti réttinn á leikmönnunum og menn settu spurningmerki við þá staðreynd að West Ham virtist hafa bolmagn til að kaupa jafn dýra leikmenn. Því hefur verið haldið fram að kaup West Ham á leikmönnunum væru í raun aðeins lánssamningur og að Roman Abramovich hefði átt þar hlut að máli - hann væri einn hlutafjáreigenda í fyrirtækinu. Þessu hafa forráðamenn West Ham vísað á bug og þvertaka fyrir að Abramovich eigi hlut í fyrirtækinu, eða komi þarna nokkuð að máli. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Alan Pardew var skiljanlega í skýjunum í dag eftir að West Ham landaði óvænt tveimur ungum stórlöxum úr argentínska landsliðinu fyrir lokun félagaskiptagluggans. Pardew telur að með tilkomu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano geti West Ham velgt hvaða liði sem er á Englandi eða Evrópu undir uggum. "Þetta er frábær dagur fyrir West Ham. Ekki aðeins er ég spenntur yfir þessum tíðindum, heldur einnig leikmenn og stuðningsmenn liðsins og ég held að nú séum við að verða komnir með lið sem getur keppt við þau bestu á Englandi og í Evrópu. Ég er þegar búinn að hitta leikmennina og ég þurfti ekkert að selja þeim West Ham - þeir þekkja liðið frá sjónvarpsútsendingum í Suður Ameríku og þeim líst mjög vel á þá hluti sem liðið gerði á síðustu leiktíð og leikstíll okkar leggst vel í þá. Ég sá Tevez spila gegn Serbíu á HM þar sem hann kom inn sem varamaður og þessi drengur hefur ótrúlega hæfileika. Ég veit að stuðningsmenn West Ham munu taka honum opnum örmum, því hann er leikmaður í anda Paolo Di Canio sem heillar fólk upp úr skónum með tilþrifum sínum og skapgerð. Mascherano er öðruvísi leikmaður, hann getur stjórnað spili okkar og er mjög útsjónarsamur - sem er nokkuð sem okkur vantaði sárlega á síðustu leiktíð. Ég hef þegar fengið nokkur símtöl frá leikmönnum mínum sem geta ekki beðið eftir að mæta á æfingu eftir helgina og ég veit að það ríkir mikil eftirvænting hjá félaginu vegna komu nýju leikmannana," sagði Pardew. Í kjölfar þessara óvæntu tíðinda í dag fóru strax af stað samsæriskenningar á Englandi, þar sem menn leiddu líkum að því að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætti þátt í kaupum West Ham á Argentínumönnunum tveimur sem metnir voru á stjarnfræðilegar upphæðir. Það var fyrirtækið Media Sports Investment sem átti réttinn á leikmönnunum og menn settu spurningmerki við þá staðreynd að West Ham virtist hafa bolmagn til að kaupa jafn dýra leikmenn. Því hefur verið haldið fram að kaup West Ham á leikmönnunum væru í raun aðeins lánssamningur og að Roman Abramovich hefði átt þar hlut að máli - hann væri einn hlutafjáreigenda í fyrirtækinu. Þessu hafa forráðamenn West Ham vísað á bug og þvertaka fyrir að Abramovich eigi hlut í fyrirtækinu, eða komi þarna nokkuð að máli.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira