Góður sigur Inter á Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2010 18:26 Wesley Sneijder skorar hér mark sitt í leiknum. Nordic Photos / AFP Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona komst reyndar yfir í leiknum með marki Pedro Rodriguez en þeir Wesley Sneijder, Maicon og Diego Milito skoruðu mörk Inter eftir það. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn hófst nokkuð rólega en það dró til tíðinda á nítjándu mínútu leiksins. Þá tók bakvörðurinn Maxwell góða rispu upp vinstri kantinn og náði að gefa fyrir markið þegar hann var kominn upp að endalínunni. Þar var sóknarmaðurinn Pedro Rodriguez á réttum stað og náði að skora með hnitmiðuðu skoti í teignum. En Inter var síst lakari aðilinn í leiknum og náði að skapa sér nokkur færi. Það bar árangur á 30. mínútu. Sóknarmenn Inter léku vörn Barcelona sundur og saman og Diego Milito, sem hafði farið illa með tvö góð færi fyrr í leiknum, lagði boltann snyrtilega fyrir Wesley Sneijder. Sá var einn á auðum sjó í teig gestanna og skoraði næsta auðveldlega. Staðan var því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks. Ekki voru liðnar þrjár mínútur af síðari hálfleik þegar enn dró til tíðinda í leiknum og heimamenn komust yfir. Aftur var það Milito sem undirbjó markið en hann fékk sendingu upp hægri kantinn og náði að koma boltanum á Maicon sem sýndi lipra takta og renndi boltanum framhjá Valdes í marki Börsunga. Á 51. mínútu fékk svo Carles Pyuol, fyrirliði Barcelona, áminningu fyrir að brjóta á Milito og mun hann missa af síðari leik liðanna vegna þessa. En heimamenn létu ekki þar við sitja. Þeir ítölsku unnu knöttinn á miðjum vallarhelmingi Börsunga og barst boltinn á Samuel Eto'o. Hann náði að gefa háan bolta inn í teig, á Sneijder sem skallaði að marki. Boltinn var hins vegar á leið framhjá þegar að Milito var aftur mættur á réttan stað og skoraði af stuttu færi. Barcelona sótti nokkuð stíft á lokamínútum og gerði allt sem það gat til að ná að skora annað dýrmætt útivallarmark. Það tókst þeim ekki og gátu Ítalarnir leyft sér að fagna góðum sigri í leikslok.Inter - Barcelona 3-1 0-1 Pedro Rodriguez (19.) 1-1 Wesley Sneijder (30.) 2-1 Maicon (48.) 3-1 Diego Milito (61.) Inter: Julio Cesar, Maicon, Lucio, Samuel, Zanetti, Motta, Cambiasso, Pandev, Milito, Sneijder og Eto'o.Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Stankovic, Muntari, Materazzi, Chivu, Balotelli. Barcelona: Valdes, Dani Alves, Pique, Puyol, Maxwell, Xabi, Busquets, Keita, Ibrahimovic, Messi, Pedro.Varamenn: Pinto, Marquez, Bojan, Henry, Milito, Abidal, Yaya Toure. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona komst reyndar yfir í leiknum með marki Pedro Rodriguez en þeir Wesley Sneijder, Maicon og Diego Milito skoruðu mörk Inter eftir það. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn hófst nokkuð rólega en það dró til tíðinda á nítjándu mínútu leiksins. Þá tók bakvörðurinn Maxwell góða rispu upp vinstri kantinn og náði að gefa fyrir markið þegar hann var kominn upp að endalínunni. Þar var sóknarmaðurinn Pedro Rodriguez á réttum stað og náði að skora með hnitmiðuðu skoti í teignum. En Inter var síst lakari aðilinn í leiknum og náði að skapa sér nokkur færi. Það bar árangur á 30. mínútu. Sóknarmenn Inter léku vörn Barcelona sundur og saman og Diego Milito, sem hafði farið illa með tvö góð færi fyrr í leiknum, lagði boltann snyrtilega fyrir Wesley Sneijder. Sá var einn á auðum sjó í teig gestanna og skoraði næsta auðveldlega. Staðan var því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks. Ekki voru liðnar þrjár mínútur af síðari hálfleik þegar enn dró til tíðinda í leiknum og heimamenn komust yfir. Aftur var það Milito sem undirbjó markið en hann fékk sendingu upp hægri kantinn og náði að koma boltanum á Maicon sem sýndi lipra takta og renndi boltanum framhjá Valdes í marki Börsunga. Á 51. mínútu fékk svo Carles Pyuol, fyrirliði Barcelona, áminningu fyrir að brjóta á Milito og mun hann missa af síðari leik liðanna vegna þessa. En heimamenn létu ekki þar við sitja. Þeir ítölsku unnu knöttinn á miðjum vallarhelmingi Börsunga og barst boltinn á Samuel Eto'o. Hann náði að gefa háan bolta inn í teig, á Sneijder sem skallaði að marki. Boltinn var hins vegar á leið framhjá þegar að Milito var aftur mættur á réttan stað og skoraði af stuttu færi. Barcelona sótti nokkuð stíft á lokamínútum og gerði allt sem það gat til að ná að skora annað dýrmætt útivallarmark. Það tókst þeim ekki og gátu Ítalarnir leyft sér að fagna góðum sigri í leikslok.Inter - Barcelona 3-1 0-1 Pedro Rodriguez (19.) 1-1 Wesley Sneijder (30.) 2-1 Maicon (48.) 3-1 Diego Milito (61.) Inter: Julio Cesar, Maicon, Lucio, Samuel, Zanetti, Motta, Cambiasso, Pandev, Milito, Sneijder og Eto'o.Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Stankovic, Muntari, Materazzi, Chivu, Balotelli. Barcelona: Valdes, Dani Alves, Pique, Puyol, Maxwell, Xabi, Busquets, Keita, Ibrahimovic, Messi, Pedro.Varamenn: Pinto, Marquez, Bojan, Henry, Milito, Abidal, Yaya Toure.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira