Ísland gerði David Moyes að manni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2013 11:24 David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, mun leiða leikmenn sína út á Wembley-leikvanginn í Lundúnum á sunnudaginn. Öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Á þessum nótum hefst umfjöllun Daily Mail um Moyes þar sem fjallað er um hvar ferill Moyes hafi hafist. Af öllum stöðum í heiminum hafi það verið á Íslandi.Líkt og Vísir fjallaði um í vor æfði David Moyes um tíma með Tý í Vestmannaeyjum. Upphaflega ætlaði Skotinn að dvelja yfir sumarið 1978 í Eyjum en dvölin varð styttri þegar Moyes bauðst samningur hjá Celtic í Skotlandi. „Fyrsta reynsla Moyes hjá alvöru liði var í Vestmannaeyjum, blautum og vindasömum fiskibæ undan suðurströnd Íslands. Þar eru lundarnir fleiri en íbúarnir fimm þúsund og eldfjall gnæfir yfir húsakynnum fólksins." Fimmtán ára mætti Moyes til Vestmannaeyja en það var Ólafur Jónsson sem hýsti Moyes á meðan á dvöl hans hér stóð. Ólafur fór árlega með hóp ungra Eyjapeyja til Skotlands til æfinga þar sem hann kynntist föður Moyes, David eldri.Nordicphotos/Getty„Hann var leiðtogi á vellinum. Ég sá það strax þá. Hann var strákur en alltaf fremstur meðal jafningja. Hann var alltaf fyrstur," segir Ólafur sem ber Moyes afar vel söguna. „Hann var hluti af fjölskyldunni," segir Ólafur sem skellir upp úr þegar ræðir um matarvenjur Skotans. „Ég held að hann hafi ekki kunnað neitt sérstaklega vel við matinn enda var fiskur nánast í hvert mál," segir Ólafur. Moyes hafi þó verið kurteis og alltaf borðað það sem stóð til boða.Viðtalið við Ólaf má sjá hér. Leikur Manchester United og Wigan um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn hefst klukkan 12.45. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, mun leiða leikmenn sína út á Wembley-leikvanginn í Lundúnum á sunnudaginn. Öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Á þessum nótum hefst umfjöllun Daily Mail um Moyes þar sem fjallað er um hvar ferill Moyes hafi hafist. Af öllum stöðum í heiminum hafi það verið á Íslandi.Líkt og Vísir fjallaði um í vor æfði David Moyes um tíma með Tý í Vestmannaeyjum. Upphaflega ætlaði Skotinn að dvelja yfir sumarið 1978 í Eyjum en dvölin varð styttri þegar Moyes bauðst samningur hjá Celtic í Skotlandi. „Fyrsta reynsla Moyes hjá alvöru liði var í Vestmannaeyjum, blautum og vindasömum fiskibæ undan suðurströnd Íslands. Þar eru lundarnir fleiri en íbúarnir fimm þúsund og eldfjall gnæfir yfir húsakynnum fólksins." Fimmtán ára mætti Moyes til Vestmannaeyja en það var Ólafur Jónsson sem hýsti Moyes á meðan á dvöl hans hér stóð. Ólafur fór árlega með hóp ungra Eyjapeyja til Skotlands til æfinga þar sem hann kynntist föður Moyes, David eldri.Nordicphotos/Getty„Hann var leiðtogi á vellinum. Ég sá það strax þá. Hann var strákur en alltaf fremstur meðal jafningja. Hann var alltaf fyrstur," segir Ólafur sem ber Moyes afar vel söguna. „Hann var hluti af fjölskyldunni," segir Ólafur sem skellir upp úr þegar ræðir um matarvenjur Skotans. „Ég held að hann hafi ekki kunnað neitt sérstaklega vel við matinn enda var fiskur nánast í hvert mál," segir Ólafur. Moyes hafi þó verið kurteis og alltaf borðað það sem stóð til boða.Viðtalið við Ólaf má sjá hér. Leikur Manchester United og Wigan um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn hefst klukkan 12.45. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira