Landsliðsmaður vill hjálpa efnaminni foreldrum Anton Ingi Leifsson skrifar 18. október 2014 11:30 Vísir/Andri Marinó Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, hefur sett af stað Styrktarsjóð sem ber nafnið: Knattspyrna fyrir alla. Þar vill Jón Daði hjálpa þeim sem eiga minna á milli handanna að spila þessa fallegu íþrótt. „Ég var vanur að fara á flesta landsleik iþegar ég var yngri. Síðan er maður allt í einu farinn að spila í bláu treyjunni og ef ég ætti að reyna að setja upplifunina, hvernig það er að vera inni á vellinum, í orð þá er þetta adrenalínsprauta allar 90 mínúturnar – sérstaklega núna gegn Hollendingum. Stuðningurinn og hvatningin úr stúkunni var svo geggjuð,“ sagði Jón Daði í viðtali við Morgunblaðið. Jón Daði lýsir félagi hans í Noregi dálítið eins og Liverpool; miklar væntingar, en rætist lítið úr þeim. „Viking er svolítið líkt Liverpool á Englandi. Það eru gerðar alveg rosalega miklar væntingar til félagsins en svo verður lítið úr þeim. Það eru oft mikil vonbrigði eftir tímabilin. Þetta er lið sem stefnir á toppinn en það hefur ekki gengið undanfarin ár. Þetta er stór klúbbur og mikil pressa á leikmönnum liðsins.“ „Við byrjuðum vel, eiginlega alveg fáránlega vel. Svo skyndilega hvarf meðbyrinn og við erum búnir að tapa fimm leikjum í röð – sem er mjög dapurt. Það þarf að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað við þurfum að gera." „Ég hef ekkert heyrt. Ég er með umboðsmann og það er yfirleitt sest niður eftir tímabilið. Ég nenni ekki að pæla í næstu skrefum fyrr en tímabilið er búið, en ég er bjartsýnn á að það sé einhver áhugi.“„Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð.“ Jón Daði hefur sett á laggirnar styrktarsjóð sem ber nafnið Knattspyrna fyrir alla þar sem hann vill hjálpa þeim sem minna mega sín að geta stundað knattspyrnu, þrátt fyrir fjárhag. „Ég þekki það alveg að það getur verið erfitt fyrir fjölskyldur að kaupa takkaskó og borga keppnisferðir fyrir krakka. Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð. Það var stundum vesen að borga fyrirkeppnisferðir, takkaskór eru dýrir og allt þetta aukalega er mjög dýrt." „Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig aðstæðum .Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Sjóðurinn er ekki alveg kominn á koppinn en uppleggið er þannig að fólk mætir og sækir um styrk, svo er það metið og fólkinu rétt hjálparhönd." „Kannski vantar þessa litlu hluti sem geta samt verið svo stórir fyrir fólk sem er ekki með mikið á milli handanna. Þetta er dýr íþrótt og mikið tilstand á bak við hvert mót. Æfingar, gallar, takkaskór,nesti, þjálfarar, gisting og fleira. Þetta safnast saman og er ekkert endilega á allrafæri," sagði Jón Daði að lokum í samtali við Benedikt Bóas á Morgunblaðinu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, hefur sett af stað Styrktarsjóð sem ber nafnið: Knattspyrna fyrir alla. Þar vill Jón Daði hjálpa þeim sem eiga minna á milli handanna að spila þessa fallegu íþrótt. „Ég var vanur að fara á flesta landsleik iþegar ég var yngri. Síðan er maður allt í einu farinn að spila í bláu treyjunni og ef ég ætti að reyna að setja upplifunina, hvernig það er að vera inni á vellinum, í orð þá er þetta adrenalínsprauta allar 90 mínúturnar – sérstaklega núna gegn Hollendingum. Stuðningurinn og hvatningin úr stúkunni var svo geggjuð,“ sagði Jón Daði í viðtali við Morgunblaðið. Jón Daði lýsir félagi hans í Noregi dálítið eins og Liverpool; miklar væntingar, en rætist lítið úr þeim. „Viking er svolítið líkt Liverpool á Englandi. Það eru gerðar alveg rosalega miklar væntingar til félagsins en svo verður lítið úr þeim. Það eru oft mikil vonbrigði eftir tímabilin. Þetta er lið sem stefnir á toppinn en það hefur ekki gengið undanfarin ár. Þetta er stór klúbbur og mikil pressa á leikmönnum liðsins.“ „Við byrjuðum vel, eiginlega alveg fáránlega vel. Svo skyndilega hvarf meðbyrinn og við erum búnir að tapa fimm leikjum í röð – sem er mjög dapurt. Það þarf að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað við þurfum að gera." „Ég hef ekkert heyrt. Ég er með umboðsmann og það er yfirleitt sest niður eftir tímabilið. Ég nenni ekki að pæla í næstu skrefum fyrr en tímabilið er búið, en ég er bjartsýnn á að það sé einhver áhugi.“„Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð.“ Jón Daði hefur sett á laggirnar styrktarsjóð sem ber nafnið Knattspyrna fyrir alla þar sem hann vill hjálpa þeim sem minna mega sín að geta stundað knattspyrnu, þrátt fyrir fjárhag. „Ég þekki það alveg að það getur verið erfitt fyrir fjölskyldur að kaupa takkaskó og borga keppnisferðir fyrir krakka. Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð. Það var stundum vesen að borga fyrirkeppnisferðir, takkaskór eru dýrir og allt þetta aukalega er mjög dýrt." „Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig aðstæðum .Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Sjóðurinn er ekki alveg kominn á koppinn en uppleggið er þannig að fólk mætir og sækir um styrk, svo er það metið og fólkinu rétt hjálparhönd." „Kannski vantar þessa litlu hluti sem geta samt verið svo stórir fyrir fólk sem er ekki með mikið á milli handanna. Þetta er dýr íþrótt og mikið tilstand á bak við hvert mót. Æfingar, gallar, takkaskór,nesti, þjálfarar, gisting og fleira. Þetta safnast saman og er ekkert endilega á allrafæri," sagði Jón Daði að lokum í samtali við Benedikt Bóas á Morgunblaðinu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira