Dularfullir bílar á kreiki í fíkniefnamáli 31. maí 2013 11:49 Sakborningur í málinu leiddur fyrir dómara. „Ég sá bíl sem elti okkur. Ég spurði þá Dainius hvað væri í gangi en hann vildi ekkert segja,“ sagði túlkur Darius Kochanas fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra amfetamínmálinu í gær. Darius var þarna að lýsa því þegar hann ók Dainius Kvedaras upp að Stórhöfða þar sem þeir sóttu fíkniefni sem höfðu verið póstlögð frá Danmörku til Íslands. Litháarnir tveir eru ákærðir ásamt fimm Íslendingum fyrir að hafa smyglað rétt rúmum 19 kílóum af amfetamíni til landsins og 1,7 lítra af amfetamínbasa. Eins og fram hefur komið voru þrír Íslendingar ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að smygla fíkniefnunum með pósti frá Danmörku til Íslands í janúar síðastliðnum. Lögregla komst á snoður um innflutninginn og biðu á Stórhöfða eftir því að fíkniefnin væru send. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun kom fram að lögreglan var með umfangsmikla aðgerð á Stórhöfða þegar þeir Dainius og Darius komu þangað að sækja efnin. Darius, sem ók bílnum, er ákærður fyrir að hafa staðið á verði á meðan Dainius sótti pakkana. Lögreglan hafði meðal annars komið fyrir hljóðnemum í pökkunum. Athygli vakti að rannsóknarlögreglumenn staðfestu sérkennilega frásögn Dariusar sem talaði ítrekað um að hann hefði verið mjög óstyrkur þar sem bíll hefði elt þá félaga á leiðinni upp að Stórhöfða. Rannsóknarlögreglumennirnir segja að þeir hafi verið á bílasölu Guðfinns en þá hefðu þeir séð tvo bíla, bláan Susuki Vitara og rauðan pallbíl, skammt frá. Ökumennirnir ræddu saman tvívegis en eftir seinna samtalið fór rauðinn bíllinn í burtu. Rannsóknarlögreglumennirnir segja augljóst að mennirnir hafi verið að fylgjast með því sem fram fór, líkt og lögreglan. Skömmu síðar sækir Dainius pakkana. Lögreglumennirnir heyrðu hann opna pakka og hann var handtekinn í kjölfarið. Eftir það bólaði ekkert á bílunum samkvæmt lögreglumönnunum. Dainius neitar alfarið sök og segist ekki hafa vitað hvað væri í pakkanum. Skýrslutökum er lokið í héraðsdómi en málflutningur lögmanna fer nú fram og lýkur síðdegis. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
„Ég sá bíl sem elti okkur. Ég spurði þá Dainius hvað væri í gangi en hann vildi ekkert segja,“ sagði túlkur Darius Kochanas fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra amfetamínmálinu í gær. Darius var þarna að lýsa því þegar hann ók Dainius Kvedaras upp að Stórhöfða þar sem þeir sóttu fíkniefni sem höfðu verið póstlögð frá Danmörku til Íslands. Litháarnir tveir eru ákærðir ásamt fimm Íslendingum fyrir að hafa smyglað rétt rúmum 19 kílóum af amfetamíni til landsins og 1,7 lítra af amfetamínbasa. Eins og fram hefur komið voru þrír Íslendingar ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að smygla fíkniefnunum með pósti frá Danmörku til Íslands í janúar síðastliðnum. Lögregla komst á snoður um innflutninginn og biðu á Stórhöfða eftir því að fíkniefnin væru send. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun kom fram að lögreglan var með umfangsmikla aðgerð á Stórhöfða þegar þeir Dainius og Darius komu þangað að sækja efnin. Darius, sem ók bílnum, er ákærður fyrir að hafa staðið á verði á meðan Dainius sótti pakkana. Lögreglan hafði meðal annars komið fyrir hljóðnemum í pökkunum. Athygli vakti að rannsóknarlögreglumenn staðfestu sérkennilega frásögn Dariusar sem talaði ítrekað um að hann hefði verið mjög óstyrkur þar sem bíll hefði elt þá félaga á leiðinni upp að Stórhöfða. Rannsóknarlögreglumennirnir segja að þeir hafi verið á bílasölu Guðfinns en þá hefðu þeir séð tvo bíla, bláan Susuki Vitara og rauðan pallbíl, skammt frá. Ökumennirnir ræddu saman tvívegis en eftir seinna samtalið fór rauðinn bíllinn í burtu. Rannsóknarlögreglumennirnir segja augljóst að mennirnir hafi verið að fylgjast með því sem fram fór, líkt og lögreglan. Skömmu síðar sækir Dainius pakkana. Lögreglumennirnir heyrðu hann opna pakka og hann var handtekinn í kjölfarið. Eftir það bólaði ekkert á bílunum samkvæmt lögreglumönnunum. Dainius neitar alfarið sök og segist ekki hafa vitað hvað væri í pakkanum. Skýrslutökum er lokið í héraðsdómi en málflutningur lögmanna fer nú fram og lýkur síðdegis.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira