Eldhætta af lúpínu í byggð 29. október 2011 06:00 Jón Viðar Matthíasson „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það verður stórbruni þar sem lúpínan vex í miklu magni," segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. „Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á hættunni." Í Hvítbók um náttúruvernd segir að með hlýnandi veðurfari skapist aukin hætta á tjóni af völdum bruna í náttúrunni. „Lúpína er hér sérstakt áhyggjuefni. Hún myndar miklar og þéttar breiður kringum þéttbýlisstaði, á skógræktar- og landgræðslusvæðum og í sumarbústaðalöndum." Á haustin myndast mikil sina í lúpínubreiðum og um leið gríðarlegur eldsmatur. Mælingar sýna að um fimm til tíu tonn af þurrefni eru á hektara í lúpínusinu, sem er er tífalt það magn sem er í graslendi. Í Hvítbókinni er varpað fram þeirri spurningu hvaða aðilar eigi að meta nauðsyn viðbragða. Full ástæða sé til að huga að setningu skýrari reglna um viðbrögð við náttúrueldum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, deilir áhyggjum vegna þeirrar hættu sem lúpínunni fylgir. „Minni sláttur, í kjölfar hrunsins, og krafturinn í lúpínunni er áhyggjuefni," segir Jón Viðar og kastar fram þeirri hugmynd að eyða lúpínu kerfisbundið þar sem hún er á stórum svæðum og mynda þannig „brunahólf" eða „eldgötu" sem geri sinubruna viðráðanlegri. „Við erum að byggja upp náttúruperlur nærri byggð sem tiltölulega lítill bruni getur eyðilagt á dagparti. Því er full ástæða til að vera á varðbergi," segir Jón Viðar. Hann segir slökkviliðin ágætlega útbúin til að fást við eldana en lengi megi gera betur. Jón Gunnar segir að búast megi við að sinueldar verði viðvarandi og aukið vandamál á höfuðborgarsvæðinu næstu áratugi vegna aukins gróðurs í landi. „Það þarf líka að hafa hugfast að lúpínusinan brennur mun hraðar og myndar margfaldan hita á við venjulegan sinueld. Þetta er tifandi tímasprengja." - sháJón Gunnar Ottósson Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það verður stórbruni þar sem lúpínan vex í miklu magni," segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. „Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á hættunni." Í Hvítbók um náttúruvernd segir að með hlýnandi veðurfari skapist aukin hætta á tjóni af völdum bruna í náttúrunni. „Lúpína er hér sérstakt áhyggjuefni. Hún myndar miklar og þéttar breiður kringum þéttbýlisstaði, á skógræktar- og landgræðslusvæðum og í sumarbústaðalöndum." Á haustin myndast mikil sina í lúpínubreiðum og um leið gríðarlegur eldsmatur. Mælingar sýna að um fimm til tíu tonn af þurrefni eru á hektara í lúpínusinu, sem er er tífalt það magn sem er í graslendi. Í Hvítbókinni er varpað fram þeirri spurningu hvaða aðilar eigi að meta nauðsyn viðbragða. Full ástæða sé til að huga að setningu skýrari reglna um viðbrögð við náttúrueldum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, deilir áhyggjum vegna þeirrar hættu sem lúpínunni fylgir. „Minni sláttur, í kjölfar hrunsins, og krafturinn í lúpínunni er áhyggjuefni," segir Jón Viðar og kastar fram þeirri hugmynd að eyða lúpínu kerfisbundið þar sem hún er á stórum svæðum og mynda þannig „brunahólf" eða „eldgötu" sem geri sinubruna viðráðanlegri. „Við erum að byggja upp náttúruperlur nærri byggð sem tiltölulega lítill bruni getur eyðilagt á dagparti. Því er full ástæða til að vera á varðbergi," segir Jón Viðar. Hann segir slökkviliðin ágætlega útbúin til að fást við eldana en lengi megi gera betur. Jón Gunnar segir að búast megi við að sinueldar verði viðvarandi og aukið vandamál á höfuðborgarsvæðinu næstu áratugi vegna aukins gróðurs í landi. „Það þarf líka að hafa hugfast að lúpínusinan brennur mun hraðar og myndar margfaldan hita á við venjulegan sinueld. Þetta er tifandi tímasprengja." - sháJón Gunnar Ottósson
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira