HB Grandi fór í öllu að lögum Óli Tynes skrifar 1. febrúar 2008 16:08 Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda. HB Grandi hafnar því algjörlega að hafa ekki farið að lögum í uppsögnum starfsfólks í fiskivinnslunni á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri, segir að þeir leggi ofuráherslu á að hjálpa því starfsfólki sem endanlega missir vinnuna. Verkalýðsfélag Akraness hefur haldið því fram að HB Grandi hafi hunsað lög um hópupsagnir með skýrum hætti. Grandi hafi ekki sinnt lögbundnu upplýsinga- og samráðsferli í tengslum við uppsagnirnar. Það liggi fyrir að málið muni enda fyrir dómstólum og muni ASÍ reka það mál fyrir hönd verkalýðsfélagsins. Í samtali við vísi.is sagði Eggert B. Guðmundsson að lögum samkvæmt þyrfti að eiga samráð við trúnaðarmenn og tilkynna uppsagnir til svæðisvinnumiðlunar. Hvorttveggja hafi verið gert. Eggert sagði að fyrirtækið léti ekki þar staðar numið. HB Grandi og Vinnumálastofnun ætla að gera sameiginlega áætlun um endurmenntun og ráðgjöf gagnvart þeim sem missa vinnuna þegar uppsagnir starfsfólks koma til framkvæmda. Viðkomandi starfsmönnum verður veitt aðstoð við atvinnuleit, aðgengi að viðeigandi námskeiðum, gerð ferilsskrár og greiningu áhugasviðs síns. HB Grandi greiðir kostnað við verkefnið og leitað verður eftir samstarfi við þá sem annast fræðslu og námskeiðahald, við verkalýðsfélög og við aðra eftir atvikum. Stjórnendur HB Granda eru þegar byrjaðir að kanna möguleika starfsfólks fyrirtækisins á Akranesi til vinnu í öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins og kynna niðurstöður þeirrar könnunar fljótlega. Fyrirtækið stefnir að því að kynna um miðjan febrúar hverjir verði endurráðnir úr núverandi hópi starfsmanna þess á Akranesi og hvaða verkum þeir komi til með að sinna. Uppsagnir fiskvinnslufólksins v oru ræddar ítarlega í gær á fundi sem Vinnumálastofnun boðaði til.. Á fundinn mættu fulltrúar HB Granda og Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar Alþýðusambandsins sáu sér hins vegar ekki fært að mæta. Fundurinn í gær var boðaður að frumkvæði ASÍ til að ræða ávirðingar á hendur HB Granda um að fyrirtækið hefði brotið lög og rétt á starfsmönnum sínum á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson segir að málið hafi verið rætt ítarlega við Vinnumálastofnun og ekkert hafi komið þar fram sem bendi til að HB Grandi hafi staðið ranglega að málum, hvað þá að lög hafi verið brotin. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
HB Grandi hafnar því algjörlega að hafa ekki farið að lögum í uppsögnum starfsfólks í fiskivinnslunni á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri, segir að þeir leggi ofuráherslu á að hjálpa því starfsfólki sem endanlega missir vinnuna. Verkalýðsfélag Akraness hefur haldið því fram að HB Grandi hafi hunsað lög um hópupsagnir með skýrum hætti. Grandi hafi ekki sinnt lögbundnu upplýsinga- og samráðsferli í tengslum við uppsagnirnar. Það liggi fyrir að málið muni enda fyrir dómstólum og muni ASÍ reka það mál fyrir hönd verkalýðsfélagsins. Í samtali við vísi.is sagði Eggert B. Guðmundsson að lögum samkvæmt þyrfti að eiga samráð við trúnaðarmenn og tilkynna uppsagnir til svæðisvinnumiðlunar. Hvorttveggja hafi verið gert. Eggert sagði að fyrirtækið léti ekki þar staðar numið. HB Grandi og Vinnumálastofnun ætla að gera sameiginlega áætlun um endurmenntun og ráðgjöf gagnvart þeim sem missa vinnuna þegar uppsagnir starfsfólks koma til framkvæmda. Viðkomandi starfsmönnum verður veitt aðstoð við atvinnuleit, aðgengi að viðeigandi námskeiðum, gerð ferilsskrár og greiningu áhugasviðs síns. HB Grandi greiðir kostnað við verkefnið og leitað verður eftir samstarfi við þá sem annast fræðslu og námskeiðahald, við verkalýðsfélög og við aðra eftir atvikum. Stjórnendur HB Granda eru þegar byrjaðir að kanna möguleika starfsfólks fyrirtækisins á Akranesi til vinnu í öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins og kynna niðurstöður þeirrar könnunar fljótlega. Fyrirtækið stefnir að því að kynna um miðjan febrúar hverjir verði endurráðnir úr núverandi hópi starfsmanna þess á Akranesi og hvaða verkum þeir komi til með að sinna. Uppsagnir fiskvinnslufólksins v oru ræddar ítarlega í gær á fundi sem Vinnumálastofnun boðaði til.. Á fundinn mættu fulltrúar HB Granda og Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar Alþýðusambandsins sáu sér hins vegar ekki fært að mæta. Fundurinn í gær var boðaður að frumkvæði ASÍ til að ræða ávirðingar á hendur HB Granda um að fyrirtækið hefði brotið lög og rétt á starfsmönnum sínum á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson segir að málið hafi verið rætt ítarlega við Vinnumálastofnun og ekkert hafi komið þar fram sem bendi til að HB Grandi hafi staðið ranglega að málum, hvað þá að lög hafi verið brotin.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira