Almannagjá er eins og svissneskur ostur 16. september 2011 06:00 Umferð er lokað um veginn efst í Almannagjá á meðan hreinsað er upp úr gjánni sem byrjaði sem lítil hola í mars. Mynd/Einar Á. E. Sæmundsen Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni. „Þetta er nánast eins og ostur. Það eru stór gímöld og göt í öllum stígnum ofanverðum," segir Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður úr VG og formaður Þingvallanefndar, sem í gær fundaði um málið. Endanlegar ákvarðanir um hvernig gengið verður frá nýju sprungunni bíða þar til hún er fullkönnuð. „Þarna hafa menn farið um á þunnu sandlagi sem hvíldi í lausu lofti. Það voru steinar þarna undir sums staðar en ég skil ekki á hverju hitt hefur hangið. Helst virðist þetta hafa hangið saman á lyginni. Það er eiginlega mesta mildi að það skuli ekki einn eða tveir þjóðarleiðtogar liggja þarna niðri," segir Þráinn Bertelsson, hinn fulltrúi VG í Þingvallanefnd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Þingvallanefnd, tekur undir að vegurinn hafi verið ótryggur. Heppni hafi verið að slys hafi ekki orðið. „Menn hafa nefnt í gríni að þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom hér í heimsókn 2002 var hann síðasti maðurinn sem keyrði niður Almannagjá. Það mátti þakka fyrir að hann húrraði ekki niður," segir Þorgerður, sem kveðst greina samhljóm í nefndinni um að gera almenningi kleift að njóta þess náttúruundurs sem þarna megi líta.DV 18. júní 2002 Öryggisverðir voru á hverju strái og þyrla sveimaði yfir og allt um kring þegar forseti Kína fékk síðastur manna undanþágu og ók í bílalest ofan í Almannagjá grunlaus um tímasprengjuna á Kárastaðastíg.„Menn átta sig á að það þarf að finna lausn gagnvart almenningi og ferðamönnum og leyfa fólki að upplifa hvað þetta er stórkostlegt," segir Þorgerður. Þingvallanefnd ræðir meðal annars þá hugmynd að gera göngubrú yfir sprunguna. Þráinn Bertelsson segir að þó myndi hann helst vilja að sprungunni verði lokað með „ósýnilegri" brú. „Það er hægt að loka gjánni með stálplötum og moka síðan aftur ofan á. Þá lítur þetta út eins og það hefur alltaf gert á tíma þeirra sem nú lifa. Það má mikið koma til að ég falli frá því að leysa málið með slíkri ósýnilegri brú," segir Þráinn. Álfheiður Ingadóttir segir hins vegar að Þingvallanefnd hafi ákveðið strax í upphafi að ekki yrði mokað ofan í sprunguna. „Við tókum afstöðu til þess strax á fyrsta fundi að gera það ekki heldur nýta þetta ómetanlega tækifæri til að kynna og kynnast betur þeim kröftum sem eru að verki á Þingvöllum," segir formaður Þingvallanefndar. [email protected] Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni. „Þetta er nánast eins og ostur. Það eru stór gímöld og göt í öllum stígnum ofanverðum," segir Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður úr VG og formaður Þingvallanefndar, sem í gær fundaði um málið. Endanlegar ákvarðanir um hvernig gengið verður frá nýju sprungunni bíða þar til hún er fullkönnuð. „Þarna hafa menn farið um á þunnu sandlagi sem hvíldi í lausu lofti. Það voru steinar þarna undir sums staðar en ég skil ekki á hverju hitt hefur hangið. Helst virðist þetta hafa hangið saman á lyginni. Það er eiginlega mesta mildi að það skuli ekki einn eða tveir þjóðarleiðtogar liggja þarna niðri," segir Þráinn Bertelsson, hinn fulltrúi VG í Þingvallanefnd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Þingvallanefnd, tekur undir að vegurinn hafi verið ótryggur. Heppni hafi verið að slys hafi ekki orðið. „Menn hafa nefnt í gríni að þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom hér í heimsókn 2002 var hann síðasti maðurinn sem keyrði niður Almannagjá. Það mátti þakka fyrir að hann húrraði ekki niður," segir Þorgerður, sem kveðst greina samhljóm í nefndinni um að gera almenningi kleift að njóta þess náttúruundurs sem þarna megi líta.DV 18. júní 2002 Öryggisverðir voru á hverju strái og þyrla sveimaði yfir og allt um kring þegar forseti Kína fékk síðastur manna undanþágu og ók í bílalest ofan í Almannagjá grunlaus um tímasprengjuna á Kárastaðastíg.„Menn átta sig á að það þarf að finna lausn gagnvart almenningi og ferðamönnum og leyfa fólki að upplifa hvað þetta er stórkostlegt," segir Þorgerður. Þingvallanefnd ræðir meðal annars þá hugmynd að gera göngubrú yfir sprunguna. Þráinn Bertelsson segir að þó myndi hann helst vilja að sprungunni verði lokað með „ósýnilegri" brú. „Það er hægt að loka gjánni með stálplötum og moka síðan aftur ofan á. Þá lítur þetta út eins og það hefur alltaf gert á tíma þeirra sem nú lifa. Það má mikið koma til að ég falli frá því að leysa málið með slíkri ósýnilegri brú," segir Þráinn. Álfheiður Ingadóttir segir hins vegar að Þingvallanefnd hafi ákveðið strax í upphafi að ekki yrði mokað ofan í sprunguna. „Við tókum afstöðu til þess strax á fyrsta fundi að gera það ekki heldur nýta þetta ómetanlega tækifæri til að kynna og kynnast betur þeim kröftum sem eru að verki á Þingvöllum," segir formaður Þingvallanefndar. [email protected]
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira