Masters-vikan byrjaði með þrumuveðri Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. apríl 2014 22:31 Það ringdi í dag á Augusta National. Vísir/AP Fyrsta æfingahring fyrir Masters mótið, sem hefst á fimmtudag, var aflýst í dag vegna þrumuveðurs. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem aflýsa þarf æfingahring fyrir Masters. Keppendur og þúsundir áhorfenda voru kallaðir af vellinum vegna eldingahættu. 30 kylfingar voru á vellinum þegar þeir voru kallaðir í hús. „Við erum vonsvikin að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta þess að horfa á æfingahringinn í dag. Öryggi allra á golfvellinum var í forgangi,“ sagði Billy Payne, formaður Augusta National golfklúbbsins.Rory McIlory frá Norður-Írlandi er talinn sigurstranglegastur í mótinu. Hann eyddi 90 mínútum á æfingasvæðinu á Augusta National í dag ásamt Dave Stockton sem er mikill sérfræðingur í stutta spilinu. Þeir hafa unnið saman undanfarin ár með góðum árangri. Þó veðrið hafi verið slæmt í dag þá er veðurspá fyrir mótið mjög góð. Spáð er sól og hægum vindi næstu dag. Á miðvikudag fer fram par-3 keppnin sem er árviss viðburður á Masters. Mótið sjálft hefst á fimmtudag og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Rory McIlroy æfði í 90 mínútur í dag.Vísir/APÞrumuveður varð til þess að æfingahring dagsins var aflýst.AP/VísirThorbjörn Olesen frá Danmörku keppir á Masters í ár.Vísir/AP Post by Golfstöðin. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrsta æfingahring fyrir Masters mótið, sem hefst á fimmtudag, var aflýst í dag vegna þrumuveðurs. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem aflýsa þarf æfingahring fyrir Masters. Keppendur og þúsundir áhorfenda voru kallaðir af vellinum vegna eldingahættu. 30 kylfingar voru á vellinum þegar þeir voru kallaðir í hús. „Við erum vonsvikin að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta þess að horfa á æfingahringinn í dag. Öryggi allra á golfvellinum var í forgangi,“ sagði Billy Payne, formaður Augusta National golfklúbbsins.Rory McIlory frá Norður-Írlandi er talinn sigurstranglegastur í mótinu. Hann eyddi 90 mínútum á æfingasvæðinu á Augusta National í dag ásamt Dave Stockton sem er mikill sérfræðingur í stutta spilinu. Þeir hafa unnið saman undanfarin ár með góðum árangri. Þó veðrið hafi verið slæmt í dag þá er veðurspá fyrir mótið mjög góð. Spáð er sól og hægum vindi næstu dag. Á miðvikudag fer fram par-3 keppnin sem er árviss viðburður á Masters. Mótið sjálft hefst á fimmtudag og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Rory McIlroy æfði í 90 mínútur í dag.Vísir/APÞrumuveður varð til þess að æfingahring dagsins var aflýst.AP/VísirThorbjörn Olesen frá Danmörku keppir á Masters í ár.Vísir/AP Post by Golfstöðin.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira